Frjáls verslun - 01.10.1996, Page 46
þegar þar að kæmi. Sverrir er að
verða 67 ára og á rúm þijú ár í sjötugt.
Hægt er að afskrifa þessa kenningu
strax. Fyrir það fyrsta er Sverrir ekki
að hætta og auk þess tæki hann aldrei
þátt í fléttu um Jón Baldvin.
Það, sem mest mælir á móti kenn-
ingunni um að Jón Baldvin sé á leiðinni
í Landsbankann, er sú stefna ríkis-
stjórnarinnar að breyta ríkisbönkun-
um í hlutafélög og einkavæða þá síðar
- selja þá. Við að breyta Landsbank-
anum í hlutafélagsbanka yrði væntan-
lega aðeins einn bankastjóri og hæpið
er að hann yrði nokkur af þeim þrem-
ur sem nú stýra bankanum. Ráðning
nýs bankastjóra í Landsbankann á
sama tíma og til stendur að breyta
bankanum í hlutafélagabanka er því
vart á dagskrá.
FER HALLDÓR í SEÐLABANKANN?
Vegna óvissunnar um bankastjóra-
stólana í Landsbankanum, sem fylgir
því að breyta ríkisbönkunum í hlutafé-
lög, hefur sá kvittur komist á kreik að
framsóknarmenn horfi jafnvel til
Landsbankastjórans Halldórs Guð-
bjamarsonar þegar Steingrímur Her-
mannsson, sem nú er 68 ára, lætur af
störfum í Seðlbankanum eftir um tvö
ár. Að Halldór verði næsti seðla-
bankastjóri. Tíminn verður auðvitað
að sannreyna þessa sögu þegar þar að
kemur en Finnur Ingólfsson við-
skiptaráðherra mun skipa eftirmann
Steingríms.
JÓN í SEÐLABANKANN? NEI
Ekki gengur hún heldur upp kenn-
ingin um að Jón Baldvin sé á leiðinni í
Seðlabankann. Fyrir það fyrsta þá
losnar ekki seðlabankastjórastaða
fyrr en eftir tvö ár og sömuleiðis ætti
Jón það undir núverandi ríkisstjóm að
vera ráðinn - og það gæti hann ekki
hugsað sér. Bankastjórar Seðlabank-
ans em þrír. Þeir em: Birgir ísleifur
Gunnarsson, Steingrímur Her-
mannsson og Eiríkur Guðnason.
JÓN SENDIHERRA? NEI
Fljótlega eftir að Jón Baldvin til-
kynnti að hann byði sig ekki aftur fram
til formanns í Alþýðuflokknum gaus
sú saga upp að hann ætlaði að verða
sendiherra. Sérstaklega hefur sendi-
herrastarfið í Bandaríkjunum verið
STJÓRNMÁL
nefnt. Kenning um að Jón verði sendi-
herra hljómar vel en hún gengur ekki
upp, samkvæmt því sem flokksfélag-
ar Jóns í Alþýðuflokknum segja. Hún
er óhugsandi. Rökin eru þau að Jón
Baldvin yrði þá starfsmaður Halldórs
Ásgrímssonar og tæki við skipunum
frá honum. Þar með yrði hann eins
konar „framlenging" á ákvörðunum
Halldórs og ríkisstjómarinnar. Hann
ætti að þjóna stefnu ríkisstjómar sem
hann er ekki par hrifinn af. Það er
fyrst og fremst vegna þessa sem Al-
þýðuflokksmenn segja að sendiherra-
starfið komi ekki til greina hjá honum
- að minnsta kosti ekki eins og landið
liggur núna - auk þess sem þeir telja
að sendiherrastarfið væri ekki nægi-
lega spennandi fyrir Jón.
