Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Qupperneq 56

Frjáls verslun - 01.05.1995, Qupperneq 56
MARKAÐSMAL Sagan á bak við herferðina: Jfl, JÁ, JAHAA, ÉG ER ULBÚINN Söngleikjaauglýsing Pósts ogsíma við að kynna símanúmerabreytinguna þótti misskemmtileg eins oggengur. En auglýsingin hafði tilætluð jákvæð áhrif Viðbrögð landsmanna við síma- númerabreytingunni sem átti sér stað 3. júní síðastliðinn eru í raun merki- leg. Breytingin sjálf er sú umfangs- mesta sem Póstur og sími hafa staðið fyrir, hvert einasta símanúmer á land- inu breyttist. Við fyrri og umfangs- minni símanúmerabreytingar hafa gjaman komið upp neikvæð viðbrögð hjá notendum en slíkt heyrðist varla hvað þessa umfangsmiklu breytingu varðar. Vissulega heyrðust neikvæðar raddir um þær mundir sem breytingin átti sér stað, en fæstar voru þær vegna kerfisbreytingarinnar, heldur vegna annarraþátta, s.s. vegna síma- skrárinnar eða vegna kostnaðar Pósts og síma vegna auglýsinga og kynningamála. Þótt mest hafi borið á jákvæðu „söngleikjaauglýsingunni“ sem birt var í sífellu síðustu dagana fyrir sjálfa símnúmerabreytinguna spannaði kynningarherferðin heilt ár. Auglýs- ingastofan Nonni og Manni vann her- ferðina sem hófst í maí 1994 með út- sendingu bæklinga sem fylgdu síma- reikningum. Ársæll Baldursson hjá Pósti og síma segir að sú kynningaraðferð sé bæði markviss og ódýr fyrir stofnun- ina. „Þótt fólk fái símreikninga á þriggja mánaða fresti sendum við út reikninga í hverjum mánuði og með því að láta fyrsta kynningarbækling- inn fylgja reikningunum sem frá okkur fóru í maí, júní og júlí náðum við að koma fyrstu skilaboðum til allra sím- notenda. Það sama gerðum við í októ- ber, nóvember og desember, auk SAGANÁBAK VID HERFERÐINA þess sem við á þeim tíma kynntum fyrirtækjum sérstaklega þessar breytingar og vöktum athygli þeirra á því að nýju sjö stafa númerin væru notuð með þeim gömlu á höfuðborg- arsvæðinu í nokkurn tíma áður en stóra breytingin varð að veruleika 3. júní. Það gerðum við sérstaklega með fyrirtækin á landsbyggðinni í huga, sem eru með lás á símunum sínum, en með því að hafa bæði nýju númerin og þau gömlu kom glufa í það kerfi og hægt var að hringja í númer á höfuð- borgarsvæðinu án þess að velja svæðisnúmer. Við lögðum einnig mikla áherslu á að upplýsa fyrirtæki tímanlega til þess að þeim gæfist tækifæri til þess í tíma að breyta nafnspjöldum, reikn- ingum og bréfsefnum. Auk þess sem við sendum fax á öll skráð faxtæki þar sem eigendum þeirra var Þriðja bæklingnum var síðan dreift til allra símnotenda með reikningun- um í janúar, febrúar og mars. Þar kynntum við breytinguna sem varð þegar fólk hringir til útlanda, eða úr 90 í 00.“ Samhliða þeim bæklingi var gerð einföld sjónvarpsauglýsing þar sem þreytingin var kynnt. Ársæll segir að mjög auðvelt sé að mæla árangur þeirrar auglýsingar því samkvæmt talningu símtala í símsvara sem tengdur var við gamla 90 númerið kom í ljós að tæplega 90% þeirra sem hringdu til útlanda eftir að breytingin átti sér stað, hringdu í rétt númer. „Og annað dæmi um árangur auglýs- Minnisstætt atriði úr auglýsingunni. Tilgangur hennar var að byggja upp jákvæðni í kringum símanúmerabreyting- una 3. júní. Reynslan sýnir að ævinlega er von á neikvæðni í garð svo umfangsmikilla breytinga. TEXTI: ÞORSTEINN G. GUNNARSS0N 56
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.