Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1995, Qupperneq 57

Frjáls verslun - 01.05.1995, Qupperneq 57
Félagar í kór Langholtskirkju komu mjög við sögu í auglýsingunni, sungu og léku í mörgum atriðanna. „Fyrst fólkið í auglýsingunni, sem í raun og veru er þverskurður samfélagsins, var tilbúið fyrir breytinguna fundu áhorfendur samhljóm með því og undirbjuggu sig í tíma.“ ingarinnar er að símtölum til útlanda fjölgaði meðan á þessu kynningar- starfi okkar stóð, þannig að í raun og veru má tala um jákvæðar aukaverk- anir þessarar auglýsingar." En það var hins vegar sungna , Já, já, já“ auglýsingin sem mesta athygli vakti síðustu dagana fyrir símnúm- erabreytinguna. Jón Árnason hjá Nonna og Manna sagði að strax í upp- hafi hafi verið ákveðið gera sjón- varpsauglýsingu sem hefði það að markmiðið að gera breytinguna eins jákvæða og kostur var. „Sjálf breyt- ingin var allt of flókin til þess að gera henni tæmandi skil í sjónvarpsauglýs- ingu, við vildum hins vegar byggja upp jákvæðni á sama tíma og von var á neikvæðni í garð breytingarinnar." Auglýsingastofan leitaði til Kristj- áns Friðrikssonar um úrvinnslu og leikstjórn auglýsingarinnar. Hann segir að í upphafi hafi verið unnið út frá orðinu já. „Það gerðum við af tveimur ástæðum. Bæði vegna þess að jákvæðara orð er varla til í móður- málinu okkar, auk þess sem já er það orð sem oftast er notað þegar menn svara í síma og hvað sönginn varðar, þá er það skoplegt einkenni á íslensku þjóðarsálinni að hefja söng við minnsta tækifæri. Það var því úr að við ákváðum að gera úr þessu léttan og broslegan söngleik, í anda gömlu amerísku söngleikjamyndanna. Ég er heldur ekki frá því að okkur hafi tekist það bærilega. Lagið er grípandi og fólk sönglaði þetta stef á ólfldegustu stöðum og tímum. Með því var til- gangnum náð.“ „Fyrst í stað var textinn í laginu, sem Vilhjálmur Guðjónsson var feng- inn til að semja, eingöngu þetta eina orð, já, en setningin „Ég er tilbúin(n)“ átti eingöngu að vera sögð af þul,“ segir Jón Árnason, „og þannig var lagið fyrst sungið af kór Langholts- kirkju, en það eru einmitt meðlimir þess kórs sem bæði syngja og leika í auglýsingunni. En okkur leist ekki nægilega vel á þá útgáfu og bættum því setningunni „Ég er tilbúin(n)“ inn í söngtextann og okkur þótti mikil bragarbót að þeirri breytingu.“ Kristján Friðriksson segir að fyrst fólkið í auglýsingunni, sem í raun og veru er þverskurður samfélagsins, hafi verið tilbúið fyrir breytinguna, þá hafi áhorfendur fundið samhljóm með þeim og undirbúið sig í tíma, hafi það ekki þegar verið tilbúið þegar byrjað var að sýna auglýsinguna. Það má ef til vill segja að þetta hafi verið nokkuð lævíst bragð hjá okkur en það lævís- asta við þessa auglýsingu var að sýna gamalt og brosandi fólk í lok auglýs- ingarinnar. Það gerðum við meðvit- að, því allar breytingar eru erfiðar fyrir þann aldurshóp og svo virðist sem þetta lokaskot myndarinnar hafi haft tilætluð áhrif.“ Söngleikjaauglýsingin var mikið birt á stuttum tíma. Margir fengu fljótt leið á henni og veltu því fyrir sér hvort þörf væri á að auglýsa breyting- una þetta oft. Ársæll Baldursson seg- ir að auglýsingin hafi alla vega haft tilætluð áhrif. „Mælingar hjá okkur sýna að lítið var um að fólk gleymdi nýju númerunum og ef það gerði það, þá virðist mér sem fólk hafi kennt sjálfu sér um það en ekki Pósti og síma. Hvað breytinguna varðar get ég því fullyrt að hún hafi ekki á neinn hátt verið neikvæð fyrir stofnunina og í raun og veru merkilega jákvæð.“ 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.