Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1996, Side 39

Frjáls verslun - 01.05.1996, Side 39
EIN TEGUND FERÐASKRIFSTOFULEYFIS Félag íslenskra ferðaskrifstofa telur að aðeins eigi að vera ein tegund ferðaskrifstofuleyfis og síðan komi ferðaþjónustufyrirtæki. Það er algjör óþarfi að kalla ferðaþjónustufyrirtæki ferðaskrifstofu. Það ruglar alveg þá mynd sem hefur ríkt til þessa og aðgreinir ísland frá því skipulagi sem er í Evrópu. Sigurjón Þór Hafsteinsson, rekstrarstjóri Ferðamiðstöðvar Austurlands og nýkjör- inn formaður Félags íslenskra ferðaskrif- stofa, skrifar skilaboð til stjórnvalda að þessu sinni. stofuleyfi sem ákveðinn gæða- stimpil þar sem fara saman kunn- átta, ákveðinn lágmarksþöldi starfsmanna og góðar tryggingar. í Evrópu á sér stað ákveðinn samruni í ferðaskrifstofurekstri, þar sem eru að myndast færri og stærri einingar, en á íslandi er hið gagnstæða að gerast, ferðaskrif- stofum fjölgar að öllum líkindum úr 27 í 4-500. Félag íslenskra ferða- skrifstofa telur að aðeins eigi að vera ein tegund ferðaskrifstofu- leyfis og síðan komi ferðaþjón- ustufyrirtæki. Það er algjör óþarfi að kalla ferðaþjónustufyrirtæki ferðaskrifstofu, það ruglar alveg þá mynd sem hefur ríkt til þessa og aðgreinir ísland frá því skipu- lagi sem er í Evrópu. FRJÁLS SAMKEPPNIVERÐUR AÐ VERA TIL STAÐAR Það verður auðvitað að vera öll- um opið að opna ferðaskrifstofu en kjami málsins er sá að samkeppni verður að vera á jafnréttisgrundvelli. Ég er mjög hlynntur samkeppni og innan greinarinnar er hún mjög virk. Það er mitt mat að samkeppni eigi stóran þátt í hve framsækin íslensk ferðaþjónusta er. Afleiðing fyrr- nefndra laga er að samkeppnisstaða innan greinarinnar er ekki lengur jöfn vegna mismunandi flokka leyfa til ferðaskrifstofureksturs og mismun- andi trygginga fyrir leyfi. Það er skiljanlegt að stjómvöld vilji skilgreina fyrirtæki sem starfa í ferðaþjónustu vegna skattalegra sjónarmiða og tryggja virka sam- keppni en með síðustu aðgerðum þá er búið að mismuna fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Ég tel að þessi lög muni stuðla að óreiðu í greininni eftir nokkur ár. Nú er einfaldlega of auð- velt að fá ferðaskrifstofuleyfi án þess að það sé tryggt að á bak við það séu nægjanleg kunnátta, gæði og trygg- ingar. Opinber stefnumótun í ferða- málum kveður á um að gæði veittrar þjónustu séu meiri en í helstu sam- keppnislöndum okkar. Þær vörur og sú þjónusta, sem atvinnugreinin læt- ur í té, fullnægi skilgreindum gæða- kröfum og væntingum viðskiptavin- arins. Einnig segir að yfirvöld ferða- mála og einstök fyrirtæki stjómi starfsemi sinni með þeim hætti að þau standi við samninga og loforð um veitta þjónustu. Ég tel að núverandi lög og reglu- gerð tryggi alls ekki að íslensk ferða- þjónusta nái settum gæðamarkmið- um. Það er viðbúið að ótalinn fjöldi aðila, sem fær leyfi til reksturs ferða- skrifstofu, standi ekki á traustum grunni og verði síðan gjaldþrota. Gjaldþrotasaga íslenskra ferðaskrif- stofa er því miður ekki glæsileg gegn- um tíðina. Ég óttast að þegar ferða- skrifstofur eru orðnar 4-500 og gjald- þrot í greininni færast í vöxt, sem hlýtur að gerast, verði afleiðingar aukinna gjaldþrota til að skaða ís- lenska ferðaþjónustu út á við. LAUSN Það þarf að breyta ákvæðum í lögum og reglugerð um ferðaskrif- stofur á þann veg að hafa aðeins eina tegund leyfis fyrir ferðaskrif- stofu, en B ætti að standa fyrir ferðaþjónustufyrirtæki. Það verð- ur að vera mjög skýrt hvað er á bak við ferðaskrifstofuleyfi annars vegar og hvað er á bak við B leyfi hins vegar. Allir, sem vilja fá ferðaskrifstofuleyfi, verða að upp- fylla sömu skilyrði og síðan geta menn valið út frá starfsemi í hvaða flokki þeir vilja vera. Skilyrði fyrir leyfi þurfa einfaldlega að vera þannig að skilgreining á ferðaskrif- stofu standi undir nafni og leyfis- hafi sé fær um að ná þeim gæða- markmiðum sem sett hafa verið. Ég vil undirstrika þá skoðun mína að tryggt verði að samkeppni innan greinarinnar verði ekki hindruð á nokkurn hátt. En ef menn vilja telja fyrirtæki sitt ferðaskrifstofu þá skulu þeir allir uppfylla sömu skilyrði fyrir leyfi. Einnig þarf að lagfæra lög um alferðir þar sem þau ganga mun lengra en tilskipun Evrópusambands- ins og skylda nánast alla þá, sem selja þjónustu til ferðamanna, til að verða sér út um ferðaskrifstofuleyfi. íslensk ferðaþjónusta er næst- stærsta tekjulind þjóðarinnar og sá vaxtarbroddur sem menn horfa mjög til. Með réttum aðgerðum geta stóm- völd aukið mjög tekjur af ferðaþjón- ustu og atvinnutækifæri. Að lokum vil ég óska þeim til hamingju, sem stóðu að opinberri stefnumótun í ferðaþjón- ustu, fyrir vel unnin störf og sam- gönguráðherra fyrir frumkvæðið en minni á að nú ríður á að fylgja eftir þeim markmiðum sem sett hafa verið. 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.