Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1996, Qupperneq 98

Frjáls verslun - 01.04.1996, Qupperneq 98
í fjörutíu ár hefur Vírnet hf. í Borgarnesi framleitt nagla og þar af verið eina naglaverksmiðja landsmanna í sextán ár. Fyrirtækið hefur þó ekki látið sér nægja að framleiða nagla eingöngu heldur bætt við völsun á þakstáli, bæði bárustáli og kantstáli, samhliða rekstri járn- og blikk- smiðju. Nú síðast hefur Vírnet farið inn á nokkuð nýjar brautir með útgáfu fræðslu- og leiðbeiningarrita um stál- klæðningu húsa annars vegar og um nagla og neglingu hins vegar. Vírneti var í upphafi ætlað að framleiða girðingarefni en af því varð ekki heldur valið að framleiða nagla. Nú eru framleiddar allar tegundir af svörtum og sinkhúðuðum saumi ásamt öðrum tegundum nagla sem notaðir eru hér á landi. Hingað til lands kemur hráefnið, valsvírinn, frá Tékklandi. Hann er einnig notaður í mótavír og bindivír. Fjöldi naglategundanna eykst með hverju ári og eru þær nú um áttatíu. Þess má geta að sinkhúðunardeildin, sem húðar naglana, húðar einnig aðra hluti, sé þess óskað. I völsundardeild Vírnets er þakstálið valsað á tvenns konar hátt, sem bárustál og kantstál. Fæst það í níu litum auk sinkhúðaðs og álsinkhúðaðs stáls. í deildinni er að auki hægt að beygja stálið í svokallaðri grokobeygjuvél en þar verður til mjög sérstök beygja þvert á kantstálið. Þessi beygja hentar vel í þakkanta og kverkar. Loks er þar tölvu- stýrð bogavölsunarvél sem getur valsað bárustál með allt að 30 sentímetra radíus. ÞÁTTTAKENDUR í ÞRÓUNARVERKEFNI Blikksmiðja Vírnets framleiðir og setur upp loftræsti- kerfi, smíðar fýlgihluti fýrir þakstálið, sorpskápa, garðhús, stalla í hesthús og annast alla aðra sérsmíði sem viðskipta- vinurinn þarf á að halda. Sama er að segja um járnsmíða- Plata rennur úr völsunarvél verksmiðjunnar. VIRNET deildina þar sem smíðaðar eru yfirbyggingar á bíla. Einnig eru seldar ZEPRO-vörulyftur og þær settar á bíla. Hurðir í iðnaðarhúsnæði má fá hjá Vírneti í Borgarnesi en menn láta sér ekki nægja þetta heldur hafa að undan- förnu verið, ásamt rann- sóknadeild Bændaskól- ans á Hvanneyri, þátttak- endur í þróunarverkefni sem nær til hönnunar og framleiðslu sérstakra gjafagrinda fýrir sauðfé. Eru þær taldar kunna að valda byltingu í fóðrun sauðíjár i framtíðinni. Þessi mynd sýnir stál beygt ineð grokobevgju. GÆÐAEFTIRLIT Með breyttum húðunaraðferðum saums hafa gæði húð- unarinnar aukist og er hún nú miklu betri og jafnari en áður. Sýnishorn eru tekin reglulega, mæld og skoðuð með tilliti til krafna erlendra staðla. Óháður eftirlitsaðili fylgist síðan með framleiðslunni og tekur einnig prufur og skoð- ar þær. Sinkhúðuninni er haldið í samræmi við hina er- lendu staðla. Rafhúðun á saumi hefur verið hætt og allur húðaður saumur hjá Vírneti er nú heitsinkhúðaður en með þeirri aðferð næst margfalt þykkari og endingarbetri sinkhúð. Þá er hafin framleiðsla á nokkrum tegundum af ryðfríum saumi og eirsaumi. Vírnet hefur gefið út tvö fræðslurit. Hið fýrra er Veður- kápan þar sem fjallað er um klæðningu, hvaða stálklæðn- ing henti hverjum og einum best, hvernig eigi að klæða - jafnt þök sem veggi - og loks um endingu og við- hald stálklæðningar. Síðara fræðslurit íyrirtækisins er Naglfestan - um nagla og neglingu. Þar má lesa um veður- áraun á íslandi, um nagla, uppruna þeirra og framleiðslu- ferli, tæringarvörn festingar, áraun, útdráttarprófanir og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.