Frjáls verslun - 01.10.1996, Síða 10
Hjónin Ásgeir Bolli Kristinsson og Svava Johansen, eigendur Sautján, taka við viðurkenning-
unni úr hendi Guðrúnar Ágústsdóttur, forseta borgarstjórnar og formanns stjómar Þróunarfé-
lags Reykjavíkur. FV-mynd: Geir Ólafsson
jónin Ásgeir Bolli
Kristinsson og
Svava Johansen
eigendur verslunarinnar
Sautján, fengu nýlega
viðurkenningu Þróunar-
félags Reykjavíkur fyrir
framlag sitt til uppbygg-
ingar miðborgar Reykja-
víkur. Þau hjón hafa stað-
ið í stórræðum við Lauga-
veginn. Þau opnuðu fyrst
stórt og glæsilegt versl-
unarhús við Laugaveg 91
og síðan endurbyggðu
þau húsið við Laugaveg
89.
Steen Rasmussen, framleiðslustjóri hjá Junckers, leiddi forsetahjónin í allan
sannleika um eðli parketsins.
FORSETAHJÓNIN HJÁ JUNCKERS
egar forsetahjónin, hr.
Ólafur Ragnar Grímsson
og Guðrún Katrín Þor-
bergsdóttir, voru í opinberri
heimsókn í Danmörku fyrir
skömmu heimsóttu þau m.a.
Junckers parketverksmiðjuna í
Köge á Sjálandi.
Junckers í Danmörku er
stærsti framleiðandi harðviðar-
gólfa í Evrópu. Það var stofnað
árið 1930 og hefur það flutt vörur
sínar til Islands í samvinnu við
Egil Árnason hf. frá árinu 1934.
H-LAUN í WINDOWS
ýverið kom á markað Windows
útgáfa af launakerfi Tölvumiðl-
unar, H-Launum. í tilefni þess
var viðamikil kynning á Windows út-
gáfunni haldin á Hótel Loftleiðum. Vel
á annað hundrað gesta mættu. H-Laun
hafa verið í notkun hjá íslenskum fyrir-
tækjum og stofnunum síðan 1991.
Frá kynningu Tölvumiðlunar á H-Launum í
Windows. Frá vinstri: Ragnar Gíslason,
Samskipum, Haukur Björnsson, Utflutn-
ingsráði, og Jón G. Kristinsson, Reykjavík-
urborg. Samskip hafa notað H-Laun um
nokkurt skeið.
10