Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1996, Side 27

Frjáls verslun - 01.10.1996, Side 27
samninga í neðri deildunum. Við hjá Fram vorum með samninga við alla okkar leikmenn í 2. deildinni í meist- araflokknum þar sem við lékum í sumar og að sjálfsögðu verður sami hátturinn hafður á þegar við leikum í 1. deildinni. Ég held að flest félögin séu komin með bónuskerfi og sá hátt- ur er hafður á hjá okkur,“ segir Ólafur. SLÍTA BARNSSKÓNUM „Við reynum að tengja okkar árangur í því sem við deilum út til okkar manna. Menn eru í barnsskón- um hér á landi að láta bónuskerfið virka eins og gert er erlendis. Víða í útlöndum byggist bónuskerfið á sigr- um, stöðu í deildinni og áhorfenda- flölda á heimaleikjum. Það er því mun flóknara dæmi erlendis því íslending- ar eru svo skammt á veg komnir. Hér er til dæmis lítið hægt að treysta á áhorfendafjölda. Við Framarar höfum að vísu haft nokkuð tryggan áhorfendahóp og fengum til dæmis á annað þúsund manns á leik okkar gegn Skallagrími í sumar. Það eru hins vegar ekki mörg lið hér á landi sem geta treyst á tekjur af áhorfendum. Bónuskerfið snýst að sjálfsögðu mest um að komast í Evrópukeppn- ina, það er auðvitað það sem þetta snýst allt saman um. Það eru miklar tekjur sem fást við að tryggja sér Evrópusæti, svo ekki sé minnst á það ef lið komast eitthvað áfram í þeirri keppni. Það er erfitt að gera sér grein fyrir hvað tekjuhæstu leikmennimir í ís- lenska boltanum eru að fá, það heyr- ast ansi margar sögur. Það er ekki ljóst hvort hægt er að taka mark á þeim sögum sem eru í gangi. Það, sem menn eiga rétt á, er að fá borgað fyrir vinnutap, útlagðan kostnað og svo þarf náttúrlega enginn að borga fyrir búninga og skófatnað. Það er, held ég, enginn knatt- spymumaður hér á landi í hreinni at- vinnumemisku, ég held að það sé ekki nokkur sem getur lifað eingöngu á knattspymunni og gert ekkert annað. Við í okkar félagi höfum frekar reynt að halda verðinu á knattspyrnumönn- um niðri og held að við höfum verið í neðri kantinum miðað við önnur fé- lög. Unglingastarfið hjá okkur hefur alltaf verið öflugt og við því verið frekar heppnir með það. Við höfum frekar verið tilbúnir að leggja peninga í góðan þjálfara heldur en að fara út í óhófleg kaup á leikmönnum," segir Ólafur. BOSMANDÓMUR Ólafur Helgi minntist einnig á þau áhrif sem hinn frægi Bosmandómur hafði á íslenska knattspymu en niður- staða hans jók mjög rétt leikmanna sjálfra við kaup og sölu. „Það urðu nokkrar áherslubreyt- ingar í íslenskri knattspymu þegar dómurinn í Bosmanmálinu gekk. Við lentum í því máli miðju og vorum með tvo menn á leiðinni erlendis í miðju málinu, Birki Kristinsson og Pétur Marteinsson. Bosmandómurinn bitn- aði strax á okkur þar. Það, sem liðin hafa tekið til bragðs eftir að sá dómur lá fyrir, er að gera samninga við sína leikmenn fyrr. Þannig semja þau oft fyrr við yngri strákana sem þykja efnilegir þannig að þeir geta ekki farið frá liðinu fyrir ekki neitt, án þess að liðið, sem lagt hefur fé og fyrirhöfn í þjálfun leikmannsins, fái eitthvað fyrir sinn snúð. Erlend lið hafa nefnilega leikið það að bjóða þessum mönnum að koma til sín og síðan segja þau við leikmennina „ef við þurfum ekki að borga félaginu þínu neitt þá færð þú þeim mun meira. Félögin hafi því valið þann kostinn að semja fyrr við sína menn. Við erum til dæmis með leik- mannasamninga við alla okkar menn í öðrum flokki. Þannig sleppa þeir við æfingagjöld, fá búninga og slíkt á móti. Ef þeir spila leiki í meistar- flokknum falla þeir strax undir sama bónuskerfi og hinir. Aðalmunurinn á okkar reglum og þeim sem koma til með að verða, er sá að KSÍ samningar eru aðeins leyfð- ir til tveggja ára í senn. Það er alveg af og frá miðað við þennan Bosmandóm og það verða að vera lengri samning- ar ef við eigum að geta búið til efnilega unglinga og hlúð að þeim í stað þess að kaupa sífellt menn til að leika eins og sum félög gera í dag. Félagið legg- ur heilmikið af mörkum og verður að fá fjármunina að einhverju leyti til baka ef vel gengur. Bosmandómurinn er ágætur sem slíkur en má ekki drepa niður litlu félögin. Það er einmitt það sem manni sýnist að geti gerst. Stærri félögin eflast og styrkjast og dæmin erlendis G J; A F A K O RI' A S 1 M F O M 1 Q10 N L E Einföld og skemmtileg gjöf með mörgum möguleikum. j SINFÓNfUHLJÓMSVEIT ISLANDS Háskólabíói vib Hagatorg Sími 562 2255 fax 562 4475 27 ARGUS &ÓRKIN/SÍA SI088

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.