Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Side 5
ANDRÉS BJÖRNSSON
Grímur Thomsen og Uppsalamótið 1856
Hreyfing sú, sem nefnd hefur verið Skandínavismi á 19. öldinni,
er talin eiga rætur að rekja til stúdenta og háskólamenntaðra
manna á Norðurlöndum. I því sambandi er oft minnzt atburðar,
sem varð, er stúdentar frá Kaupmannahöfn og Lundi hittust á
ísilögðu Eystrasalti og gerðu þar með sér bræðralag mikinn
frostavetur 1838.
A þeim árum, sem í hönd fóru, urðu samnorræn mót stúdenta á
Norðurlöndum algengari og stuðluðu að þeim samstarfs- og
jafnvel sameiningaranda, sem síðan þróaðist með þessum þjóðum
og hefur jafnvel gert fram á þennan dag.
Af öllum stúdentamótum mun Uppsalamótið vorið 1856 hafa
verið merkast og fjölmennast. Voru þarna samankomnir sænskir,
danskir og norskir stúdentar, eldri og vngri, og að auki einn
Islendingur.
I sögu Stúdentafélagsins (danska) segir svo (hér þýtt á íslenzku
eins og flestar aðrar tilvitnanir í greininni):
„þann 9. júní sigldi Hekla með 235 háskólaborgara frá Kaup-
mannahöfn til hafnar í Málmey, þar lá Göngu-Hrólfur með
jafnmarga Norðmenn innanborðs. Stúdentum frá Lundi, 120
talsins, var skipt að jöfnu á skipin tvö.“
Nefndir eru tíu af eldri þátttakendum frá Danmörku og meðal
þeirra dr. Grímur Thomsen. Allt voru þetta nafnkenndir menn.
Eru þeir taldir upp í Fædrelandet, blaði þjóðlega frelsisflokksins í
Danmörku, en blaðið hafði í Uppsölum fréttaritara, sem sendi því
pistla, meðan mótið stóð og lengur.
Geysimikil ræðuhöld voru á fundi þessum, og það sem einstakt
mátti teljast, ræða var haldin fyrir minni Islands; hana flutti Carl
Sáve dósent í Uppsölum, og er henni þannig lýst af fréttamanni
Fædrelandets í þriðja fréttabréfi hans, sem birtist í blaðinu 20.
júní:
„-----Þá flutti Carl Sáve dósent skáldlegt minni Islands með
fornlegum áherzlum, en dr. Grímur Thomsen svaraði, eini Is-
lendingurinn, sem þarna vár staddur.“