Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1996, Page 39

Frjáls verslun - 01.04.1996, Page 39
ENGINN SÉRSTAKUR STJÓRNUNARSTÍLL Gunnar aðhyllist engan sérstakan stjórnunarstíl. Hann einfaldlega stjórnar og ræður því sem hann vill. Þetta er hans fyrirtæki og hann þarf ekki að standa neinum skil á því hvernig hann rekur það. Völundarhúsin við Skúlagötu haíi Gunnar átt þar leið um og séð tuminn svífa í krana. Á staðnum fékk Gunnar þá hugmynd að tuminum mætti ekki henda og samdi við bflstjórann á kranabflnum um að koma honum upp eftir fyrir sig. Turninn stendur rétt hjá tjöm nokkurri sem er annað ágætt dæmi um framkvæmdagleði Gunnars og at- orku. Hann lét stækka og laga tjarn- arpytt, sem lengi hafði verið í landi DaUands, og síðan var fluttur í hann fiskur, sem dafnar með ágætum, og húsráðendur geta slætt sér eina og eina bröndu í soðið eða leyft gestum að renna. Skógrækt er stunduð á Dallandi í stómm stfl og sér þess víða stað um landareignina að húsbændur þar geta verið stórtækir þegar fram- kvæmdagleðin rennur á þá. Að sögn þeirra, sem best þekkja, fær Gunnar stöðugt nýjar hugmyndir, eins og fer- illinn glögglega sýnir, og ólíkt mörg- um öðrum hugmyndasmiðum hrindir hann mörgum þeirra í framkvæmd. Til nágranna og vina Gunnars, sem hafa verið honum fyrirmynd í bú- skapnum á Dallandi, mætti nefna Jó- hann heitinn Friðriksson, hestamann og kaupmann, kenndan við Kápuna, og Sverri Sigurðsson í Sjóklæðagerð- inni sem báðir áttu bústaði í nágrenn- inu. HVAÐ MÖRG HROSS? Þarna hefur um árabil verið rekin tamningastöðin Dalur sem er í eigu Gunnars en nú er Atli Guðmundsson, tamningamaður og reiðkennari, með hana á leigu. Hross í eigu Gunnars skipta einhverjum tugum en að hætti gróinna stóðbænda er nákvæm tala þeirra fáum kunn. Hross úr ræktun Gunnars hafa fengið góða einkunn og nokkrar hryssur, sem hann á og hefur ræktað upp, hafa fengið góða einkunn og afkvæmi þeirra sömuleiðis. Dal- landsbændur eiga ekki stóðhest held- ur leiða hryssur sínar undir valda stóðhesta hér og hvar. Einn helsti ráðgjafi og vinur Gunnars í hópi hestamanna er Ingimar Ingimarsson sem nú býr á Skörðugili í Skagafirði en hann er mikill hestamaður sem áður tamdi hross í DaUandi. Norður í Mekka hrossaræktar í Skagafirði leit- ar Gunnar oft eftir ráðum og vönduð- um hestsefnum eins og fleiri og þar búa margir sem hann telur orðið til vina sinna. Þar má auk Ingimars nefna Sigurð Ingimarsson, bónda á Flugu- mýri, og Bjöm Runólfsson á Hofstöð- um. Gunnar á marga vini og kunningja í hópi bænda sem hann hefur kynnst í gegnum hrossaræktina. Hann fer oft í heimsóknir og leiðangra norður til Skagafjarðar. Þegar bændur fara í kaupstað endurgjalda þeir heimsókn- imar og sagt er að sumum bregði í brún þegar þeir hitta hávær og veður- Hcil TUunrwurinMS m Glœsileg og sérlega vönduð bjálkahús fyrir íslenskar aðstœður. ÍSMOLI Vuokatti á íslandi Sími 896-6335 39
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.