Frjáls verslun - 01.04.1996, Side 102
Þýskur ferðahópur við glæsilegt
lilaðborð á Hótel Borgamesi.
Það er notalegt að
gista á Hótel
Borgamesi.
Alls era 75 herbergi á Hótel Borgamesi. Nýjasti hluti hótelsins
er lengst til hægri á myndinni. Hann var tekinn í notkun síð-
astliðið suniar.
HLLEK HHWERGIIG GOBIR
Á síðastliðnum fimm árum hefur Hótel Borgarnes verið
endurbætt og við það byggt fyrir um eitt hundrað milljón-
ir króna - „og þótt skrýtið sé er markmiðið með stækkun-
inni að ná niður verði sem fæst með aukinni hagkvæmni
og betri nýtingu. Við höfum lækkað verðið hjá okkur og
stefnum að enn ffekari verðlækkunum á næstu tveimur
árum og teljum að okkur eigi eftir að takast það,” segir
Pétur Geirsson hótelstjóri sem eignaðist meirihluta í hót-
elinu árið 1991. Áður en hann kom að hótelinu hafði hann
rekið veitingaskálann á Hreðavatni og einnig Botnsskála.
Hótelherbergi eru nú 75 talsins, öll með baði. Hægt er
að taka á móti 140 gestum í gistingu samtímis. Salir hót-
elsins eru þrir, tveir aðalmatsalir, sem taka 50 og 80 manns
í sæti, og þriðji salurinn sem tekur 260 manns í sæti. Sá
salur er mikið notaður fyrir ráðstefnur þvi hægt er að skip-
ta honum upp í þrjá til fjóra minni sali, „en oft þarf minni
sali íyrir nefndarfundi,” segir Pétur.
„Þessi stóri salur er nýttur á veturna því Hótel Borgar-
nes þjónar hlutverki skemmtistaðar Borgnesinga og Borg-
arbyggða, er eins konar félagsheimili, en þó fyrst og
fremst að vetrinum. Sömuleiðis eru hér oft haldnar mót-
tökur á vegum bæjaryfirvalda eða fyrirtækja.”
HÓTEL í HUNDRAÐ ÁR
Hótelrekstur í Borgarnesi stendur á gömlum grunni, að
sögn Péturs. „HB hefur verið starfrækt frá 1891. Rekstur-
inn virðist hafa verið nokkuð samfelldur, eftir því sem við
vitum best. Borgarnes varð snemma samgöngumiðstöð.
Segja má að allir vegir hafi endað hér á bryggjunni allt
fram til 1946. Fram að þeim tíma lauk ferð rútunnar frá Ak-
ureyri á bryggjunni þar sem fólk fór um borð í Laxfoss,
sem sigldi til Reykjavíkur, á sama hátt og þeir, sem komu
að sunnan, komu með Laxfossi og héldu svo áleiðis vest-
ur og norður. Hótelið var á þessum tíma það sem kalla
mætti alvöru íslenskt ferðamannahótel, mikið notað af ís-
lenskum ferðamönnum. Hótel Borgarnes hefur skipt um
hlutverk því nú er það miklu frekar ráðstefnu- og funda-
hótel fýrir Islendinga vegna miðlægrar staðsetningar þess
milli Norður-, Vestur- og Suðurlands. Auðvitað gistir hér
enn fjöldi Islendinga í viðskiptaerindum og á veturna kem-
ur enn íyrir að menn verða veðurtepptir þrátt fyrir bættar
samgöngur og þá gista þeir gjarnan hér,” segir Pétur.
Helsti ráðstefnutíminn í Borgarnesi er á haustin og vor-
in en ráðstefnur eru einnig haldnar á sumrin. Gott dæmi
102