Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.05.1995, Blaðsíða 35
hún í eitt ár úti í Kaupmannahöfn, hún vann hjá Verk- og kerfisfræðistofunni í rúm sex ár og tók sér frí frá störfum í eitt og hálft ár vegna bamsburðar og notaði hún tækifærið á meðan hún var heimavinnandi til að stunda námið hjá Endurmenntunarstofnun. í byrjun júní hóf hún störf hjá tölvudeild ís- landsbanka. Hvers vegna fór hún í námið? „Ég var með tölvumenntun og langaði til að bæta við mig við- skiptagreinum vegna þess að þegar ég hanna tölvukerfi kemur maður inn á svo marga þætti í rekstri fyrirtækja. Ég var verkefnisstjóri síðustu þrjú ár- in hjá Verk- og kerfisfræðistofunni og þá fór ég að lesa bækur um stjórnun Við það vaknaði hjá mér áhugi á rekstri og stjórnun." Rósa segir að í nýja starfinu nýti hún þekkinguna sem hún hlaut í náminu bæði beint og óbeint. Rósa var ánægð með kennarana og hvað námið sjálft varðar segir hún að síðasta önnin hafi verið erfiðust og tímafrekust. „Yfirhöfuð fannst mér námið vera skemmtilegt og ég sá að hvert fag er ein fræðigrein. Það myndaðist skemmtilegur mórall í Vala Hauksdóttir, stúdent frá Sauðárkróki árið 1988 og skrif- stofustjóri á Iögmannastofu. „Vildi mennta mig meira en var ekki tilbúin í langt háskólanám." hópnum og þarna var fólk úr öllum áttum. Þetta er öðruvísi skólaum- hverfi en maður er vanur. Ég kynntist mörgum góðum hugmyndum og sá að allir voru að spá í það sama og allir höfðu ákveðna reynslu. Ég held að það sé gott fyrir alla, sem eru í stjórn- unarstöðum og eru ekki með við- skiptamenntun, að fara í þetta nám. Ég veit ekki nema námið hafi gagnast mér við að fá vinnu aftur en ég fékk starfið hjá íslandsbanka fljótlega eftir að ég byrjaði að leita mér að vinnu. Einnig held ég að vinnuveitendur taki tillit til þeirra sem fara í þetta nám en það sýnir að viðkomandi hefur áhuga á því að halda sér við í staríi og víkka sjóndeildarhringinn. “ „MEIRIVINNA EN ÉG BJÓST VIГ Oddur Fjalldal er svæfingalæknir á Landspítalanum og lærði hann í Þýskalandi og Danmörku. Þar sem hann vinnur á vöktum kostaði það mikla skipulagningu að geta sótt alla tíma. Hann segir að í starfsemi sjúkrahúsa sé rekstur vaxandi hluti af starfinu. „Það er alltaf verið að tala um rekstur, sparnað og hagræðingu Garðar Garðarsson, hæstaréttar- lögmaður í Keflavík. Lögfræðingur með framhaldsnám í Bandaríkjun- um á árum áður. „Námið í Endur- menntunarstofnuninni nýtist mér vel.“ og á sjúkrahúsinu skiptum við okkur svoh'tið niður á verkefni tengd þessu. Það var aðallega þess vegna sem ég ákvað að fara í námið og auk þess til að prófa eitthvað nýtt.“ Þar sem í náminu var mikið af fólki úr viðskiptalífinu fékk Oddur, sem vinnur á ríkisreknu sjúkrahúsi, aðra sýn á hlutina heldur en ella. „Það var gagnlegt að taka þátt í umræðunni með öðrum en maður umgengst dag- lega en fólkið úr viðskiptalífmu var með aðrar hugmyndir og var það mjög gagnlegt.“ Lesturinn og heima- vinnan var meiri en Oddur hafði búist við. „Ég held auk þess að flestir séu sammála um að tímarnir í flestum greinunum hafi verið naumir. Þetta var mikil pressa og farið var yfir mikið á stuttum tíma.“ „JÁKVÆÐARIOG BETRISTJÓRNANDI" Vala Hauksdóttir er stúdent frá Fjölbrautaskólanum á Sauðárkróki. Frá því hún flutti til Reykjavíkur árið 1988 hefur hún unnið hjá Lögfræði- stofu Reykjavíkur — Skuldaskilum hf. Þar gegnir hún starfi skrifstofu- stjóra. Ástæðan fyrir því að hún fór í þetta nám er sú að hún hafði ákveðna þörf fyrir að mennta sig meira en var samt sem áður ekki tilbúin til að fara í háskólanám. „Það sem Endurmennt- unarstofnun býður upp á höfðar til mín. Stofnunin hefur á að skipa mjög hæfum kennurum og námið er vel uppbyggt og skipulegt. Gerð er krafa um að þeir sem byrja í náminu hafi starfsreynslu og/eða háskólamennt- un því tímanum er ekki eytt í undir- stöðuatriði. Það er ætlast til að nem- endur hafi þá þekkingu. Námið hefur nýst mér vel í starfí og gerir mann að hæfari starfskrafti. í Endurmenntunarstofnun eru ýmsar greinar sem ég hafði aldrei kynnst áður og ég sé hlutina í öðru ljósi eftir að hafa farið í gegnum þetta. Ég tel mig verajákvæðari, umburðarlyndari og betri stjórnanda. í náminu er lögð áhersla á mannlegu hliðina, svo sem hvernig fólk eigi að haga sér í daglegri umgengni. Það eitt út af fyrir sig er ákveðinn skóli. Þessi endurmenntun á eftir að verða stór þáttur í almennri menntun hér á landi. í rauninni sé ég engan mínus við þetta nám.“ 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.