Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1996, Page 72

Frjáls verslun - 01.04.1996, Page 72
■ ■ | argir velja um I l'i I t>essar mundir UUJ náttúrlegt grjót á gólf og á það jafnt við um heimili sem opinberar bygg- ingar eða fyrirtæki. í síðari tilvikunum verður grjótið oft fyrir valinu vegna varan- leikans þar sem umferð er mikil og slitfletir stórir. Grjót hvers konar er þó ekki aðeins slitsterkt, það er líka fallegt og sérkennilegt og fer vel við nýtískulega hönnun. „Skífur eru mjög vinsælar á gólf í heimahúsum þessa stundina,“ segir Ólafur Ólafsson hjá S. Helgason - stein- smiðju. „Indversk skífa verður þá ef til vill hvað oftast fyrir valinu en við erum líka með skífur frá Kína, Noregi og Portúgal. „Megineiginleikar skífunnar eru gróft yfirborð, ómeðhöndlað og óslípað en hægt er að auki að fá skífu bæði í borðplötur og gluggakistur og þá slípaðar eða óslíp- aðar.“ Þekkt dæmi um skífu á opinberri byggingu til að mynda á anddyri Háskólabíós en þar er notuð norsk skífa og á Langholtskirkju er portúgölsk skífa. BÚUMVELAF BLÁGRÝTI íslenskar steintegundir, sem njóta mikilla vinsælda, eru bæði grásteinn og blágrýti. Þessar steintegundir eru yfir- leitt notaðar mattslípaðar og sé grásteinninn olíuborinn verður hann nærri svartur. Og svo við nefnum aftur dæmi um notkunarstaði þá hafa margir barið blágrýtið augum í Leifsstöð og lagt hefur verið blágrýti á gólf verslunarinnar Galleri Eva. Gott dæmi um grásteininn er gólfið hjá Spari- sjóði vélstjóra auk þess sem hann er lagður í bland með graníti í Ráðhúsinu í Reykjavík. Ólafur segir að íslenskur steinn sé dijúgur hluti framleiðslu steinsmiðjunnar og að undanförnu hafi fyrirtækið fengið mörg stór verkefni og TEXTI: FRÍÐA BJÖRNSDÓTTIR MYNDIR: KRISTÍN BOGADÓTTIR S. HELGASON Steinn ágólf borð og gluggakistur meira að segja hafi blágrýti verið flutt til Danmerkur. Við séum nokkuð vel stödd hér á landi með blágrýtis- námur, þær séu góðar en til þess að vinna 30 til 40 tonn af blágrýti þurfi þó að losa um 100 tonn. Af erlendum steinteg- undum má nefna, auk skíf- unnar, bæði marmara og granít. Gramt er til dæmis á gólfi Þjóðarbókhlöðunnar en einnig er það geysivinsælt sem borðplötu- eða gluggakistuefni og þá oftast með póleraðri áferð. Marmaragólf hafa löngum þótt glæsileg og ekki síst þegar vandaðar austurlenskar mottur eru komnar ofan á þau hér og þar. Á boðstólum er bæði travertín og resin marmari í flísum og plötum. Marmarinn er til í mörgum fínlegum litum, bæði dökkum og ljósum, svo auðvelt er að finna það sem fer vel á hverjum stað, hvort heldur á heimili eðafyrirtæki. í Odda, einniaf byggingumHáskólaíslands, er ítalskur marmari og dökkur marmari prýðir gólfið á anddyri Hótel Sögu. Yfirleitt er auðvelt að þrífa steingólfin og sumar tegund- ir eru olíubornar sem gefur þeim mýkra yfirbragð og auðveldar gólfþvotta. Þeir, sem hafa áhyggjur af því að steingólf kunni að vera köld, geta hugleitt að leggja vatns- eða hitalagnir í gólf. Sé notað affallsvatn frá hitalögn húss- ins er það ekki kostnaðarsamt. Mjög fallegt er að nýta sömu steintegund í gluggakistur og notuð hefur verið á gólfið þar sem það á við og augljós- lega dreymir ansi marga um að hafa náttúrustein á eldhús- borðinu að minnsta kosti ef mið er tekið af því að steinlíki er eitt vinsælasta borðefnið, að því er eldhúsinnréttinga- salar segja. 72
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.