Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Qupperneq 27

Frjáls verslun - 01.01.1998, Qupperneq 27
STJÓRNMÁL □ að, sem vekur at- hygli við prófkjör R- list- ans er, að Al- þýðuflokks- mönnum er hent út. Atta efstu sætin eru skipuð öðru fólki en krötum. Sé litið nánar á listann sjást handbrögð Össurar Skarphéðinssonar (fyrrum komma) og mágkonu hans, Ingibjargar Sólrúnar, glöggt, enda gat borgarstjórinn tæpast hamið gleði sína yfir úrslitum prófkjörsins. Össur fagnaði sömuleiðis í DV. Helgi Hjörvar og Hrannar eru sigurvegarar þessa próf- kjörs og draga Helga Pétursson með sér. Þeir, sem tapa, eru Alþýðuflokksmenn, sem nú eru fulltrúalausir í Reykjavík í fyrsta skipti frá 1916. Hrannar er gamall Alþýðubandalags- maður, sonur Kristínar Ólafsdóttur, borgarfulltrúa fyrir komma, og Helgi er sonur Úlfars Hjörv- ar og Helgu, og traustur Alþýðubanda- lagsmaður. Það má vitanlega segja, að þarna hafi þeir unnið saman, sem vilja sameiningu Alþýðuflokks og Alþýðubandalags. En þá verða heilindi að fylgja. Prófkjör R- listans sýnir hins vegar óheilindi milli fé- laga. Hvorki Hrannar né Helgi Péturs- son eru kratar. Hvorugur þeirra hefur nokkurn tíma kosið Alþýðuflokkinn. Mér vitanlega er Hrannar í grundvallar- atriðum ósammála Alþýðuílokksmönn- um í öryggis- og varnarmálum. Hrannar er ekki einu sinni í Alþýðuflokknum. Helgi Pétursson hefur verið framsókn- armaður frá því, að hann fór að skríða. Hann hugsar ennþá eins. Það má vitanlega velta því fyrir sér, af hverju þessir menn skipa sér undir merki Alþýðuflokksins. Og eina skýr- ingin, sem er tæk, er sú, að bæði Hrann- ar og Helgi Pétursson vissu, að innan sinna flokka fengju þeir ekki brautar- gengi til þess að vera í hópi tveggja efstu manna. Eg hef heyrt þá skýringu, að þarna hafi ungt fólk verið að kjósa og lýsa yfir stuðningi við sameiningu félagshyggju- flokkanna. Eg held að sú skýring sé tæpast rétt. Smölun var mikil, og aug- ljóst, að fjölmargir utan R-listans hafa tekið þátt í kosningunum, enda var meira að segja lagt hart að flokksbundn- um sjálfstæðismönnum að kjósa í próf- kjörinu. Ekki hafa verið birtar neinar tölur um aldur þeirra sem kusu, og ljóst er einnig, að Framsóknar- flokkurinn hefur fengið það mikið fylgi, að hann heldur „styrk “ sínum í Reykjavík En það er hins vegar ljóst, að svokallað Röskvufólk náði góðum árangri. Alþýðuflokksmenn mega muna sinn fífil fegri. Eins og fyrr segir verður þetta í fyrsta sinn frá 1916, að enginn Al- þýðuflokksmaður á sæti í borgarstjórn. Eitt sinn átti flokkur- inn sex fulltrúa. Virðast Alþýðuflokksmenn seint ætla að læra það, að bandalag þeirra og komma hefur alltaf endað með ósköpum, og kratar farið illa úr slíku samstarfi. Skýr- ingin á óförum krata í þessum kosningum er aðallega sú, að fylgismenn Hrannars og Helga Péturssonar koma úr öðrum flokkum en Alþýðuflokknum. Annarra flokka menn sjá sér leik á borði að koma einnig að sínum mönnum, - og nöturlegast er það, að Pétur Jónsson, borgarráðsmaður krata, fellur úr 3ja sæti listans í það ellefta a.m.k. Eru það raunaleg örlög fyrir annan af aðalarki- tektum R- listans. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn eru úrslit- in í prófkjöri R-listans góð. Sá fjöldi, sem tók þátt í prófkjörinu, ætti að hleypa heilbrigðum ugg í sjálfstæðis- menn. Þá er það einnig staðreynd, að töluvert streymi hefur verið milli kjós- enda Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks, - þannig kjósa margir kjósend- ur Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn- arkosningum Alþýðuflokkinn í alþing- iskosningum. Margir þessara kjós- enda eru Alþýðuflokksmenn. Það hlýtur að vera erfitt fyrir Alþýðu- flokksmenn nú að sfyðja til valda lista, þar sem þátttöku þeirra er hafnað, þrátt fyrir að flokkurinn hafi fengið þriðja mesta fylgið í prófkjörinu. Það hlýtur að vera erfið raun fyrir menn, sem hafa staðið í fylkingar- brjósti í Alþýðuflokknum árum og ára- tugum saman að ganga að kjörborði til að sfyðja þá til valda, sem þeir hafa barizt mest gegn alla ævi sína, - komma og framsóknarmenn. Þess vegna hlýtur það að vera líklegt, að margir þeirra ákveði að styðja Sjálf- stæðisflokkinn í vor. [Jj ENGINN KRATI w Haraldur Blöndal lögfræðingur mun skrifa reglulega um stjórnmál í Frjálsa verslun næstu mánuði. HRANNAR OG HELGI PÉ. Þaö má vitanlega velta því fyrir sér, af hverju þessir menn skipa sér undir merki Alþýöuflokksins. Og eina skýringin sem er tæk, er sú, að bæði Hrannar og Helgi Pétursson vissu, að innan sinna flokka fengju þeir ekki brautargengi til þess að vera í hópi tveggja efstu manna. 27
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.