Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1996, Síða 36

Frjáls verslun - 01.10.1996, Síða 36
NÆRMYND kvæmni og það væri full vél af farþeg- um. Nærmynd Frjálsrar verslunar í dag er af Amgrími. Velgengni Atlanta hefur vakið at- hygli víðar en á íslandi því í glænýju eintaki af Air Transport World er ítar- leg grein um Atlanta og Amgrím und- ir fyrirsögninni All in the family. Þannig hefur hann flutt hróður ís- lensks flugrekstrar út fyrir landstein- ana. FÆDDUR Á AKUREYRI Amgrímur Brynjar Jóhannsson er fæddur 7. apríl 1940 á Akureyri. Sá fæðingardagur staðsetur hann í merki Hrútsins sem er sagður hvatvís og óþolinmóður en óragur við hindranir. Himnarýnar segja Hrútinn ekki sjá nein vandamál, aðeins viðfangsefni og í ástamálum sé hann bráðger og hvik- lyndur. Þennan sama dag árið 1906 varð Ingvarsslysið svokallaða við Viðey þegar kútterinn Ingvar strandaði og tuttugu menn fómst. Fjöldi sjónar- votta var að slysinu sem er talið marka tímamót í slysavamamálum á íslandi. Þennan dag árið 1943 brann Laugamesspítalinn í Reykjavík og stjómarskrámefnd Alþingis ákvað að leggja til að 17. júní yrði valinn sem stofndagur lýðveldisins íslands. Amgrímur er sonur hjónanna Am- gríms Jóhanns Sigurðssonar, bygg- ingameistara á Akureyri, og Bryn- hildar Kristinsdóttur frá Húsavík sem hafa alla tíð búið á Akureyri. Jóhann er ættaður úr Svarfaðardal, af svokall- aðri Hreiðarstaðakotsætt sem er gríðarlega fjölmenn um allt Norður- land. Brynhildur er ættuð frá Húsa- vík. Amgrímur á þrjá bræður sem allir búa eða hafa búið á Akureyri. Það em Kristinn G. Jóhannsson listamaður, Davíð Jóhannsson sölumaður og Ingi- Þór Jóhannsson bílasali. Þeir Ingi Þór og Davíð ráku saman bflaumboð á Ak- ureyri ámm saman en Davíð vinnur í dag hjá Atlanta hjá bróður sínum. Amgrímur ólst upp á Akureyri og brallaði ýmislegt eins og stráka er sið- ur. Hann fékk snemma mikinn áhuga á fjarskiptatækni og varð mikill radíó- amatör og hóf ungur störf við radíó- viðgerðir hjá Flugmálastjóm á Akur- eyri. Þar kviknaði flugáhugi piltsins og ekki leið á löng áður en hann var kominn með réttindi sem flugmaður og átti sína eigin eins hreyfils flugvél. Á henni ferðaðist hann víða um starfs- svæði sitt en hann leit eftir radíótækj- um Flugmálastjómar allt austur til Egilsstaða. SÖNGVARINN ARNGRÍMUR Amgrímur sýndi snemma að hann væri talsvert músíkalskur og þótti syngja alveg sérlega tært og fallega sem ungur drengur. Hann varð dálítil bamastjama á því sviði og kom mörg- um sinnum fram í útvarpinu og söng kristalstærri röddu en bakgrunnurinn var Bamakór Akureyrar sem Björg- vin Jörgenson stjómaði og Amgrímur var helsti einsöngvari kórsins allt til þess að hann fór í mútur eins og drengir gera. Þá láta þeir sína hreinu tóna í staðinn fyrir ýmislegt annað. Fullyrt er að einhverjar af upptökum með Amgrími séu enn til í fómm út- varpsins. Hann hélt síðan áfram í tón- list um hríð, lærði á fiðlu og althom, lék með lúðrasveit á Akureyri og hafði um tíma viðdvöl í karlakórnum