Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1996, Síða 31

Frjáls verslun - 01.10.1996, Síða 31
athygli. Þeir takast á í lyfjunum líka. Viö rekjum deiluna umþennan saklausa lit. verslunum Hagkauþs og Hagkauþsvörur í verslunum Bónuss? Dæmi hver fyrir sig! MYNDIR: Kristján Maack GELDINGSHÁTTUR „Ég lýsti því yfir að þetta væri geldingsháttur í hugsun hjá Hag- kaupsmönnum að nota gula litinn og bæri vott um takmarkaðan frumleika. Þeir einfaldlega elta okkur í því sem við höfum verið að gera í vörumerkingum en við höfum notað gula litinn frá upphafi okkar reksturs. Við höfum fengið gríðarlega umfjöllun síðastliðin átta ár og menn eru að sækja í ímynd sem við höfum skapað. Guli liturinn var nær ekkert notaður í auglýsingum áður en við byrjuðum að nota hann.“ segir Jóhannes. „Það er alveg fráleitt að einhver aðili eigi einkarétt á ákveðnum lit. Það er hægt að líkja því við að eiga einkarétt á stórhátíðum eins og pásk- um eða að fólk geti ekki horft á sólina óáreitt. Það getur verið að við höfum komið við taugar Bónusmanna þar en tilgangurinn var síður en svo að koma við kaunin á þeim. Svo má ekki gleyma því að búið er að nota gula litinn og viðskeytið bónus víðar í verslun hér á landi,“ segir Óskar. „Þetta með einkarétt á páskunum er hreinn útúrsnúningur. Ef Óskar skilur ekki betur hvað hann er að gera Óskar Magnússon, forstjóri Hag- kaups, með sérmerktar, gular Hag- kaupsvörur. Eru þær eins og sér- merktar Bónusvörur? FV-mynd: Kristján Maack þá get ég ekki uppfrætt hann um sið- ferði í viðskiptum,“ segir Jóhannes. HLUTIUMFANGSMIKILLAR MARKAÐSSETNINGAR Óskar segir notkun gula litarins Óskar: FRÁLEITT AÐ EINHVER EIGI EINKARÉTT Á LIT hjá Hagkaup eiga sér nokkra forsögu og sé hluti af umfangsmikilli markaðs- setningu á vegum fyrirtækisins. „Það eru tvö til þrjú ár síðan við byrjuðum að framleiða vörur undir nafni Hagkaups. Þar erum við að fýlgja ákveðinni línu sem við höfum fengið að láni frá Kanada. Þá er um að ræða gæðavöru sem stillt er upp við hliðina á leiðandi vörum í hverjum vöruflokki. Þar er um síst verri vöru að ræða en hún er ódýrari. Það hefur mikilli vinnu verið eytt í þessa vöru og kostnaður farið í hönnun og slíkt en kostnaður vegna mark- aðssetningar er ekki mikill og því er varan ódýrari. Við erum með 30-40 vörutegundir sem fara í hillumar hjá okkur samkvæmt þessari aðferð." Óskar segir það þekkt, einnig hjá ^aiskorn 1*0,

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.