Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1996, Page 114

Frjáls verslun - 01.04.1996, Page 114
Úr Mávanesinu. Hér er horft inn í stofuna. Borðstofan er til hægri en hún er þrepi ofar en stofan. Á gólfum er parket og sums staðar teppi. EFTIRSÓTTUSTU HVERFIN? „Það er alveg Ijóst að eftirsóttust eru hús sem eru miðsvæðis. Þau eru dýrari og seljast öðrum fremur betur. Einnig hús, sem liggja nærri sjó og á sjávarlóðum, og svo auðvitað hús af heppilegum stærðum.“ er að koma út á markaðinn í dag. Fólk nýtti sér tækifærið til að festa sér íbúð, eða fór að byggja, strax um og upp úr tvítugu. Nú finnst mér muna að minnsta kosti fimm eða allt upp í 8 árum á því hvað fólk er seinna á ferð- inni. Margir eru farnir að nálgast þrítugt. Reyndar heyrir maður sögur frá Þýskalandi um að meðalaldur fyrstu kaupenda sé allt að 40 ár. En þar eru valkostir auðvitað fleiri á hús- næðismarkaði." -Hefur sölutækni breyst mikið hjá fasteignasölum? -Já, heilmikið, til dæmis með þess- um „opnu húsum“, sem við köllum svo, þegar seljendur taka á móti áhugasömum kaupendum sem vilja skoða eignirnar. Oft hefur þetta leitt til sölu. Svo er meira farið að birta myndir af húsum en áður og það lit- myndir. Þær vekja athygli og gleðja augað og fasteignasíðumar verða mun skemmtilegri og læsilegri fyrir vikið. Ekki eru heldur sömu áhrif af svart/hvítri mynd og litmynd og fólk áttar sig kannski betur á eignunum með þessu móti.“ ÓTRÚLEGA FÁIR SKOÐA -Stundum er því haldið fram að fólk fari bara að kíkja af einskærri for- vitni, er það rétt? „Nei. Ég verð að segja alveg eins og er að verulega hefur dregið úr því. Til eru tölur um hve margir af þeim, semfáeignir uppgefnar, skoða. Fram kemur að 10-15% skoða þegar sala er lífleg en allt niður í aðeins 5% þegar minna líf er í sölunni. Þetta hefði þótt mjög lágt hlutfall hér á árum áður. Þá skoðaði fólk miklu fremur, eins og þú orðar það - af einskærri forvitni. Nú finnst mér ríkja meiri ákveðni og ekki nema eðlilegt að fólk fari og skoði til þess að átta sig.“ -Og svona að lokum, verður fólk að trappa sig niður og margskipta til þess að losna við stóru húsin og kemur enginn lengur og hreinlega kaupir stórt hús án þess að láta aðra eign upp í? „Minna er um það en áður að menn komi og kaupi beint þegar um stærri eignir er að ræða. Færst hefur í vöxt að höfð séu makaskipti á eignum. Þau hafa einkennt markaðinn mjög á síð- ustu árum og sérstaklega frá 1991 þegar hámarkslánin lækkuðu. Eig- endur stærri eigna hafa orðið að taka aðrar upp í sem hefur oft ekkert verið verra. Það hefur liðkað fyrir viðskipt- unum og í fleiri tilfellum heldur en hitt hafa menn náð settu marki með þess- um hætti.“ -En er það ekki slæmt fyrir seljend- urna, þótt það sé gott fyrir ykkur fasteignasalana, að tapa þannig stórupphæðum í sölulaun á síend- urteknum eignaskiptum? „Menn verða bara að sætta sig við að markaðurinn sé með þessum hætti. Öðruvísi gerist þetta ekki,“ segir Jón Guðmundsson, formaður Félags fasteignasala og sölustjóri hjá F asteignamarkaðnum. 114
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.