Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Síða 13

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1990, Síða 13
GRÍMUR THOMSEN 13 lætisvottur fyrir það, hve fagurlega bókmenntalegrar þýðingar íslands fyrir öll Norðurlönd var minnzt í Uppsölum síðastliðið sumar, þannig lýsum við hér með yfir vegna ummæla hr. Repps í Flyve-Posten í gær, að við staðfestum fullkomlega framtak hr. Dr. Gríms Thomsens. Kaupmannahöfn, 30. nóvember 1856.“ Flestir þeir, sem undirrita yfirlýsinguna, eru stúdentar í námi við Hafnarháskóla. Þá eru þar á meðal nokkrir eldri menn, fyrst og fremst Jón Sigurðsson, Oddgeir Stephensen, Magnús Eiríksson og Skúli Thorlacius. Athygli vekur, að nöfn Gísla Brynjúlfssonar og Konráðs Gíslasonar er þar ekki að finna. Hafði þó Grímur í bréfum sínum um sumarið sent þakklætiskveðjur þeirra til Sáve og frá Gísla raunar í hverju bréfi. Grímur ritar nú Sáve samdægurs (2. des.) og sendir honum málsgögn. Bréf Gríms hljóðar svo: „Kæri Sáve! Þar sem eg tel hugsanlegt, að svo kunni að fara, að mál það, er eg ætla að ræða í þessum fáu línum, yrði flutt þér eða öðrum Uppsalabúum einhliða, þá sendi eg þér hér með málsgögnin, en af þeim muntu sjá, að einn af löndum mínum, herra Repp, sem þú þekkir kannski af orðspori, hefur talið sér sæmandi að ráðast á mig í „Flyve-Posten“, af því að ég hafði með samþykki Jóns Sigurðssotiar (sem er forseti íslenzku Bókmenntafélagsdeildarinnar í Kaup- mannahöfn) og nokkurra annarra landa sent ykkur Islandskortið, án þess að leita samþykkis Repps og fáeinna annarra. Gegn langloku hans hafa 25 landar mínir einnig í Flyve-Posten birt hjálagða yfirlýsingu (2), og eg skal bæta því við, að við erunt 32 háskólamenn hér í borginni. Mér þykir það eitt miður, að Brynj- úlfsson er ekki meðal undirritaðra, en um ástæðurnar til þess mun hann víst skrifa þér sjálfur. Ef þú ert, sem eg vona, sammála mér, þá heldur þú þessum upplýsingum fyrir þig, meðan málið er ekki kunnugt í Uppsölum, og ræðir það sem sagt alls ekki, ef það berst ekki til Uþpsala eftir öðrum leiðum. Ef svo fer, þá fyrst leggur þú fram yfirlýsingu 25 Islendinga til að sýna, að eg hef farið að óskurn meirihluta landa minna. Heilsaðu öllum heilögum eins og postulinn Páll segir, og vertu sjálfur vinsamlega kvaddur. Þinn Grímur Thomsen Sendu línu við tækifæri.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.