Frjáls verslun - 01.10.1996, Side 20
FORSIÐUGREIN
ÖRAR BREYTINGAR - MINNI ÞÖRF FYRIR REYNSLU
Reynsla kemur að minni notum eftir því sem fyrirtæki breytast og lenda í
aðstæðum sem þau þekkja ekki. Þá reynir mest á dómgreind stjórnenda,
frumkvæði og hugmyndaauðgi. Ört breytilegt viðskiptaumhverfi gefur því ungum,
reynsíulausum stjórnendum tækifæri. Það er ef til vill hluti af ástæðunni fyrir
ráðningu hinna sex ungu forstjóra í stórfyrirtækin.
og Nýherji. í tilviki DV höfðu feðgar vistaskipti. Eyjólfur
Sveinsson tók við veldissprotanum af föður sínum, Sveini
R. Eyjólfssyni. Orðstír Eyjólfs í viðskiptalífinu var raunar
orðinn mikill áður en hann tók við stjóm DV.
ALDUR STJÓRNENDA ER AÐ FÆRAST NIÐUR
Innan raða ráðningastofa er það staðfest við Frjálsa
verslun að aldur stjómenda, hvort heldur forstjóra eða
millistjómenda, í íslenskum fyrirtækjum sé að færast nið-
ur. Fólk um fimmtugt virðist eiga á brattann að sækja. Það
er raunar ótrúlegt. Það er beinlínis hlægilegt að skilgreina
fólk um fimmtugt sem gamalt! Erlendis eru forstjórar á
toppnum á þessum aldri.
„Líftími" forstjóra er einnig
að styttast. Áður var algengt að
þeir, sem settustíforstjórastól,
sætu þar fyrir lífstíð, eða þang-
að til þeir fæm á eftirlaun. Þótt
íslenskir forstjórar sitji lengi í
sama starfi em teikn á lofti um
að það sé að breytast; að þeir
hangi ekki eins lengi á klafanum
og áður - færi sig örar á milli
fyrirtækja.
Ef horft er til 50 stærstu
fyrirtækjanna á lista Frjálsrar
verslunar, 100 stærstu, sést að
forstjórar þeirra eru á öllum
aldri. Algengsti aldurinn er frá
40 til 50 ára. Flestir em þó um
fimmtugt. En nóta bene! Þeir
hafa flestir verið forstjórar í
mörg ár. En nú er hins vegar
fólk rétt yfir þrítugt að hasla sér
völl - ekki síst eftir fyrmefndar
ráðningar.
Erlendis er algengasti aldur
forstjóra og leiðtoga í fyrirtækj-
um frá 45 til 60 ára. Þar tekur
það yfirleitt langan tíma fyrir
menn að vinna sig upp. Þeir ungu em þá í framlínunni sem
millistjómendur, láta til sín taka sem númer tvö og þrjú.
Reynslan fleytir þeim síðan á toppinn um fimmtugt.
ÓLAFUR JÓHANN HJÁS0NY
Nærtækasta undantekningin frá fimmtíu ára reglunni
erlendis er auðvitað Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur.
Hann klifraði hratt upp metorðastigann hjá einhverju
þekktasta fyrirtæki í heimi, Sony - nýskriðinn úr háskóla
þar vestra. Hann varð síðan einn af toppstjórnendum
fyrirtækisins í Bandaríkjunum, nokkuð innan við þrítugt.
Engar kenningar eru til um aldur forstjóra. Flestir að-
hyllast þá kenningu að stjómun byggist frekar á „common
sense“, heilbrigðri skynsemi, en formúlum. Til að hin
heilbrigða skynsemi, dómgreindin, nýtist forstjóra þarf
hann að vera í góðu andlegu jafnvægi, vera yfirvegaður, og
hafa ótvfræða hæfileika í mannlegum samskiptum. Ella
nýtast hvorki gáfur hans né menntun.
HÆFILEIKINN í MANNLEGUM SAMSKIPTUM VEGUR ÞYNGST
Enda er það svo að áður en fyrirtæki ráða utanaðkom-
andi í starf forstjóra leggja þau mesta áherslu á að kanna
hæfileika viðkomandi til að um-
gangast fólk. Hefur hann mann-
legu samskiptin í lagi? Hefur
hann lag á fólki? Fær hann fólk til
að vinna með sér? Myndar hann
liðsheild? Er hann drífandi og
hrífandi? Það dugir skammt fyrir
stjómanda að leysa tæknileg
verkefni 100 prósent ef sam-
starfsmenn hans kvarta sífellt
undan honum. Slíkur maður
kemst vart í stól forstjóra.
Það er engin nýlunda hér á
landi að ungt fólk komist í æðstu
stjómunarstöður. Gott dæmi
þar um er embætti borgarstjór-
ans í Reykjavík. Sjálfstæðis-
menn hafa yfirleitt valið unga
menn á fertugsaldri til forystu í
höfuðborginni. Davíð Oddsson
varð til dæmis borgarstjóri 34
ára. Hann var bæði farsæll og
feikivinsæU borgarstjóri.
Þótt mannlegi þátturinn sé
ríkjandi við ráðningu forstjóra
má velta því fyrir sér hvort eðli
atvinnugreina skipti máli. Ef
viðskiptavinir fyrirtækis eru
ungt fólk má ætla að ungur forstjóri sé meira í takt við
viðskiptavinina en aldraður forstjóri. En forstjóri getur líka
hæglega verið á sextugsaldrinum og náð til ungs fólks með
því að hafa unga millistjómendur á oddinum - nýtt þá sem
„veðhlaupahesta“.
Hér má skjóta því inn í að í fjármálahverfunum City í
London og Wall Street í New York er ungt fólk áberandi.
Líka í stjómunarstöðum. Bill Gates, tölvugúrú og eigandi
Microsoft, er rétt fjörutíu ára. Ungt fólk, hin svokallaða
tölvukynslóð, er örugglega tæknisinnaðra enþeir eldri. Þá
ÞEGAR FORSTJORI
ER RÁÐINN
1. Hvernig er hann í mannlegum sam-
skiptum?
2. Hefur hann frumkvæði?
3. Er hann drífandi og hrífandi?
3. Er hann sjdlfstæður í hugsun - stendur
d sínu?
4. Er hann hugmyndaríkur?
5. Er hann metnaðarfullur?
6. Hver er líklegur „líftími“ hans ístarfi?
7. Hentar hann eðli atvinnugreinarinnar?
8. Eru líkur d að hann fari íforstjóraleik?
9. Hvar er jyrirtækið í aldurskúrfunni?
10. Hentar hann kúltúr fyrirtækisins?
SÍÐASTEN EKKISÍST
11. Er hann ofungur í starfið? Væri betra
að fd hann fyrst inn sem númer 2 í
nokkur dr?
20