Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1996, Qupperneq 22

Frjáls verslun - 01.04.1996, Qupperneq 22
FORSIÐUEFNI JOHANN OLI GUÐMUNDSSON „Það byrjaði á því að ég hafði fyrir fjögurra manna fjölskyldu að sjá og var í námi. Ég vann við ýmislegt með náminu, eins og ræstingar á kvöldin og vaktavinnu á nótt- unni sem öryggisvörður sem fór reglulega í fyrirtækin. Ég samdi við hvert fyrirtæki fyrir sig. Ég neita því ekki að stjómendum fyrirtækja fannst þetta svolítið framandi þjónusta og nokkrir voru svo undrandi þegar ég bar upp erindið að þeir litu nánast á mig eins og ég væri ffá öðrum hnetti, grænn með tvö hom út úr höfðinu.. .En yfirleitt var þessari hugmynd minni vel tekið á endan- um. Menn sáu að það var þörf á þessari þjónustu þótt það væri fjarri að þeir hefðu gert sér skýra grein fyrir því áður. Á meðal fyrstu fyrirtækja, sem ég samdi við, vom Gísli J. Johnsen, íspan og Skeifan. Ég var svo lánsamur að Guð- jón Guðmundsson, þáverandi framkvæmdastjóri hjá Gísla J. Johnsen, bauð mér afdrep í fyrirtæki hans á nóttunni. Þaðan var vaktin tekin. Þetta vatt hratt upp á sig og smátt og smátt fór ég að seilast út fyrir Kópavoginn. Það varð náttúrlega ekkert af því að ég færi í lögfræðina þannig að það má segja að ég sé enn í sumarvinnunni frá 1979.“ Sá er hér mælir er Jóhann Óli Guðmundsson, forstjóri Securitas, í viðtali við Fijálsa verslun fyrir fjórum ámm. Þegar Jóhann Óli ákvað að stofna lítið fyrirtæki um örygg- isgæslu óraði hann ekki fyrir að 17 árum síðar yrði hann með um 500 manns í vinnu en ekkert laganám. Jóhann Óli átti gamla Lödu þegar hann byijaði með öryggisgæsluna og leigði tveggja herbergja íbúð í Stóra- gerði. Við stofnun fyrirtækisins ákvað hann að selja Löd- una. Helmingur andvirðisins fór í stofnkostnað við fyrir- tækið og hinn helmingurinn í ódýrari bíl. Heima var skonsa inn af forstofunni ætluð frystikistu. Þar kom hann fyrir litlu borði og stól og fyrsta skrifstofa Securitas var orðin að vemleika. Velgengni fyrirtækisins segist Jóhann Óli geta þakkað góðum viðtökum og því sem öllum fyrirtækjum er nauð- synlegt: Skýrri markmiðasetningu og óbilandi metnaði til að fylgja áætlunum eftir að settu marki. Framúrskarandi starfsfólki þakkar Jóhann Óli þó öðm fremur árangur fyrir- tækisins. Það hafi með ósérhlífnum hætti borið kyndil metnaðarins áfram og gerir enn í dag. „Það er liðsandinn og liðsheildin sem skipta máli, alveg eins og í íþróttum,“ segir hann. Jóhann Óli segir ljóst að miklu sé fómað til að ná árangri og það hafist ekki með hefðbundnum vinnudegi eða hefð- bundnu vinnuálagi. „Fyrirtækið hefur verið lánsamt og uppfyUir allar gæðakröfur sem gerðar eru til virtustu ör- yggisfyrirtækja erlendis. Það hefur verið vandað til upp- byggingar Securitas. Það er skondið til þess að hugsa að flestum fannst þessi hugmynd svo ófín og jafnvel vitlaus að ekki hvarflaði að þeim að hasla sér vöO á þessum vett- vangi. í öryggismálum fá menn það sem þeir borga fyrir, svo einfalt er nú það. Óraunhæf undirboð leiða bara til skerts öryggis og verða því á endanum fyrst og fremst kaupendunum til skaða. Þetta vita orðið flestir og virða þau lögmál sem þessari starfsgrein til- heyra.“ Hann gerir tímanýtingu manna að sér- stöku umtalsefni auk smæðarinnar og ná- lægðarinnar sem menn búa við í íslensku samfélagi. Þar kemur að þætti í fari margra íslendinga sem honum fmnst of fyrirferðar- mikill, öfundinni. Hann segir öfundina ekki aðeins tímafreka heldur mjög niðurdrepandi. „Það er merkilegt ef grannt er skoðað að þeir sem á endanum ná að byggja upp traustan rekstur utan um hugmyndir sínar virðast ekki haldnir öfund. Þeir einbeita sér að uppbyggingu í stað nið- urrifs og geta samglaðst öðr- um sem eru að gera það gott. Þeir læra af árangri annarra. “ ÁRNIZÓPHANÍASSON Það vakti nokkra athygli þegar Miðlun ehf. seldi sænska sfmafyrirtækinu Telia viðskiptahugmyndina að rekstri Gulu línunar sem veitir almenningi upplýsingar um vörur og þjónustu í gegnum síma. Reksturinn hófst 20. maí síðastliðinn og var forstjóri Miðlunar, Ámi Zóphamasson, staddur í Svíþjóð af því tilefni. Ámi telur umfang þessa samnings við Telia nema á bilinu 50-60 milljónum króna sé litið til næstu þriggja ára. Þessi áfangi í uppbyggingu Miðlunar er árangur af miklu þróunarstarfi innan fyrirtækisins sem aftur á rætur að rekja til úrklippustarfsemi sem hófst á eldhúsborðinu heima hjá Áma fyrir um 15 ámm. Ámi er yngstur viðmælenda okkar, fæddur 1959. Eftir að hafa lokið verslunarprófi og síðan stúdentsprófi utan- skóla fór hann í sagnfræði í Háskólanum. Þar nam hann til 1984 en var þá kominn á kaf í úrklippumar og lauk ekki prófi. Ámi hafði reyndar stofnað fyrirtækið Samskipti 1978 en seldi sinn hlut í því fyrirtæki nokkmm ámm síðar. En úrklippustarfsemin hlóð utan á sig á eldhúsborðinu og varð síðan svo umfangsmikil að Árni ákvað að stofna um hana fyrirtæki, Miðlun. Starfsemi Miðlunar greinist í þrjú svið. Elsti hluti fyrir- tækisins er Fjölmiðlavaktin svonefnda, sem hefur það hlutverk að fylgjast með fjölmiðlum landsins og vinna úr þeim efni sem miðlað er til viðskiptavina í samræmi við „Hugarfarið skiptir miklu máli. Þeir sem á endanum ná árangri einbeita sér að uppbyggingu í stað niðurrifs - og þeir geta samglaðst öðrum. Þeir læra af árangri annarra. “ - Jóhann Óli Guðmundsson, Securitas 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.