Frjáls verslun - 01.04.1996, Page 14
Borgardætur gerðu stormandi lukku í sextugsafmæli Hörpu.
Magnús Helgason, aðaleigandi Hörpu
og framkvæmdastjóri fyrirtækisins í
áratugi, á tali við Finn Ingólfsson iðn-
aðarráðherra. Bak við þá stendur
Stefán Arngrímsson, fyrrum fjármála-
stjóri Hörpu.
Helgi Magnússon, framkvæmdastjóri
Hörpu og fyrrum ritstjóri Frjálsrar
verslunar, ræðir hér við Þórarinn V.
Þórarinsson, framkvæmdastjóra VSÍ,
og konu hans Ásdísi Guðmundsdótt-
ur.
HÁTÍÐ HÖRPU
Málningarverksmiðj an
Harpa hf. var með veg-
lega og stórglæsilega há-
tíð í Félagsheimili Sel-
tjarnarness laugardaginn
27. apríl sl. í tilefni af 60
ára afmæli fyrirtækisins.
Afmælisveislan var afar
vel sótt. Margir komu og
samglöddust hinu sext-
uga afmælisbarni og
fluttu því góðar kveðjur í
tilefni dagsins. Þeirra á
meðal var Finnur Ingólfs-
son iðnaðarráðherra sem
hélt ágæta tölu.
100 STÆRSTU
Undirbúningur hins ár-
lega lista Frjálsrar verslun-
ar yfir stærstu fyrirtæki
landsins, 100 STÆRSTU,
er hafinn. Um þessar
mundir er verið að senda
út spurningablöð til á ann-
að þúsund fyrirtækja.
Listinn verður gefinn út í bókarformi í
haust. Það er von Frjálsrar verslunar að samvinn-
an við fyrirtæki landsins verði jafn góð og áður.
indnlo
l/éi t-Axia
Þekking Reynsla Þjónusta
SUÐURIANDSBRAUT 8, 108 REYKJAVÍK, SÍMI; 581 4670, FAX: 581 3882
...oroaou þao vio Falkann
14