Frjáls verslun - 01.10.1996, Síða 6
RITSTJORNARGREIN
KIÓSENDUR OG KÓNGAR
Kristján Ragnarsson, formaður stærstu og kröftug-
ustu hagsmunasamtaka landsins, LÍÚ, hefur styrkt
völd sín á haustmánuðum - og voru þau þó ærin fyrir.
Hann er sigurvegari haustsins. Hann er kóngurinn á
meðal margra kónga í firnasterkum hagsmunasamtök-
um landsins! Eftir landsfundi stjómarflokkanna
beggja í haust fer ekki á milli mála að
málflutningur Kristjáns nýtur yfirgnæf-
andi fylgis í þeim báðum. Kvótasinnar
hafa töglin og hagldirnar en ekki veiði-
leyfasinnar.
Hagsmunasamtök hafa verið afar
áhrifarík hérlendis í áratugi, sem og er-
lendis. Einkum hafa bændur haft sterk
ítök á Alþingi fslendinga. Útgerðarmenn
hafa einnig haft þar góðan hljómgmnn.
Völd og áhrif hagsmunasamtaka em
þess vegna ekki ný af nálinni. Hins vegar
em þau að styrkjast og það vekur á viss-
an hátt athygli.
í um sjö ár hafa nánast verið stöðugar umræður í
fjölmiðlum um kosti veiðileyfa og óréttlæti kvótakerf-
isins. Talið hefur verið að veiðileyfasinnum væri að
vaxa fiskur um hrygg. Nú er komið á daginn að svo er
ekki. Málstaður Kristjáns og kvótasinna hefur haft
betur - hvað sem síðar verður.
Við haustsigur Kristjáns rifjast ósjálfrátt upp orð
forseta íslands við setningu þingsins í byrjun hausts
þar sem hann minnti þingmenn og stjómmálamenn
sérstaklega á að gæta sjálfstæðis gagnvart hagsmuna-
samtökum. Ekki er ótrúlegt að fólk og fjölmiðlar eigi
eftir að gefa firnasterkum áhrifum hagsmunasamtaka
stóraukinn gaum á næstu ámm, að þau verði meira í
brennidepli.
Þrátt fyrir sterka stöðu Kristjáns Ragnarssonar og
annarra forystumanna í íslenskum hagsmunasamtök-
um er það svo að stjómmálamenn sækja völd sín til
almennra kjósenda en ekki kónga í hagsmunasamtök-
um. Samkvæmt skoðanakönnun Frjálsrar verslunar
fyrr á árinu vom um 45% kjósenda hlutlaus í afstöðu
til veiðileyfa. Hjá þeim, sem tóku afstöðu, var hins
vegar mikill meirihluti fylgjandi veiðileyfum. Svo var í
öllum flokkum. Veiðileyfi em þó augljóslega ekki
þungavigtarmál.
Vandi veiðileyfasinna er sá að flestir
stjórnmálamenn sjá óréttlætið við
kvótakerfið en koma ekki auga á að
veiðileyfi séu betri lausn. Þeir meta stöð-
una þannig að sjávarútvegurinn sé í slík-
um heljargreipum lítils botnfisksafla að
hann hafi ekki ráð á að greiða fyrir einka-
rétt sinn frá ríkinu til að veiða. Við það
færi útvegurinn á höfuðið og margir
misstu atvinnu sína.
Aukin áhrif Kristjáns Ragnarssonar og
LÍÚ vekur upp spurningar um það hvort
hann hafi greiðari aðgang að fjölmiðlum
en veiðileyfasinnar. Hvort hann hafi þar meira oln-
bogarými. Það verður ekki séð. Að vísu er það svo að
enginn stjórnmálamaður getur tjáð sig um kvótakerfið
án þess að fréttastofur landsins beri það um leið undir
Kristján, launaðan talsmann hagsmunasamtaka í fag-
inu. En bæði sjónarmið komast þá alténd til skila.
Þannig opnaði Halldór Ásgrímsson, formaður Fram-
sóknarflokksins og höfundur kvótakerfisins, óvænt
umræður um það á þingi flokksins nýlega að það væri
íhugunarefni hvort ríkið ætti ekki að selja viðbótar-
kvóta, þegar þar að kæmi, á opnum markaði. Strax var
hringt í Kristján. Og viti menn, hann var afar hissa á
málflutningi Halldórs. Var von á öðru!?
Haustsigur Kristjáns Ragnarssonar, formanns LÍÚ,
kröftugustu hagsmunasamtaka landsins, er eftirtekt-
arverður. Kvótasinnar hafa sigrað veiðileyfasinna.
Jón G. Hauksson
Stofnuð 1939
Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál — 57. árgangur
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir —
LJÓSMYNDARI: Bragi Þ. Jósefsson - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Borgartún 23,
105 Reykjavík, sími 561-7575, fax 561-8646 - RITSTJÓRN: Súni 561-7575. - AUGLÝSINGAR: Sími 561-7575 -
ÁSKRIFTARVERÐ: 3 .315 kr. fyrir 6.-U. tbl., þar af bókin 100 stærstu 995 kr. -10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti.
LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. — DREIFING í bókaverslanir og sölutuma á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast fyrirtækið Sala og dreifing, sími
GSM 89-23334.
SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LITGREININGAR:
Prentmyndastofan hf. — Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir.
6