Frjáls verslun - 01.04.1996, Page 109
30 milljónir
sala. En eftirspurnin er vaxandi með tilkomu fasteignalána veröbréfafyrirtækjanna
1991 lækkaði þak húsbréfalána, sem
komið var upp í tæpar 10 milljónir,
niður í rétt rúmar 5 milljónir. Það gaf
því augaleið að þeir, sem voru að hug-
leiða kaup á stórum eignum, fengu
ekki eins mikla lánafyrirgreiðslu eftir
breytingu og áður. Sala á stórum hús-
um hafði verið mjög lífleg, menn nýtt
sér lánafyrirgreiðsluna, enþegar þak-
ið var fært niður í einu vetfangi af
hálfu stjórnvalda dróst hún saman og
verð stórlækkaði. Þar af leiðandi gátu
menn, sem höfðu til þess peninga og
getu, fest kaup á stærri og dýrari
eignum á talsvert lægra verði en
þekkst hafði. Húsin lækkuðu veru-
lega í verði á þessum túna og hafa
haldið áfram að lækka allt til þessa
dags og lækkunin numið allt að 30%.“
-Hvað kallast „stórt“ hús?
„Það er svolítið afstætt en ég
myndi telja það frá 250-260 fermetr-
um og upp í það, sem við þekkjum
stærst, 400-450 fermetra, þótt til séu
stærri hús. Stór hús verða að teljast
hús yfir 250 fermetrar fyrir utan bíl-
skúr.“
109