Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1996, Side 78

Frjáls verslun - 01.04.1996, Side 78
Þeir, sem ekki fara hefðbundnar leiðir, geta jafnvel lagt mynstrað Pergoparket á gólfið og takið eftir að gaflinn á rúminu er með svipuðu mynstri. mikilla vinsælda rænum litum. Stærsti parturinn af gólfborðinu er síðan úr plötu sem þróuð hefur verið á rannsóknarstofum Pers- torp. Hún er úr trjásagi og lími sem pressað er saman við mikinn þrýsting. Platan, eða borðið, verður mjög hart og hentar því vel á slitfleti gólfsins. Einungis er notað furu- eða grenisag eða sag úr öðrum norrænum trjátegundum sem vaxa það ört að nýliðunin er meiri en notkunin. Aðallega byggist framleiðslan á sagi, sem kemur úr timburiðnaði í Svíþjóð, sem annars hefði lent á ruslahaugunum eða verið brennt. Og þeir Pergo- menn segja: „í stað þess að brenna sagið þegar í stað höfum við fengið það „lánað“ í allnokkur ár og notum það í gólfin okkar. Þegar þau hafa þjónað sínum tilgangi er ekkert því til fyrirstöðu að endurvinna eða brenna þau eða leyfa þeim að eyðast einhvers staðar á ruslahaugum fram- tíðarinnar. Þau munu ekki menga umhverfið.“ HENTA VEL OFNÆMISSJÚKLINGUM „Pergoparketið hefur þann stóra kost að það þarfnast ekki viðhalds," heldur Margrét áfram. „Það þarf hvorki að slípa það né lakka þegar fram líða stundir því útlitið breyt- ist ekki. Parketið upplitast ekki þannig að þótt húsgögn séu færð til sjást engar litabreytingar því sólin hefur ekki breytt litnum umhverfis húsgögnin. Ekki þarf að bóna Pergo, það þolir flest kemísk efni og það myndast ekki rafmagn þegar gengið er eftir gólfinu. Þess vegna hentar Pergo vel á skrifstofugólf eða í tölvuherbergi ekki síður en inni á heimilinu. Formaldehyðið í gólfborðunum er innan við leyfileg mörk. Af því leiðir að fólk fær ekki ofnæmi eins og það getur fengið af efniviði sem innheldur mikið af efninu. Læknar hafa jafnvel mælt með notkun Pergogólf- efnis þar sem astma- og ofnæmissjúklingar eru annars vegar. Pergoparketið þolir sígarettuglóð og að lokum má árétta að það sameinast auðveldlega jarðvegi eða nýtist vel til orkuframleiðslu sé það brennt þegar notkunartími þess er liðinn, hvenær sem það svo sem kann að verða.“ Pergoparket er hægt að leggja á öll herbergi heimilisins en rétt er þó að hafa það ekki á baðherbergisgólfið þar sem raki getur orðið mikill. Þegar parketið er lagt er það gert á sama hátt og annað fljótandi parket og því þarf að gera ráð fyrir nokkurri þenslu svo haft er 4-5 mm bil milli borðenda og veggjar. Sérstakt hljóðeinangrandi undirlag er lagt und- ir Pergoparket og verður til þess að hávaði fer úr 24 niður í 18 desibel. Þetta undirlag getur lagað 3-4 mm misfellur á gólfi og sparar fólki iðulega að leggja flot í ójafnt gólf. Pergo kemur í stærðinni 120x20 sm og ekki bara í viðarlitunum, sem eru yfir tuttugu talsins, heldur einnig með marmara- og granítlit og meira að segja með blómamynstri. Að sögn Margrétar er mest selt af eikar- og beykilit en dökku viðarlitimir eru einnig að verða mjög vinsælir. Loks má geta þess að Pergo er selt með 10 ára ábyrgð að því tilskildu að parketið hafi verið lagt samkvæmt leið- beiningum og sérstakt Pergolím notað til þess að h'ma saman gólfborðin. Rétt er að taka fram að mjög auðvelt er að þvo lím af, sem kann að hafa farið á gólfið við lagningu, og sama gildir reyndar líka um hvers konar bletti, enda þolir parketið flest kemísk efni eins og þegar hefur komið fram. 78
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.