Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 5

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Blaðsíða 5
ANDRÉS BJÖRNSSON Grímur Thomsen og Uppsalamótið 1856 Hreyfing sú, sem nefnd hefur verið Skandínavismi á 19. öldinni, er talin eiga rætur að rekja til stúdenta og háskólamenntaðra manna á Norðurlöndum. I því sambandi er oft minnzt atburðar, sem varð, er stúdentar frá Kaupmannahöfn og Lundi hittust á ísilögðu Eystrasalti og gerðu þar með sér bræðralag mikinn frostavetur 1838. A þeim árum, sem í hönd fóru, urðu samnorræn mót stúdenta á Norðurlöndum algengari og stuðluðu að þeim samstarfs- og jafnvel sameiningaranda, sem síðan þróaðist með þessum þjóðum og hefur jafnvel gert fram á þennan dag. Af öllum stúdentamótum mun Uppsalamótið vorið 1856 hafa verið merkast og fjölmennast. Voru þarna samankomnir sænskir, danskir og norskir stúdentar, eldri og vngri, og að auki einn Islendingur. I sögu Stúdentafélagsins (danska) segir svo (hér þýtt á íslenzku eins og flestar aðrar tilvitnanir í greininni): „þann 9. júní sigldi Hekla með 235 háskólaborgara frá Kaup- mannahöfn til hafnar í Málmey, þar lá Göngu-Hrólfur með jafnmarga Norðmenn innanborðs. Stúdentum frá Lundi, 120 talsins, var skipt að jöfnu á skipin tvö.“ Nefndir eru tíu af eldri þátttakendum frá Danmörku og meðal þeirra dr. Grímur Thomsen. Allt voru þetta nafnkenndir menn. Eru þeir taldir upp í Fædrelandet, blaði þjóðlega frelsisflokksins í Danmörku, en blaðið hafði í Uppsölum fréttaritara, sem sendi því pistla, meðan mótið stóð og lengur. Geysimikil ræðuhöld voru á fundi þessum, og það sem einstakt mátti teljast, ræða var haldin fyrir minni Islands; hana flutti Carl Sáve dósent í Uppsölum, og er henni þannig lýst af fréttamanni Fædrelandets í þriðja fréttabréfi hans, sem birtist í blaðinu 20. júní: „-----Þá flutti Carl Sáve dósent skáldlegt minni Islands með fornlegum áherzlum, en dr. Grímur Thomsen svaraði, eini Is- lendingurinn, sem þarna vár staddur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.