Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1996, Page 34

Frjáls verslun - 01.10.1996, Page 34
NÆRMYND Amgrímur Jóhannsson flugstjóri og framkvæmdastjóri Atlanta. Hann er Akureyringur í húð og hár. Vinir hans segja að hann hafi farið frá Flugmála- stjórn á Akureyri og lifað á vatni og mjólkurkexi í Reykjavík á meðan hann lærði að fljúga. Nafn: Amgrímur Brynjar Jóhannsson. Starf: Flugstjóri og framkvæmdastjóri. Aldur: 56 ára. Fæddur: 7. apríl 1940 á Akureyri. Fjölskylduhagir: Kvæntur Þóru Guðmundsdóttur frá Siglufirði. Þau eiga eina dóttur, Thelmu. Foreldrar: Arngrímur Jóhann Sigurðsson úr Svarfaðardal og Brynhiidur Kristinsdóttir frá Húsavík. Systkini: Elstur fjögurra bræðra. Áhugamál: Flug, tónlist og stangveiðar. Stjórnandi: Drífandi og kraftmikill. ATLANTA Flugfélagið Atlanta er 29. stærsta fyrirtæki á íslandi, samkvæmt lista Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyrirtæki landsins. Það velti um 3,9 milljörðum á síðasta ári. Á þessu ári er áætlað að veltan verði nokkuð á fimmta millj- arð. Atlanta er með höfuðstöðvar sínar í Mos- fellsbæ. Félagið er í eigu hjónanna Amgríms Jóhannssonar flugstjóra og Þóru Guðmunds- dóttur, flugfreyju og framkvæmdastjóra. í Ljósmynd: Baldur Sveinsson FREKAR 34

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.