Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.1997, Page 43

Frjáls verslun - 01.11.1997, Page 43
Viðskiptavinir voru farnir að kreijast meiri og ítarlegri þjónustu en smáar og meðalstórar stofur gátu veitt,“ segir Hall- dór Guðmundsson framkvæmdastjóri Hvíta hússins. Halldór hefur starfað á auglýsingastofu frá árinu 1970 en Hvíta húsið er í dag næst stærsta stofa lands- ins. Halldór er núverandi formaður SIA, Sambands íslenskra auglýsingastofa. Halldór segir að auglýsingastofur hafi orðið varar við uppsveiflu í atvinnulífinu á síðustu tveimur árum en sú uppsveifla sé ekki eins mikil eins og stjórnmálamenn vilji vera láta. „Það er gott ef hlutir gerast hægt. Það fer þá kannski ekki beint á nefið aftur.“ Á íslenskum markaði eru fá stór fyrir- tæki í hverri grein, eitt skipafélag, eitt flugfélag, bönkum fer fækkandi, fiögur olíufélög og tvö stór tryggingafélög. Þetta er eftir samruna síðustu ára en ná- kvæmlega þetta hefur takmarkandi áhrif á fjölda stórra auglýsingastofa. Hver stofa vill aðeins vera með einn stóran kúnna í hverri grein, einn banka, eitt tryggingafélag o.s.frv. „Það er ekki hægt að halda trúnaði við kúnnann með öðrum hætti. Það einfald- lega gengur ekki. Þetta er meginregla og grundvallaratriði." HEILDARSTÆRÐ MARKAÐARINS 4 MILLJARÐAR I dag velta stofur innan SIA rúmlega 2,2 milljörðum króna og hefur velta þeirra vaxið úr rúmum 1,5 milljörðum frá 1994. Stöðugildum á stofum innan sam- takanna hefur ljölgað úr 104 í 124 á sama tíma. ÐARFÖR helmingur fer í gegnum að sumir lifa en aðrir deyja. Ekki er auðvelt að henda reiður á heildarstærð markaðarins. Stærstu fjöl- miðlarnir gefa ekki upp tekjur sínar af auglýsingum en giskað er á að Morgun- blaðið hafi um 1.000 milljónir í tekjur af birtingum auglýsinga meðan Ríkisút- íft/vtd/utitþfji: Gísli B. Björnsson+Auglýsingaþjónustan = GBB auglýsingaþjónustan = Hvíta húsið Argus+Örkin = Argus-Örkin Svona gerum við+Oktavó = íslenska auglýsingastofan Grafít+Atómstöðin = Fíton Gott fólk+Myndsmiðja Austurbœjar = Gott fólk Nonni og Manni+1 sjöunda hitnni = Nonni og Manni varpið-Sjónvarp taki inn 500-600 milljónir. Stöð 2 og DV hafa sýnu minni auglýsingatekjur eða á bil- inu 350-450 milljónir hvort. Samtals eru þetta rúmir tveir milljarðar sem menn telja að geti verið um helmingur heild- armarkaðarins. Er óhætt að halda því fram að tölvubyltingin hafi átt einhvern þátt í þeim breytingum sem orðið hafa? „Nei, mér finnst það ekki. Hag- kvæmni í rekstrinum er höfuðástæðan. Hinsvegar hefur orðið gríðarlega mikil tæknibylting á teiknistofunum. Menn voru vanir því hér áður að vinna sína handavinnu á teiknibrettum sem í dag kosta 5.000 krónur í Pennanum. Nú eru tæki og tölvur fyrir 700 þúsund til 1 milljón á hverju borði. Þessi þróun fór af stað upp úr 1990 og tók fagið 2-3 ár að ná tökum á þessu. Þar til fyrir skömmu hef- ur Myndlista- og handíðaskólinn útskrif- að teiknara án þess að kenna á tölvur. Það kom því í hlut auglýsingastofanna að kenna þann hátt.“ Halldór vill því meina að fagið hafi kostað gríðarlega miklu til við tölvuvæð- inguna, bæði í tækjabúnaði og þjálfun starfsfólks. EINYRKJUM FJÖLGAR Tölvubyltingin hefur því leitt það af sér að auðveldara er fyrir auglýsinga- gerðarmenn að stunda einyrkjastarf- semi en áður. Einyrkjar geta tekið að sér takmörkuð verkefni og vinna stundum fyrir stór fyrirtæki eða í samfloti við aðra. Annað, sem tölvubyltingin hefur leitt af sér, er að stórir íjölmiðlar gera meira af því en áður að framleiða eigin auglýsingar. Sjónvarpsstöðvarnar gera þetta, svo og stórir prentmiðlar og út- varpsstöðvar eru án efa stórtækastar í þessum efnum. Á litlum útvarpsstöðv- um má oft heyra að langflestar eða allar auglýsingar sem þar birtast eru heima- tilbúnar. VERÐ AUGLYSINGA LÆKKAR En hefur bætt tækni og meiri hraði komið fram í meiri framleiðni og afköst- um að mati Halldórs Guðmundssonar hjá Hvíta húsinu? „Það hefur aðallega komið fram i því að verð á auglýsingum hefur lækkað að raungildi á undanförnum árum. Þessi mikla ijárfesting stofanna hefur því ein- göngu skilað sér til viðskiptavinanna en ekki eins til stofanna. Halldór Guðmundsson, formaður Sambands íslenskra auglýsingastofa, stýrir einni stærstu auglýsingastofu landsins, Hvíta húsinu, og hefur ára- tuga reynslu af faginu. Hann segir að hagræðing og tæknivæðing í auglýs- ingaheiminum hafi fyrst og fremst komið viðskiptavinum stofanna til góða. 43

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.