Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1996, Page 49

Frjáls verslun - 01.10.1996, Page 49
Þessi stórvirki vagn er dæmigert atvinnutæki. Mörg fyrirtæki „kaupa“ bíla, atvinnutæki og atvinnuhúsnæði á fjármögnunarleigu. Með fjármögnunarleigu eignast fyrirtæki aldrei þann hlut sem um er að tefla. Fyrirtækið þarf hins vegar ekki að greiða eignarskatta af hlutnum og leigugreiðslurnar eru gjaldfærðar - og lækka þar með hagnað og þar af leiðandi tekjuskattinn líka. Athugið að fyrirtæki, sem rekin eru með tapi, greiða ekki tekjuskatt. Fjármögnunarleiga er þess vegna ekki eins arðbær kostur hjá slíkum fyrirtækjum. hlutnum og ekki þarf að afskrifa hlut- inn samkvæmt reiknistuðlum sem ekki er víst að segi neitt um k'ftíma hlutarins. Leigugreiðslurnar eru gjaldfærðar og lækka þar með hagn- að. Kaupleiga er annað fyrirbæri en hún er meðhöndluð af skattyfirvöld- um á sama hátt og keypt eign. Þá er litið á kaupleigusamninginn sem lán og vextir af því eru gjaldfærðir auk þess sem afskrifa þarf eignina. EIGNIR SELDAR OG LEIGÐAR AFTUR Ef fyrirtæki á eignir þá getur það selt fjármögnunarfyrirtæki þær og FV-mynd: Kristján Maack leigt þær aftur til notkunar og losnað undan greiðslu eignarskatta og þarf þá ekki að afskrifa samkvæmt mati skattstjóra heldur eru leigugreiðslur gjaldfærðar eins og lýst er að ofan. Flugleiðir hafa gert þetta nokkrum sinnum með ágætum árangri. Athuga þarf þó að við sölu kann að myndast 49

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.