Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1989, Side 79

Frjáls verslun - 01.12.1989, Side 79
LEGGJUM ÁHERSLU Á ÞJÁLFUN FATLAÐRA RÆTT VIÐ BERG ÞORGEIRSSON, FORSTÖÐUMANN ÖRVA í KÓPAVOGI „Meginmarkmið okkar starf- semi er að þjálfa fatlað fólk til starfa á almennum vinnumark- aði. Við leggjum áherslu á að fötluðum sé gert kleift að lifa sem eðlilegustu lífi og þess vegna viljum við vinna gegn af- mörkun vinnustaða fatlaðra frá öðrum vinnustöðum þjóðfélags- ins. Örvi er því ekki verndaður vinnustaður í venjulegum skiln- ingi orðsins heldur fyrst og fremst starfsþjálfunarstaður“, sagði Bergur Þorgeirsson for- stöðumaður Örva í Kópavogi, en sá vinnustaður hefur starfað um nokkurt árabil í Kópavogi. I lögum um málefni fatlaðra frá 1983 segir m.a: „Markmið þessara laga er að tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóð- félagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilgu lífi og hasla sér völl í samfélaginu þar sem þeim vegnar best.“ „í reynd erum við að reyna að starfa eftir þessum lögum. Okkur finnst löngu tímabært að snúast gegn vernd- arstefnunni, sem hefur verið rekin varðandi fatlaða um langt skeið og reyna að draga sem mest úr einangrun þeirra. Við leggjum megin- áherslu á almenna vinnuaðlögun, t.d. rétt vinnubrögð, góðar starfsvenjur, aukið starfsþrek og félagsleg sam- skipti“, sagði Berg- ur ennfremur. Hjá Örva starfa 28 fatlaðir einstakl- ingar á tvískiptum vöktum. Auk þess starfa þar 5 verk- stjórar í hálfu starfi, félagsráðgjafi og Bergur Þorgeirsson. VINN A Q BLINDRA wi/nd/wz. Blindravinnustofan HAMRAHLIÐ 17 © 687333 FAX 687336 79

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.