Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Síða 31

Frjáls verslun - 01.01.1998, Síða 31
hafa skorið niður þjónustu, sagt upp starfsfólki, fært þá, sem áður voru fastráðnir, á verktakasamninga og gripið til fleiri ráðstafana til að mæta tekjusamdrætti. KEPPIR MÁTTUR VIÐ SJÁLFAN SIG? Máttur opnaði á síðasta ári þriðju stöðina og er hún uppi í Grafarvogi og er ætíað að þjóna hverfinu. Stöðin er lítil og mun hafa gengið sæmilega það sem af er. Með þessu segjast for- ráðamenn Máttar vera að koma til móts við þá sem vilja hafa slíka þjón- ustu í sínu hverfi og þurfa ekki að sækja hana niður í bæ. Um áramótin var ráðinn nýr rekstrarstjóri til Máttar, Elias Níels- son. I viðtali við Frjálsa verslun kvart- ar hann, fýrir hönd Máttar, undan ósanngjarnri samkeppni á markaðnum eins og hún birtist í sam- vinnu Sundlaugar Kópavogs og Svíanna. Elías á sjálfur líkams- ræktarstöðina I Toppformi í Mosfellsbæ sem hefur gert nákvæm- lega samskonar samkomulag við bæjaryfirvöld þar um frítt sund- kort með korti í líkamsrækt. HVERJIR LYFTA HVAR? Jónína Benediktsdóttir hefúr gert fámennan markhóp að sín- um. I Planet Pulse voru fyrst aðeins seld árskort og því lýst yfir að fleiri en 400 kort yrðu aldrei í gangi. Kortin voru umtalsvert dýrari en annars staðar og með þessu fær stöðin á sig sérstakt yf- irbragð. Jónína hefur reynt mikið að höfða til forstjóra, stjórnenda og þekkts efnafólks og hefur að einhverju leyti haft erindi sem erf- iði. Tvær líkamsræktarstöðvar eru aðeins fyrir konur. Það er ann- ars vegar Baðhús Lindu Pétursdóttur og hins vegar stöð Máttar í Skipholti. Það má segja að það skapi ákveðna sérstöðu vegna kynjavalsins. Sagt er að meðalaldurinn hjá kvennastöð Máttar sé mun hærri en hjá fastagestum hjá Lindu. Segja má um langflestar hinna stöðvanna að þær hýsi þver- skurð samfélagsins í sínurn tækjasölum. Þó má finna litla aíkima hér og þar. Þannig er sagt að kraftajötnarnir æfi margir í Gym 80 í Armúla og þar geti meðalmaðurinn hæglega fengið minnimáttar- kennd þegar hann lendi í sturtu með Hjalta Úrsusi, Magnúsi Ver og fleiri tröllum. í morguntímunum í World Class má oft sjá þekkt andlit úr við- skiptalífinu og stundum er talað um „forstjóragengið". Það hentar mörgum, sem vinna mikið en vilja æfa, að koma milli 7 og 8 á morgnana því dagurinn fer oft úr skorðum í hinn endann. Um Stúdíó Agústu og Hrafns er sagt að þar sé „þolfimigengið". Þá er ált við ungt fólk sem stundar þolfimi eða eróbik og jafnvel að keppa í slíku. A þeim bæ er lögð megináhersla á lokaða tíma, leik- fimi og fitubrennslu en minna lagt upp úr tækjum og lyftingum. Máttur var gríðarlega mikið í tísku um tima og allir, sem vildu vera í líkamsrækt, sóttu þangað. Þar var lögð mikil áhersla á hina læknisfræðilegu og tæknilegu hlið líkamsræktar með sjúkraþjálí- urum, næringarráðgjöfum og læknum. Þetta setti stundum svip á gestahópinn og meðalaldurinn var og er oft í hærra lagi og marg- ir sem ganga ekki alveg heilir til skógar. Þar má hinsvegar oft rekast á þekkt andlit, t.d. eru margir þingmenn sem æía í Mætti. FRAMTÍÐIN Ljóst er að mikil spenna er á lík- amsræktarmarkaðnum og flestir virð- ast sammála um að verðsamkeppni sú, sem World Class hóf snemma árs 1996, sé farin að hafa veruleg áhrif á markaðinn. Flestirherði sultarólina og reyni að skrimta en róðurinn þyngist. Viðskiptavinirnir njóta góðs af lækk- uðu verði og markaðurinn stækkar. Fulltrúar stærstu stöðvanna hafa átt tvo fundi undanfarin ár. Annar var að frumkvæði Agústu og Hrafns árið 1996 og hinn að frumkvæði Björns Leifssonar haustið 1997. A þessum fundum ræddu aðilar stöðu mála og meðal annars mun því hafa verið hreyft að stofna til einhvers konar samstarfs og samráðs um launataxta kennara, samnýtingu kennara o.s.frv. Nú mun stofnfundur félags líkamsræktarstöðva vera í undir- búningi þótt ýmislegt sé óljóst enn með markmiðin og hvort allir verði með. Hvað varðar aðrar tilfærslur á markaðnum þá er það yfirlýst stefna Jónínu Benediktsdóttir að opna stærri líkamsræktarstöð en Planet Pulse en undir öðru nafni og höfða til breiðari hóps en hún gerir þar. Jónína bauðst til að kaupa World Class á miðju síðasta ári en Björn Leifsson setti upp hærra verð en hún gat sætt sig við. HVAÐ ER í TÍSKU? Tískusveiflur hafa alltaf sett svip sinn á likamsrækt. Einu sinni voru allir í eróbik og Jane Fonda var fyrirmynd allra. Síðan komu tækjasalirnir og síðan komu pallaleikfimitímarnir og teygjurnar. Síðan komu „spinning" hjólin sem eru enn þá í tisku og engin maður með líkamsræklarmönnum nema hann sæki sérstaka hjólatíma þar sem fólk situr í hring og hjólar og púlar undir leið- sögn sérstaks þjálfara við dynjandi músík. Enginn veit hvað verð- ur tískusveifla næsta árs en úti í hinum stóra heimi eru hóptímar á sérstökum róðrarvélum mjög að ryðja sér til rúms. Kannski verða sérstakir galeiðutimar vinsælir næsta vetur þar sem allir róa í takt. [ffl Björn Leifsson í World Class: LÍT Á ÞETTA SEM VIÐSKIPTI orld Class er stærsta og elsta líkamsræktarstöðin á ís- landi en hún tók til starfa árið 1985. Björn Leifsson hefur rekið stöðina frá upphafi og er eigandi hennar ásamt eig- inkonu sinni, Hafdísi Jónsdóttur, sem stjórnar allri leikfimikennslu í stöðinni. I dag er World Class til húsa við Fellsmúla en einnig er- rekið útibú á Akureyri. Björn og Hafdís hafa einnig haslað sér völl í veitingarekstri en þau eiga Þjóðleikhúskjallarann og Ingólfskaffi. UPP Á LÍF OG DAUÐA Þetta er markaður þar sem hart er barist um hylli kúnnans. Líkamsræktarstöðvarnar berjast upp á líf og dauða meö afsláttarkortum, nýjum tækjum, einkatimum, lokuöum tímum, einkaþjálfurum og ótal gylliboðum. HVERJIR FALLA FYRSTIR? Síðustu tvö ár hefur verðsamkeppni þvingað stöðvar til að skera niður þjónustu, fækka starfs- fólki og draga saman seglin. Fullyrt er að allar stærstu stöðvarnar séu reknar með tapi og beð- ið sé þess að blaðran springi og einhver stígi fyrsta skrefiö til hækkunar á ný frekar en að verða gjaldþrota. 31
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.