Frjáls verslun - 01.04.1996, Page 33
Ingjaldur Hannibalsson, deildarformaður viðskipta-
deildar Háskóia íslands, segir að atvinnuhorfur nýút-
skrifaðra viðskiptafræðinga hafi batnað verulega síð-
ustu tvö árin.
Guðmundur Magnússon, prófessor og formaður hag-
fræðideildar Háskóla íslands, segir að hagfræðingar,
sem hafa lokið framhaldsnámi séu eftirsóttir af einka-
fyrirtækjum.
Til móts við nýja tíma með Navís
Navís hf. hefur nú fengið söluumboð fyrir FJÖLNI/Navision, einn vinsælasta
viðskiptahugbúnað á íslandi og í Evrópu.
Navís hf. er nýtt og framsýnt fyrirtæki með öfluga bakhjarla. Navís hf. er í eigu Tæknivals hf. Landsteina hf. og
starfsmanna. Navís hf. leggur áherslu á nýja strauma við smíði hugbúnaðar þar sem náið samstarf við viðskiptavininn
er haft að leiðarljósi. Navís hf. fer eftir ströngustu stöðlum við þjónustu og þróun hugbúnaðarlausna. Navís hf. titeinkar
sér ákveðnar verklagsreglur sem tryggja hámarks gæði upplysingakerfa og hagræðingu í rekstri viðskiptavina.
Navís hf. býður hugbúnað frá Navision Software a/s. stærsta útflytjanda viðskiptakerfa í Danmörku. Navision Software
a/s framleiðir FJÖLNI/Navision og Navision Financials sem er nýtt og grafískt upplýsingakerfi fyrir Windows.
Navision Financials hefur htotið einróma lof sérfræðinga og notenda víða um heim en kerfið fékk nýverið
gullverðlaun í úttekt breska tölvutímaritsins PCuser. Starfsmenn og eigendur Navís hf. hafa tekið
frumkvæði í þróun í þessu hugbúnaðarkerfi hérá landi.
FJÖLNIR/Navision er eitt útbreiddasta upplýsingakerfi á ístandi enda notað hjá 8 af 15 stærstu
fyrirtækjum íslands. Starfsmenn og eigendur Navís hf. eru í hópi reyndustu FJÖLNIS-forritara í
Evrópu en þeir hafa þróað FJÖLNIS-kerfi hjá mörgum þessara fyrirtækja ásamt því að þróa
Navision-hugbúnað fyrir fjölda aðila erlendis.
Líttu við hjá okkur og kynntu þér málið.
Starfsemi Navís hf. er í nýju og glæsilegu húsnæði
að Vegmúla 2, 4. hæð. Síminn okkar er 533 5400.
hJavU'hf.
NAVISION Financiats
Navision