Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Page 54

Frjáls verslun - 01.05.1995, Page 54
KYNNING Þær eru starfsmenn utanlandsdeildar Ferðaskrifstofu fslands. Talið frá vinstri: Boga Kristins- dóttir, Ásta Hrólfsdóttir, Margrét Eysteinsdóttir, Kolbrún Bjarnadóttir og Kristrún Gunnlaugs- dóttir. Utanlandsdeildin: VIÐSKIPTAFERÐIR TIL UTLANDA „í áratugi höfum við boð- ið fyrirtækjum og stofnun- um sérhæfða þjónustu vegna viðskiptaferða til út- landa. Innan fyrirtækisins hefur því safnast upp mikil reynsla í að skipuleggja slíkar ferðir. Þetta er reynsla sem skilar sér beint til viðskiptavinar- ins,“ segir Anna Haralds- dóttir, deildastjóri í utan- landsdeild Ferðaskrifstofu íslands. Það ætti ekki að dyljast neinum, sem fer í við- skiptaferðir, að mikið hag- ræði og þægindi eru fólgin í því að láta sérhæfðan aðila skipuleggja ferðina fyrir sig frá a til ö, svo ekki sé talað um sparnaðinn. AMADEUS- BÓKUNARKERFIÐ Að sögn Önnu starfa fimm manns í utanlands- deild Ferðaskrifstofu Is- lands. Þeir hafa allir langa reynslu í skipulagningu viðskiptaferða. Deildin notar mest notaða bókun- arkerfið í heimi, AMA- DEUS-bókunarkerfið, ásamt sérhönnuðu upplýs- ingakerfi til vinnslu á upp- lýsingum um viðskipti ein- staklinga og fyrirtækja. „Öll þjónusta sem veitt er í tengslum við farmiða- sölu, svo sem breytingar á bókunum, hótelbókanir, bílaleigubókanir og aðrar pantanir, er veitt endur- gjaldslaust," segir Anna. „Ferðaskrifstofan ábyrg- ist að boðin séu hagstæð- ustu fargjöld, sem í gildi eru hverju sinni, og valdar séu hagstæðustu leiðir til áfangastaðar. Þá tryggir hún einnig hagstæðustu verð á hótelum og bíla- leigubílum samkvæmt samningum sem eru í gildi hverju sinni. Ábyrgst er að þær pantanir, sém berast ferðaskrifstofunni, séu bókaðar samdægurs. Komi eitthvað upp á, t.d. ef breyta þarf ferðatilhögun- inni, býðst viðskiptavinum að hringja „collect" til Ferðaskrifstofunnar hvað- an sem er úr heiminum.“ Ráðstefnudeildin: YFIR 40 RÁÐSTEFNURISUMAR Áætlaður fjöldi þátttakenda tæþlega 5 þúsund manns í sumar sér ráðstefnu- deild Ferðaskrifstofu ís- lands um 40 ráðstefnur og fundi og er áætlaður fjöldi þátttakenda um 4.800 manns. Ferðaskrifstofa Is- lands hefur séð um fjölda ráðstefna undanfarin ár og skiptir heildarfjöldi þátt- takenda tugum þúsunda. Starfsfólk ráðstefnu- deildarinnar gerir ná- MYNDIR: BRAGIJÓSEFSSON 54 kvæmar kostnaðaráætlan- ir, velur og undirbýr ráð- stefnustað, útvegar gisti- rými, skipuleggur máltíðir og ferðir, annast upplýs- ingagögn, eins og þátttöku- tilkynningar, eyðublöð og bókanir á ráðstefnur. CONGREX Ráðstefnudeildin hefur gengið til samstarfs við Ráðstefnudeildin að störfum við skráningu gesta. CONGREX, alþjóðlegt fé- lag fyrirtækja sem sérhæfa sig í skipulagningu ráð- stefna og funda. CONGR- EX byggist á alþjóðlegu samstarfi á öllum sviðum skipulagningar og fram- kvæmdar við ráðstefnu- hald ásamt sameiginlegu markaðsstarfi. CONGREX hefur þróað afar fullkomið tölvukerfi til skipulagningar og úr- vinnslu gagna við ráð- stefnuhald. Danska CONGREX skrifstofan skipulagði og sá um fram- kvæmd ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna sem haldin var í Kaupmannahöfn í febrúar sl.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.