Frjáls verslun - 01.01.1998, Síða 26
STJÓRNMÁL
ÞINGROF OG KOSNINGAR?
Dmislegt veit á að íslenska þjóðfélagið sé að gjör-
breytast á skemmri tíma en oft áður. Sumir telja að
þetta gerist jafnan um aldamót, það verði einhvers
konar umbylting við slík tímamót. Vísa menn þá gjarnan til
síðustu aldamóta sem einkenndust af framfaraanda og
sóknarvilja. Við þekkjum þetta frá okkar gömlu, góðu alda-
mótakynslóð sem gjörbreytti íslensku þjóðfélagi á örfáum
áratugum.
Aldamótaandinn, framfaraviljinn, er óneitanlega á
vinstri vængnum um þessar mundir. Flokkakerfið, sem
margir voru farnir að halda að myndi
aldrei leggja upp laupana, er varla til
nema í munnum örfárra talsmanna
þess. Staðreyndin er nefnilega sú að
sameiningarferlið er komið mun
lengra en sumir þeirra vilja vera láta.
Og handhöfum gömlu flokkanna er
orðið ljóst að það er engin leið til
baka, hvað sem líður hefðbundnum
tregðulögmálum við valdatauma.
Góðir lesendur. í fyrsta skipti frá
því að ijórflokkarnir komust á (1916-
1930) erum við að ganga til sveitar-
stjórnakosninga þar sem vinstri flokk-
arnir verða ekki í boði — heldur sam-
einaðir vinstri menn, sameining. Hér
hafa orðið alger umskipti, sameinuð
hreyfing jafnaðarmanna, kvenfrelsis-
sinna og félagshyggjufólks er orðin
til. En af hverju sameinast þessir
flokkar og samtök ekki á landsvísu?
Utanflokkafólk, Kvennalistafólk,
Alþýðubandalags- og Alþýðuflokks-
fólk og stuðningsmenn sterkara lýð-
ræðis í landinu krefst þess að nú verði
verkin látin tala í sameiningarmálinu.
Þeir örfáu skoðanaleiðtogar sem enn
þráast við skýra andstöðu sína með
óljósri tilvísun til þess að einhver ann-
ar, einhveijir aðrir, þurfi lengri um-
hugsunartíma. A þessari stundu
bendir ekkert til þess að þráaliðið
muni hafa betur í baráttu sinni gegn
sameiningarsinnum, heldur falla nú
öll vötn til Dýrafjarðar. Sameiningar-
fljótið virðist óstöðvandi.
Hvað getur breytt því að sameining vinstri flokkanna
verði fullkomnuð fyrir næstu kosningar? I nýuppgerðu
húsi niðri við gamla lækinn situr afmælisbarnið, langþreytt
eftir samfelldan lofsöng og smjaður. Sameiningarferlið er
eins og eitur í beinum formanns Sjálfstæðisflokksins og
hann veltir því fyrir sér hvernig eigi að stöðva framgang
þess. Davíð Oddsson ber ábjTgð á þingrofsrétti.
Sú kenning hefur því orðið til að Davíð Oddsson neytti
þessa réttar til þingrofs og boðaði til kosninga. Avinning-
ur Davíðs væri margfaldur en svo fátt eitt sé nefnt:
1) Með því móti væri þess freistað að
stöðva sameiningarferli jafnræðissinna
og uppstokkunina á vinstri vængnum.
2) Jafnframt freistaði Davíð þess að
sækja hreinan meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins til þjóðarinnar. Flokkurinn
hefur staðið afar vel síðustu mánuði í
skoðanakönnunum, verið nærri meiri-
hluta og Davíð sjálfur er í miklum
valdablóma. Sjálfum hlýtur honum að
hundleiðast tíðindaleysið með Fram-
sókn í stjórnarráðuneytinu og langar í
meira fiör.
3) Þannig yrði Davíð Oddsson ómót-
mælanlega sá stjórnmálaleiðtogi sem
vogað hefði mestu — og hefði hugsan-
lega áunnið mest allra leiðtoga á þess-
ari öld.
Davíð Oddssyni hefur tekist margt í
stjórnmálum og hefur næma pólitíska
tilfinningu —líka fyrir breytingum.
Hann gerir sér glögga grein fyrir
þeirri umsköpun íslenskra stjórnmála
sem stendur fyrir dyrum með samein-
ingu jafnræðissinna og getur ekki
leynt ergi sínu gagnvart henni í fiöl-
miðlum. Með því að freista þess að
grípa inn í atburðarásina gæti hann
haft afgerandi áhrif á þá uppstokkun
sem er í augsýn. Hitt er svo annað mál
hvort það komi nú ekki bráðum að því
að pólitíska lukkuhjólið hiksti gagn-
vart hæstvirtum forsætisráðherra?
Framvindan veltur líka á pólitísku þori
mótherja hans. 53
.á,.
vinstri
síðu
Óskar Guðmundsson blaðamaður
mun skrifa reglulega um stjórnmál í
Frjálsa verslun næstu mánuði.
RÝFUR DAVÍÐ ÞING 0G BOÐAR TIL KOSNINGA?
Sú kenning hefur því orðiö til að Davíð Oddsson muni neyta þessa réttar til þingrofs og boða til kosninga. Ávinningur Davíðs væri
margfaldur. Með því móti væri þess freistað að stöðva sameiningarferli jafnræðissinna. Jafnframt freistaði Davíð þess að sækja
hreinan meirihluta Sjálfstæðisflokksins.
FV-MYNDIR: GEIR ÓUFSSON.
26