Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Side 44

Frjáls verslun - 01.05.1995, Side 44
FJARMAL Lífeyrissjóðir eru gildandi fjárfestar: AD VERA EÐA VERA EKKI? Lífeyrissjóðir eiga um 4,2 milljaróa í hlutabréfum. En eigaþeir að vera, eba vera ekki, í stjórnum hlutafélaga? Þaó er stóra spurningin Þegar enska leikritaskáldið Willam Shakespeare lét eina söguhetju sína, Hamlet, segja setninguna: „Að vera eða vera ekki? Það er spumingin," var hann ekki að hugsa um setu íslenskra lífeyrissjóða í stjórnum fyrirtækja. Þessi orð eiga samt afar vel við þegar fjallað er um þetta við- fangsefni sem oft brennur heitt á mönnum í viðskiptalífinu. Þannig hefur reynt á þetta mál á aðalfundum íslandsbanka á undanfömum árum. Lífeyrissjóðir á íslandi hafa gert sig mjög gildandi í fjárfestingum á hlutabréfamarkaðnum. Þeir eiga samtals um 4,2 milljarða í íslenskum fyrirtækjum í formi hluta- bréfa. Sem betur fer. Það vantar fé í fyrirtæki. Jafnframt er ljóst að lífeyrissjóðirnir verða enn sterkari fjárfestar á íslenska hlutabréfamarkaðnum á næstu árum. Þeir eru helsta uppspretta spamaðar í íslensku atvinnulífi. Af 4,2 milljarða hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna er hlutur Lífeyrissjóðs verslunarmanna langstærstur eða um 1,2 milljarðar króna. Næstur kemur Samvinnulífeyrissjóður- inn með um 500 milljónir og Lífeyrisjóður Austurlands með um 400 milljónir. Afgangurinn skiptist á milli margra lífeyrissjóða. AÐVERAEÐAVERA EKKI? Hin klassíska spurning er hvort lífeyrissjóðir, sem eru fjöldaeign og ekki í eigu neins eins aðila, eigi þá að eiga fulltrúa í stjómum hlutafélaga og skipta sér almennt af stjórnarkjöri í félögunum. Og þyki það eðlilegt að þeir eigi fulltrúa í stjórnum félaga, hverjir eiga það þá að vera og hvernig á að velja þá? Á það að vera starfsmaður? Almennur sjóðsfélagi? Stjómarmaður í sjóðnum? Eða óháður kunnáttumaður í fjármálum og viðskiptum? Valið er ekki sjálfgefið. En vilji menn að lífeyrissjóður sé sem mest óháður viðkomandi hlutafélagi væri líklega einfaldast að velja einhvern óháðan kunnáttumann til að setjast í stjóm hlutafélagsins. Það skiptir vissulega máli hvaða fulltrúar lífeyrissjóð- anna veljast í stjórnir hlutafélaga. Þeir eru nefnilega ekki persónulegir eigendur hlutafjárins heldur gæslumenn TEXTI: IÓN G. HAUKSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON þess fyrir allan þann fjölda sem stendur á bak við líf- eyrissjóðina. FJÁRMAGNIFYLGIR RÉTTUR TIL VALDA Grundvallarreglan í kapítalísku þjóðfélagi er að fjár- magni fylgi réttur til valda. Svo einfalt er það. Út frá þeirri reglu er réttur lífeyrissjóða og hlutabréfasjóða, svo- SJÓNARMIÐ SJÓÐANNA Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verslunar- manna, segir að afskiptaleysi af stjórnum hlutafélaga sé meginreglan. Aðstæður og eignarhlutur sjósins geti hins vegar kallað á afskipti. 44

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.