Frjáls verslun - 01.10.1996, Síða 66
BÆKUR
□ yrir nokkrum árum hefðum
við orðið að ímynda okkur
heim þar sem að verðlag
jafnvel lækkaði milli ára en hækk-
aði lítillega önnur ár. Við hefðum
jafnvel orðið að ímynda okkur að
laun hækkuðu aðeins um 2-3%
sum árin, önnur jafnvel ekkert og
að það gæti það virkilega farið svo
að þau lækkuðu jafnvel milli ára líkt
og verðlag. Enn fremur að verð á
húsnæði, sem hækkað hefur jafn
og þétt frá stríðslokum, myndi
standa í stað eða jafnvel lækka. Og
væri það ekki ómögulegt að vaxta-
stig gæti nokkurn tímann orðið
aðeins 4-6%? Alveg óhugsandi
hefðu flestir sagt, aðeins í hugar-
heimi okkar gæti slíkt gerst!
Nú lifum við á tímum þar sem
ÞEGAR VERÐBÓLGA
HVERFUR
1. Verð á húsnæði stendur í stað eða jafn-
vel fellur.
2. Engar sjálfkrafa launahækkanir við
kjarasamninga.
3. Neytendur verða mjög meðvitaðir um
verðlag.
4. Verðlag lækkar þar sem kostnaður
stendur í stað.
5. Verðhjöðnunarvísitala verður til í ein-
staka vöruflokkum.
6. Ávöxtunartölur á verðbréfamarkaði fá
nýja merkingu.
7. Vextir lækka þar sem engri verðbólgu er
lengur um að kenna.
8. Vextir og raunvextir verða nefndir ísömu
andrá.
9. Hlutverk margra hagfræðinga breytist
eða hverfur.
10. Fjárfestingaráform verða raunverulegri
og óvissu eytt.
bréfaheiminum í London þar sem
hann vann hjá verðbréfafyrirtæk-
inu Capel-Cure Myers og hjá
Lloyds bankanum.
Hann er höfundur 2 annarra vin-
sælla viðskiptabóka, sem út hafa
komið á undanförnum árum. Þær
eru Theory of Money (með W.T.
Newlyn) og Alndex-linked Gilts:
A Practical Investment Guide.
UPPBYGGING OG EFNISTÖK
Bókin er ekki bara áhugaverð
fyrir hagfræðinga heldur er hún
ekki síður skrifuð fyrir almenning
og því ekki full af hagfræðikenn-
ingum og þungum hagfræðihug-
tökum og -orðum.
Hún skiptist í 3 hluta: Fyrsti
hlutinn fjallar um vangaveltur um
Bókin The Death oflnflation:
NÚ ER HÚN GAMLA GRÝLA
Bókin um dauða veróbólgunnar - er hún dauð? - hefði fyrir nokkrum árum verið
venjulegan íslending sem alist hefur uþþ við óðaverðbólgu
efnahagslegt umhverfi okkar hefur
breyst svo mikið að við þurfum ekki
lengur að nota ímyndaraflið til þess að
upplifa þessa hluti. Þessar staðreynd-
ir blasa við okkur á Vesturlöndum nú
þegar. En hvernig högum við okkur
við þessar breyttu aðstæður? Flest
okkar erum alin upp við óðaverðbólgu
og eiga ansi erfitt með að venjast nýj-
um hugsunarhætti og vinnubrögðum
við þessar byltingarkenndu og nýju
aðstæður.
Hvað gera aðilar vinnumarkaðarins
sem alltaf eru að fá bættar verð- og
vísitöluhækkanir? Hvað segja bank-
amir sem alltaf bera fyrir sig verð-
bólgu, annaðhvort þá sem verið hefur
eða þá sem væntanleg er skv. eigin
spám? Hvernig fara allir að þegar
engin verðbólga er til að vísa til?
Þetta nýja umhverfi, hirrn verðbólgu-
lausi heimur, er viðfangsefni bókar-
innar. Jafnvel við, sem búum á ís-
landi, getum lesið þessa bók og þekkt
aðstæður.
HÖFUNDURINN
Roger Bootle er þekktur hagfræð-
ingur úr fjármálaheiminum í Bret-
landi. Hann er eftirsóttur fyrirlesari
og er almenningi kunnur þar í landi
sem sérfræðingur úr fjölmiðlum.
Hann er aðalhagfræðingur HSBC
samsteypunar, sem á m.a. Midland
Bank. Hann er gestaprófessor við
Manchester Business School, en var
áður lektor við Oxford háskóla. Hann
á langan starfsferil sem hagfræðingur
og sérfræðingur í banka- og verð-
Jón Snorri
Snorrason hag-
fræðingur skrifar
reglulega um
viðskiptabækur í
Frjálsa verslun.
verðbólgulaust samfélag og kenning-
ar höfundar í þeim efnum, annar hluti
um afleiðingamar fyrir einstaklinga
og fyrirtæki með sérstaka áherslu á
áhrifrn á ijárfestingar. Þriðji og síðasti
hlutinn er hagfræðilegastur og fjallar
um samband verðbólgu og vaxta og
sögulegar staðreyndir sem styðja
kenningar höfundar. I einum kaflan-
um þar fjallar hann sérstaklega um
hinn nýja hugsunarhátt sem hagfræð-
ingar þurfa að tileinka sér með breytt-
um (verðbólgu)heimi. Þar er höfund-
ur hvað umdeildastur í efnistökum
sínum og má búast við að hagfræðing-
ar skiptist mjög í tvö hom eftir lestur
þessa hluta.
UMFJÖLLUN
Fyrir örfáum árum hefði lestur
svona bókar fyrir venjulegan íslend-
ing verið eins og að lesa ævintýrabók
um draumaheim sem aldrei gæti orð-
ið hluti af veruleika lesandans.
66