Geysi á Akureyri. Síðan á þessum árum er ekki vitað til þess að Am- grímur hafí rækt tónlistarhæfíleika sína með öðrum hætti en að taka lagið með félögum sínum á góðri stundu. SKAMMARRÆÐUR AF STUÐARANUM í upphafi sjöunda áratugarins átti Amgrímur talsvert blómaskeið innan Svifflugfélags Akureyrar. Hann varð formaður félagsins með talsverðum átökum og fyllti hóp ungra manna eld- móði og dugnaði og í nokkur ár var mikið um að vera í Svifflugfélaginu. Ungir menn flugu svifflugum, deildu hart við Amgrím, foringja sinn, og skemmtu sér saman. Þama mynduð- ust vinabönd sem hafið haldið til þessa dags. Að sögn manna var her- agi á æfingum á þessum tíma. Þá vom svifflugur dregnar á loft með miklum tilfæringum og því nauðsyn að hafa ávallt nokkum hóp manna til taks. Amgrímur þótti einráður og frekur en gríðarlega duglegur í þessum hópi. Það er í frásögur fært að þegar hon- um þótti menn slugsa á æfingum á Melgerðismelum og ekki sýna málum nógu mikinn áhuga þá klifraði hann gjaman upp á stuðara á bfl og hélt þmmandi skammarræðu yfir hópn- um. FJÖLÞÆTTUR STARFSFERILL Amgrímur lauk flugmannsprófi ár- ið 1966 en fékk réttindi sem loft- skeytamaður og siglingafræðingur 1968. Hann hefur víða starfað sem flugmaður, loftskeytamaður og við fleira sem þessu tengist. Fyrst má nefna að hann var til sjós á Akureyrar- togurum á sínum yngri ámm og sem loftskeytamaður árin 1968 til 1969. Hann starfaði hjá Flugfélagi íslands frá 1966 en einnig hjá Flugmálastjóm við eftirlitsstörf og á árunum milli 1965 og 1975 lagði hann einnig stund á nám í Englandi og Noregi. Hann flaug hjálparflug í Biaffa, var flugmaður hjá Loftleiðum 1970-1971 og hjá Cargolux 1971 tO 1974. Hann var búsettur er- lendis, einkum í Luxembourg og Hol- landi, um hríð á áttunda áratugnum. Amgrímur gekk til liðs við Air Viking og þar öðlaðist hann réttindi sem þotuflugmaður og var síðan meðal stofnenda Amarflugs og starfaði þar sem flugstjóri ámm saman en hafði fyrir nokkm dregið sig út úr starfsemi fyrirtækisins þegar fór að halla undan fæti fyrir því seint á níunda áratugn- um. Hann kom víða við áður en hann hóf eigin rekstur og enn er ótalið að hann rak um tíma lítið flugfélag sem hét Freyr. Það var í samvinnu við Jóhann- es Fossdal og var gert út frá Akureyri og farið í útsýnisflug og einnig fengust þeir félagar talsvert við flugkennslu. Þama mun Amgrímur fyrst hafa feng- ið nasasjón af rekstri eigin flugfélags. Amgrímur er þrígiftur. Fyrsta eig- inkona hans var Matthildur EgOsdótt- ir f. 5. nóv. 1940 sem býr á Akureyri. Þau eignuðust tvær dætur: Sigur- laugu Brynju 1962 og Sigrúnu Ömu 1966. Þau skildu 1970. Önnur eiginkona Amgríms var Hrafnhildur Gunnarsdóttir sem í dag býr á Grænlandi. Þau áttu saman tvö böm: Ragnheiði 1971 og Gunnar Am- grím 1974. Þriðja og núverandi eiginkona Am- gríms er Þóra Guðmundsdóttir flug- freyja, f. 1951 á Siglufirði. Þau eiga saman eina dóttur: Thelmu fædda 1986. Amgrímur og Þóra búa á Leiru- 36

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.