Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1996, Síða 20

Frjáls verslun - 01.04.1996, Síða 20
FORSÍÐUEFNI RIINAR SIGURÐSSON Það er óhætt að segja að Rúnar Sigurðsson og félagi hans hafi verið töluvert á undan sinni samtíð þegar þeir stofnuðu fyrirtækið Tæknival árið 1983. Markmiðið var að veita sérhæfða þjónustu á tölvuvæddum kerfum fyrir iðn- fyritæki. En ári síðar gerðu þeir sér hins vegar ljóst að markaðurinn var ekki reiðubúinn til að taka við þeirri nýju tækni sem var að koma. Þá var breytt um áherslur og fyrirtækið fór að selja ýmsar rekstrarvörur fyrir tölvur. Náði fyrirtækið smám saman sterkri stöðu sem söluaðili á disklingum og var síðar með yfirburðastöðu í sölu rekstr- arvara fyrir tölvur auk þess sem fyrirtækið starfaði í sam- ræmi við upphafleg markmið. „Við vorum, eins og margir ungir menn á þeim tíma, með enga peninga en fullir af bjartsýni og þrótti. Ég hafði að öllu leyti fjármagnað nám mitt í rafmagnstæknifræði sjálfur og átti bókstaflega ekki neitt þegar við byrjuðum, ekki íbúð eða neitt til að setja sem tryggingu fyrir fjár- skuldbindingum," segir Rúnar. Hann segir að viðskipti þeirra félaga við banka hafi algerlega byggst á trausti, enda var ekki auðvelt að út- skýra fyrir leikmönnum hvað þeir hyggðust gera. „Undir slíkum kringumstæðum skiptir öllu að saga þín í bankanum og annars staðar einkennist af heiðarleika, að þú standir við það sem þú segir. Ef ekki getur það komið í bakið á þér á ýmsan hátt. Eg hef allta tíð staðið við mín orð og ef tafir hafa verið fyrirsjáanlegar á greiðslum hef ég skýrt málin með góðum fyrirvara. Þannig myndast traust sem hverju fyrirtæki er lífsnauðsynlegt.“ Rúnar fer ekki í grafgötur með að það kostar mikla vinnu og puð að koma upp fyrirtæki. Hann segir Tæknival vera byggt upp á gríðarlegri vinnu margra aðila þar sem vinnudag- urinn var yfirleitt langur og strangur. Meðeigandi Rúnars seldi reyndar sinn hlut 1985 og varð Rúnar þá eini starfsmað- urinn um sinn. í dag eru starfsmennirnir hins vegar 145 sem segir meira en mörg orð. „Þetta var sosum ekki burðugur rekstur í fyrstu og launin voru lengi mjög lág. Þá höfðu ekki allir skilning á því að ég skyldi ekki taka meira fé út úr rekstrinum fyrir sjálfan mig. En ég var staðráðinn í að halda áfram á þeirri braut, sem ég hafði markað, og í dag sé ég að það var rétt. Það er óhætt að segja að fyrstu 10 árin í rekstri fyrirtækis fari í uppbyggingu. Menn geta ekki ætlast til verulegs árangurs fyrr en eftir ákveðinn tíma og verða umfram allt að sýna þrautseigju og úthald. Lykilinn að velgengni er hæfileg blanda af dugnaði, útsjónarsemi og þrjósku." Kaflaskipti urðu í rekstri Tæknivals þegar fyrirtækið hóf sölu á Hyundai-tölvum sem síðan hefur verið aðal- vörumerki fyrirtækisins, með um þriðjungs markaðshlut- deild sl. þrjú ár. Árið 1990 var Tæknival sameinað Hugtaki hf. sem hafði verið leiðandi í hugbúnaðarlausnum fyrir sjávarútvegsfyrirtæki. Árið 1991 bættist við sala á Novell- hugbúnaði og hefur fyrirtækið afar sterka markaðsstöðu varðandi netlausnir fyrir viðskiptavini. Árið 1992 var Sam- eind sameinuð Tæknivali. Sameind var leiðandi aðili í sölu verslunarkerfa og varð Tæknival þá eitt af þeim stærstu í upplýsingaiðnaði. Árið 1993 hóf fyrirtækið að selja Hewlett Packard tölvur og tölvuvörur í samstarfi við Opin kerfi hf. Tæknival opnaði BT-tölvur á síðasta ári en það fyrirtæki sinnir heimilismarkaði og minni fyrirtækjum. Tæknival varð opið hlutafélag þegar það eignaðist Sam- eind árið 1993. í dag er hlutaféð 100 milljónir króna og í eigu 97 aðila. Þar af eru um 20 starfsmenn. Á síðasta aðalfundi var ákveðið að auka hlutaféð enn frekar nú í júní. Rúnar leggur á það áherslu að hann hafi alla tíð staðið á eigin fótum og eigin gerðum. Hann varð fyrir því að missa föður sinn 7 ára gamall og það hafði veruleg áhrif á öll hans viðhorf. Þá kynntist hann þeirri staðreynd að hann yrði að treysta á sjálfan sig og engan annan og að hlutimir hefðust legði hann nógu hart að sér. Rúnar undirstrikar að hann hafi aldrei skuldbundið ættingja og vini fyrir sína hönd eða fyrirtækisins. Hann segir grundvallar boðorð að blanda ekki saman vinnu og fjölskyldu því þá séu menn komnir á heldur vafasama braut. „Ungt fólk, sem rekur fyrirtæki í dag, verður að sýna þrautseigju og það má alls ekki taka of mikið fé út úr fyrirtækinu of fljótt. „Nýríkir" einstaklingar ná sjaldan þeim árangri sem sóst var eftir í upphafi." Rúnar segist mjög sáttur í dag. „Ég hef minnkað vinnuna töluvert. Ég treysti fólk- inu, sem vinnur með mér, og fæ það til að axla ábyrgð. Það er mikilvægt að vera ekki með puttana í öllu og því sinni ég aðallega ákvarðanatöku, stefnumótun og hjálpa og leiðbeini. Það þarf auðvitað að koma fram að árangurinn er fyrst og fremst áhugasömu og duglegu starfs- fólki að þakka. Við rekum fyrir- tækið sem sjálfstæðar deildir, sem eru gerðar upp einu sinni í mánuði, og uppskera starfsmenn í samræmi við árangurinn. Síðan eiga um 20 starfsmenn hlut í fyrirtækinu en slíkt er mjög jákvætt og hvetur fólk til dáða. Ég legg líka áherslu á að stjórnendur séu opinskáir við sitt starfsfólk og nái þannig fram sam- hentum fjölskylduanda þar sem allir vinna saman að eflingu fyrirtækisins.“ KRISTJÁN EINARSS0N Árið 1982 stofnuðu hjónin Kristján Einarsson og Sigríð- ur Bára Hermannsdóttir fyrirtækið Rekstrarvörur (RV). Fyrirtækið var fyrst til húsa í 30 fermetra bflskúr að Laugateigi 20 og störfuðu þau hjónin ein við fyrirtækið. Nú „Það er óhætt að segja að fyrstu 10 árin í stofnun og rekstri fyrirtækis fari í uppbyggingu. Menn geta ekki ætlast til verulegs árangurs fyrr en eftir ákveðinn tíma og verða umfram allt að sýna þrautseigju og úthald. Lykilinn að velgengni er hæfileg blanda af dugnaði, útsjónarsemi og þrjósku. “ Rúnar Sigurðsson - Tæknivali 20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.