Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1996, Page 113

Frjáls verslun - 01.04.1996, Page 113
-Rífur fólk þá ekki sæmilega góða hluti í burtu vegna þess eins að því finnst þeir ekki fallegir? „Vissulega kemur smekkur fólks alltaf inn í myndina. Fólk er misjafnt að þessu leyti. Sumir láta sér nægja innréttingar, sem eru vel með farnar, en mér fmnst minna um að allt sé rifið út. Fólk hefur líka innréttað mjög vel í seinni tíð og því kannski minni ástæða til að henda út. Ennfremur er farið að taka miklu meira mið af því hvort lóð sé fullgerð eða ekki og hvernig hún lítur út að öðru leyti." LÖG UM FASTEIGNAKAUP NAUÐSYNLEG -Er mikið um eftirkröfur vegna leyndra galla? „Aldrei verður hjá því komist að eitthvað geti komið upp eftir að kaup- andi er búinn að fá eign afhenta. Undir þann leka verður aldrei hægt að setja. Eg tel hins vegar nauðsynlegt að samin verði lög um fasteignakaup sem hafa ekki verið til. Fram að þessu höfum við miðað við lausafjárkaupa- lögin og lögjafnað út frá þeim. Mjög brýnt er að unnið verði að því að setja saman lagabálk um fasteignakaup sem geti orðið til þess að gera við- skiptin öruggari en þau eru í dag. Þó hefur margt breyst til batnaðar á und- anfömum árum en lagasetning myndi trúlega hjálpa mikið við að skilgreina kaupin betur.“ -Hvaða aldurshópar kaupa eða selja einbýlishús? „Segja má að þegar húsin eru hæfi- lega stór sé mikil breidd í aldurshóp- unum. Eftir því sem þau stækka er eldra fólk að selja og yngra að taka við. Mjög nauðsynlegt er að stjóm- völd í víðum skilningi, bæjar- og byggingaryfirvöld, geri reglumar sveigjanlegri eftir þörfum fólks en gert hefur verið í skipulagsmálum. Yfirvöld verða að horfa til framtíðar varðandi stærri hús svo til dæmis sé hægt að breyta þeim í fleiri íbúðir þegar fram í sækir og þörf krefur. Ekki er víst að menn vilji að eilífu búa mjög stórt. Þeir gætu viljað hafa svig- rúm til annarra hluta en reka stórar fasteignir og borga há fasteignagjöld. Menn vilja kannski verja peningum sínum einhvern veginn öðruvísi og þá verður að vera möguleiki að sam- þykkja fleiri íbúðir í stærri húsum og gera ráð fyrir því í skipulaginu.“ SVEIGJANLEIKA VANTAR í SKIPULAGIÐ -Sýnist þér fjölskyldusamsetning hafa breyst og börn vera lengur í foreldrahúsum? Og í framhaldi af því - eru húsin ef til vill ekki lengur það sem kallast einbýlishús? „Þegar fólk hefur viljað fá stærri húsum breytt í fleiri einingar hefur komið í ljós að ekki hefur verið nægi- lega hugsað fyrir því að við lifum á bflaöld. Það þarf að gera ráð fyrir svo og svo mörgum bflum á hlaðinu. Vaf- ist hefur fyrir skipulagsyfirvöldum að svara þessum kröfum. Það er ekkert sem bannar að breyta húsi hið innra en síðan þurfa byggingaryfirvöld að samþykkja breytingarnar svo hægt sé að selja húsið í fleiri einingum og nýta það betur. Við fasteignasalar höf- um vissulega orðið varir við að börnin dvelja lengur heima en áður var og koma seinna inn á fasteignakaupa- markaðinn til að festa sér íbúð. Að- gengi í húsbréfakerfinu hefur ekki verið þessu fólki nægilega hliðhollt. Það þarf að leggja fram mikið af laus- um aurum samkvæmt greiðslumati og ýmsum hefur reynst erfitt að spara til lengri tíma. Mitt álit er að bæta þurfi aðgengi yngra fólks að húsnæð- islánakerfinu. Þrátt fyrir annmarka á húsbréfakerfinu má fullyrða að þetta sé besta húsnæðislánakerfi sem þekkst hefur hér frá upphafi. Með annmörkum á ég við aðgengi yngra fólks og þakið varðandi stóru húsin. Hins vegar getur fólk nú alltaf komið inn, átt viðskipti eftir þörfum og þarf ekki að bíða í misseri eða ár eftir að umsókn sé afgreidd eins og áður var. Eg tel mjög varhugavert að hrófla mjög mikið við þessu kerfi. Hætta og óöryggi fylgir því að hróflað sé við kerfí sem skapað hefur sér ákveðinn sess, eins og ég tel að húsbréfakerfið sé farið að gera. Auðvitað má sníða af vissa annmarka frekar en stokka upp og koma með eitthvað alveg nýtt.“ ALDUR KAUPENDA HÆKKAR UM 5-8 ÁR -Hefur verið kannað hvenær fólk kaupir, eða keypti, sitt fyrsta hús- næði? „Ég held því miður að ekki séu til tölur um það. Ég hef stundað fast- eignasölu í aldarfjórðung og man eftir mun yngra fólki hér áður en því sem A ÞAKIÐ OG SYALIRNAR ÞAKDUKAR VARANLEG VATNSVÖRN ▲ ÞAKPLAN Smiðjuvegi 11E • 200 Kópavogi Sími: 564 4680 • Símriti: 564 4681 113
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.