Frjáls verslun - 01.10.1996, Qupperneq 64
Jafet S. Ólafsson framkvæmdastjóri Verðbréfastofunnar hf.
Verðbréfastofan
Iýtt verðbréfafýrirtæki, Verðbréfastofan hf., er tekið
til starfa í Reykjavík. Fyrirtækið er í eigu 34 einstakl-
inga og fyrirtækja. Hlutafé Verðbréfastofunnar hf. er 88
milljónir króna og eignaraðildin dreifð þannig að enginn
einn aðili á meira en 8% hlutafjár. Framkvæmdastjóri er
Jafet S. Olafsson, fýrrverandi sjónvarpsstjóri á Stöð 2 og
áður útibússtjóri Islandsbanka.
Verðbréfastofan, sem er til húsa að Suðurlandsbraut 20,
mun bjóða upp á alla almenna verðbréfaþjónustu, að sögn
Jafets Olafssonar. Sem dæmi má nefna:
• Iferðbréfamiðlun á skuldabréfum, uíxlum og
hlutabréfum.
* Sölu á erlendum verðbréfasjóðum.
* Fjárvörslu fyrir einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir.
* Ráðgjöf varðandi ávöxtun á fjármunum.
„Verðbréfastofan mun ekki sjálf reka verðbréfasjóði, en
býður upp á að annast kaup á hlut í verð- og hlutabréfum
íyrir viðskiptavini sína. Fyrst um sinn verður fyrirtækið
með söluumboð fyrir einn erlendan verð-
bréfasjóð,” segir Jafet Ólafsson. „Þetta er
fyrirtækið Gartmore sem er breskt og í
eigu National Westminster Bank. Full-
komið frelsi í gjaldeyrismálum hefur
Verðbréfastofan er til húsa að Suðurlandsbraut
20, þriðju hæð, og eru starfsmenn hennar fjórir.
skapað nýja möguleika fyrir fjárfestingar í erlendum verð-
bréfum og meginrökin fyrir kaupum á þeim er áhættu-
dreifingin. Fjárfesting á erlendum mörkuðum er fjárfest-
ing í erlendum aðilum og erlendum hagkerfum sem mörg
hver eru traustari en íslenska hagkerfið.”
Varðandi hlutabréfamarkaðinn hér á landi segir Jafet að
almenningur hafi undanfarin ár verið virkur þátttakandi í
kaupum á hlutabréfum og notað þessi kaup sem sparnað-
arform sem einnig hafi fylgt skattafsláttur. Stöðugt séu að
bætast við ný og traust fyrirtæki sem leiti inn á verðbréfa-
markaðinn varðandi lánafyrirgreiðslu, annaðhvort með
beinni sölu verðbréfa eða með útboðum á skuldabréfum
og hlutabréfum. Þó vanti enn að iðnfyrirtæki séu þar nógu
mörg og vonandi fjölgar þeim á næstu árum. „Það vekur
líka athygli að ekkert fiölmiðlafyrirtæki er enn komið á
hlutabréfamarkaðinn og væri skemmtilegt að sjá breyt-
ingu verða þar á.”
Stjórnarformaður í Verðbréfastofunni hf. er Hilmar B.
Baldursson og meðstjórnendur Gunnar G. Schram, Stefán
Gunnarsson, Sigurður Valdimarsson og Hallgrímur Guð-
mundsson. Varamenn eru Úlfur Sigur-
mundsson og Guðni Kristjánsson.
VERÐBREFASTOFAN
Sími 533 2060 - Bréfasími 533 2069
64