JÓN í HÁSKÓLANN? VARLA
Þá er það sagan um kennslu við
Háskóla Islands. í þeirri sögu hefur
verið skírskotað til þess að dr. Gylfi
Þ. Gíslason, fyrmm formaður Al-
þýðuflokksins, hafi einmitt horfið af
vettvangi stjómmálanna í stöðu pró-
fessors við viðskiptadeild Háskóla ís-
lands en Gylfi var hagfræðimenntað-
ur eins og Jón Baldvin. Þetta er ekki
talið koma til greina. Hvað um það,
minna má á að Gylfi var prófessor í
viðskiptadeild Háskólans áður en
hann helti sér út í stjómmálin og gekk
að stöðu sinni vísri aftur. Auk þess er
Jón Baldvin að flestra mati meiri
fræðimaður í stjómmálum en hag-
fræði.
FRÁBÆR RÆÐUMAÐUR OG
FYRIRLESARI
Þátt fyrir að kennsla við Háskólann
hafi verið blásin af í næstu málsgrein
hér á undan er helsti styrkur Jóns
Baldvins þó engu að síður ræðu- og
fræðimennska. Hann er afar vel að
sér í stjórnmálum, stjómmálasögu og
stjómmálaþróun. Þá er hann ræðu-
maður í fremstu röð og kann þá kúnst
betur en flestir aðrir. Hann hefur un-
un af að útskýra; vera í hlutverki
fyrirlesarans. Hinn mikli áhugi hans á
að útskýra fyrir fólki kom til dæmis
vel fram í slagnum um Evrópska efna-
hagssvæðið. Því má bæta við að und-
anfamar vikur hefur Jón Baldvin ferð-
ast um Kína og haldið þar fyrirlestra í
háskólum.
JÓN í ALÞJÓÐABANKANN? NEI
Þá er komið að spumingunni um
það hvort hann haldi til Bandaríkjanna
og starfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
eða Alþjóðabankann. Þær sögur falla
um sjálfar sig vegna þess að þar em
engar toppstöður á lausu. Það er ein-
faldlega ekki komið að íslandi strax.
Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin, en
í þeim er Jón nánast dýrðlingur,
mynda með sér eitt kjördæmi um
einn fulltrúa í stjórnum beggja þess-
ara stofnana. Jónas Haralz, fyrrum
bankastjóri Landsbankans, var á sín-
um tíma fulltrúi Norðurlandanna í
stjóm Alþjóðabankans. Hver fulltrúi í
bankastjóm Alþjóðabankans situr til
þriggja ára og því kemur að íslandi á
fimmtán ára fresti. ísland er aftarlega
í röðinni að sinni.
JÓN í ALÞJÓÐA-
GJALDEYRISSJÓÐINN? NEI
Jón Sigurðsson, fyrmm ráðherra,
var fulltrúi Norðurlandanna í stjórn
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í tvö ár í
kringum árið 1980. Jafnframt var Ingi-
mundur Friðriksson, aðstoðarbanka-
stjóri Seðlabankans, fulltrúi Norður-
landanna í sjóðnum fyrir nokkrum ár-
um. Hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
situr hver fulltrúi í sjóðnum til tveggja
ára í senn. Það kemur því að íslandi á
tíu ára fresti. Eins og stendur er ís-
land þar aftarlega í röðinni eins og í
röðinni um fulltrúann í Alþjóðabank-
anum.
VIRÐIST EKKIHAFA „TRYGGT“ SIG
Eflaust munu margar sögur halda
áfram að spinnast upp um næsta starf
Jóns Baldvins. Eða þangað til að hann
gefur boltann sjálfur upp og tilkynnir
hvað taki við hjá sér. Sem stendur
virðist hann hins vegar hafa tekið
fyrsta skrefið, að láta af þing-
mennsku, án þess að hafa ákveðið sig
með það næsta. Hann virðist einfald-
lega vera að hætta sem foringi í pólitík
57 ára að aldri án þess að hafa
„tryggt“ sig fyrir framtíðarstarfi. Það
er ekki oft sem það gerist í heimi
íslenskra stjómmála - og það er saga
til næsta bæjar.
En verður það Vesturgatan eða
veraldarflakk?
46