Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1996, Side 38

Frjáls verslun - 01.04.1996, Side 38
er Amardalsætt. Önnur grein ættar Gunnars liggur frá Sveini Níelssyni frá Staðastað sem var afi Har- aldar Níelssonar. Gunnar á eina systur sem heitir Sig- rún Dungal og starfar í Pennanum. Páll Halldór Dungal, yngri bróðir Gunn- ars, er framkvæmdastjóri fyrir Pennann í Kringlunni og er giftur Elínu Kjartans- dóttur arkitekt. Gunnar er nafntogaður hestamaður og hefur rækt það áhugamál sitt af svo mikilli ástríðu að hann getur ekki búið í þétt- býlinu heldur situr búgarð sinn sem heitir Dalland og er uppi í Mosfellsheiði rétt ofan við Reykjavík. Þar býr hann ásamt eiginkonu sinni, Þórdísi Öldu Sigurðardóttur myndlistarkonu, f. 25.02.1950, og ótöldum hrossum, þrem hundum, tveim köttum, gæsum og hænsnum. Þau eru bamlaus. Á MÖRKUM SVEITAR 0G BORGAR Gunnar og systkini hans ólust upp og áttu alla tíð heima á Miklubraut 20. Þá var hverfið strjálbýlla en það er nú. Á árunum upp úr 1950, þegar Gunnar var að slíta bamsskónum á þessum slóðum, vom svín og hestar í kofum á Klambratúninu, Geir, sem síðar bjó í Lundi, var með kýr í fjósi við Eskihlíð- ina og Bótólfur Sveinsson, bóndi í Breiðholti, rétt við Valsheimilið, var með kindur og hænsni og slíkan bú- pening. Það var því ekki að undra að Gunnar fengi snemma áhuga á bú- skap. Hann var aukinheldur mörg sumur í sveit í Haukatungu í Kol- beinsstaðahreppi hjá Páli Sigurbergs- syni bónda og Jóhönnu, systur hans. Á þessum árum tíðkaðist það með- al húsmæðra í Reykjavík, sem áttu sumarbústað, að flytja þangað um tíma yfir sumarið. Það gerði Margrét, móðir Gunnars, sem fór með þau systkinin í sumarhús fjölskyldunnar sem stóð og stendur enn undir Svína- hh'ð í landi Heiðarbæjar við Þingvalla- vatn. Þama var óspillt náttúra og ang- andi lífríki og krakkastóðið í sumar- bústöðunum sullaði í vatninu og gekk sjálfala um nágrennið. Stutt var heim Gunnar er sagður einbeittur stjómandi. að Heiðarbæ og þar kynntist Gunnar jafnaldra sínum, Sveinbimi Einars- syni, sem nú er bóndi á Heiðarbæ og góður kunningi hans enn. Sumarhúsið undir Svínahlíðinni keypti Páll Hall- dórsson afi Gunnars, þar sem það stóð í Mjóanesi handan vatnsins og lét draga það yfir vatnið á ís um hávetur 1936 og setja á núverandi stað. Þessi nánu kynni af sveitinni kveiktu með pilti áhuga á búskap og hestamennsku en hann eignaðist fyrsta hestinn þegar hann var 16 ára. Sá hét Léttir og Gunnar fékk að hafa hann hjá Bótólfi, bónda í Breiðholti, og þangað var stutt að fara eftir skóla. TÓK UNGUR VIÐ STJÓRNINNI Gunnar hefur setið við stjómvölinn í Pennanum síðan hann var tvítugur og mun það hafa verið heldur fyrr en ætlað var. Þannig er mál með vexti að Baldvin Dungal stofnaði Pennann árið 1932 og lífsstarf hans var rekstur og uppbygging verslunarinnar. Gunnar vann á sumrum í búðinni og þegar hann hafði aldur til settist hann á skólabekk í Verslunarskólanum og lauk þaðan verslunarprófi vorið 1967. Um haustið ætlaði Gunnar að halda áfram námi í Verslunarskólanum í framhaldsdeild en faðir hans vildi að hann færi utan og kynnti sér rekstur og uppbyggingu ritfangaverslana. Það var úr og næsta árið dvaldi Gunnar í Hannover, Berlín og Hamborg í Þýska- landi og lærði þýsku og kynnti sér rekstur slíkra verslana. Dvölin varð einnig lærdómsrík vegna þess að um þessar mundir mnnu harðir straumar óróleika og uppreisnar æskufólks um Evrópu og það var barist á götunum. Hárið varð síðara og blóðið heitara og virðing- in fyrir yfirvaldinu engin. Götuvígi voru reist og barist af meiri hörku en íslenskt borgarbam átti að venjast. Gunnar kom heim árið 1968 og tók árið eftir við rekstri Pennans þegar faðir hans lést fyrir aldur fram, á 66. aldursári. Sú menntun, sem Gunnar hafði þá aflað sér virðist hafa dugað hon- um skikkanlega til þessa. TEBOLLAR í TURNINUM Gunnar og Þórdís keyptu Dalland árið 1974 til þess að eignast stað til þess að rækta áhugamál sín í návígi við náttúmna og landið. Þótt margir af hippakynslóðinni hafi leitað á vit móður jarðar hefur ekki öllum búnast eins vel og Gunnari. Staðurinn er vel setinn og þótt stundum verði færðin þung hafa þau búið þama nú í alls 22 ár. Reyndar má koma fram að Gunnar tilheyrði aldrei hópi hinna mussu- klæddu, hassreykjandi hippa. Hann lét hárið vaxa en fór aldrei úr jakkaföt- unum og má segja að hann hafi verið nokkurs konar íhaldshippi. Gamlir Reykvíkingar þekkja foman kunningja í túnfætinum í Dallandi en þar hafa ábúendur sett upp gamla Völ- undartuminn sem svo er nefndur. Sagt er að þar megi sitja og súpa te þegar sólin skín eða frostið bítur og virða fyrir sér tindilfætta fáka sem eru stundum teknir til kostanna þar á grundunum. Þannig sameinast borgin og sveitin í þessum gamla tumi. Turninn góði er sagður ágætt dæmi um framkvæmdasemi Gunnars og hvemig hann fær hugmyndir sem hann nær oft að fylgja eftir út í æsar. Sagt er að þegar verið var að rífa 38
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.