Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Qupperneq 36

Frjáls verslun - 01.01.1998, Qupperneq 36
Jónína Benediktsdóttír segir að samkeppnin sé að eyðileggja markaðinn. Jónína Benediktsdóttir: ÞAÐ ER VERIÐ AÐ EYÐILEGGJA MARKAÐINN Bg opnaði þessa stöð í september á síðasta ári. Yfirlýst markmið mitt var að selja 400 kort og það hefur tekist. Það tók í rauninni skemmri tíma en ég reiknaði með og ég get verið ánægð með það,“ segir Jónína Benediktsdóttir sem rekur líkamsræktarstöðina Planet Pulse á Hótel Esju. Planet Pulse er alþjóðleg keðja líkamsræktarstöðva og er ný á markaðnum hér á íslandi en Jónína er ótvírætt einn af frum- kvöðlunum í þeirri líkamsræktarbylgju sem gengið hefur yfir landið frá því um 1980. Planet Pulse hefur nokkra sérstöðu að því leyti að þar er mik- il áhersla lögð á þjónustu við einstaklinginn Gjaldskrá stöðvar- innar er frábrugðin því sem tíðkast hjá keppinautunum og er verulega hærri. Flestir gera árssamning við Planet Pulse en verð á mánuði mun vera um 14 þúsund krónur. „Þetta er lítill einkaklúbbur sem ég rek hérna. Ég hef ekki sett markið á neinn sérstakan part af markaðnum. Ég vildi gera eitthvað sem væri sambærilegt við það besta sem er gert í lík- amsrækt í heiminum í dag. Mér fannst þetta spennandi verkefni og var tilbúin að standa og falla með þvi. Við bjóðum upp á geysilega margt og erum með mun fleira starfsfólk en flestir aðrir. Okkar viðskiptavinir er fólk sem kann að meta tímann sinn og leggur áherslu á vandaða alhliða likams- rækt sem byggir ekki síður á slökun en átökum.“ Jónína segir að áherslan hafi íyrst og fremst verið lögð á að fá það fólk til að æfa í stöðinni sem kynni að meta þjónustu eins og þetta en ekki hafi verið farið eftír efnahag fólks. Jónína segist ekki hafa tekið þátt í þeirri verðsamkeppni sem gengur á markaðnum enda ekki verið að sækjast eftír fjölda. „Ef þú ætlar að kaupa Bens þá ferðu ekki að kanna verðið á Trabant. Þú ferð og kaupir Bens.“ Jónína segist hafa fylgst vel með markaðnum að undanförnu með það fyrir augum að opna stórt líkamsræktarstúdíó sem höfðaði tíl breiðari hóps en Planet Pulse gerir í dag. Hún segist meðal annars hafa gert tilboð í að kaupa World Class. Hvaða áhrif telur hún að verðstríð og aukin samkeppni hafi haft á markaðinn? „Það er verið að eyðileggja þennan markað og brjóta niður virðingu fólks fyrir heilsurækt,“ segir Jónína skelegg að vanda. „Ég væri ekki ánægð eftír að hafa verið með tílboð og afslátt- arverð á minni líkamsrækt í 10 ár og samt þyrftí ég alltaf að vera smala nýjum kúnnum. Stöðvar sem geta ekki haldið í kúnnana eru auðvitað að gera eitthvað vitlaust." Jónína vitnar í erlendar kannanir sem hún segir að sýni að 20% þeirra sem byija í líkamsrækt halda sig við hana á hveiju sem gengur, önnur 20% munu alltaf gefast upp, alveg sama hve góð þjónusta er veitt. 60% þarf hins vegar að hugsa vel um og veita góða þjónustu ef á að takast að halda í þau. Verðið skiptír ekki svo miklu máli í afstöðu viðskiptavinanna. „Það er fyrst og fremst verið að eyðileggja markaðinn með því að koma rangt fram við viðskiptavinina fremur en með þessu verðstríði." S9 ÁRÓÐUR FYRIR H0LLUM LIFNAÐARHÁTTUM Stúdíó Ágústu og Hrafns hefur verið rekið í Skeifunni frá 1988 en var fyrstu tvö árin í Borgartúni. Þau gerðu tilraun tíl að opna stöð á Akureyri á síðasta ári en henni var lokað um áramót. „Þetta var einfaldlega of mikið. Svona atvinnurekstur gengur ekki nema maður vaki yfir þessu sjálfur og það var of mikið fyrir okkur.” Stúdíó Ágústu og Hralhs heíúr alla tíð lagt sérstaka áherslu á leikfimitíma undir leiðsögn kennara. Lokaðir tímar fyrir karla og konur, einkaþjálíún, sérstök fitubrennslunámskeið og fleiri ný- mæli hafa sést þar. Þau hafa ekki látið þar við sitja að láta fólk sprikla í stúdíóinu því þau hafa séð um sjónvarpsþátt á Stöð 2, þar sem leikfimi er kennd. Þau hafa einnig gefið út tvær bækur og fjallar önnur um heilbrigt líferni og þjálfun en hitt er matreiðslu- bók, sérstaklega sniðin að þörfum þeirra sem vilja borða hollan mat sem sé hliðhollur línunum. ÞAÐERU ERFIÐIR TÍMAR Eru þetta erfiðir tímar í þessari atvinnugrein? „Verðgildi líkamsræktar hefur lækkað á síðustu 1-2 árum og það hefur gerst hér líka. Hópafslættir tíl fyrirtækja hafa leitt tíl al- mennrar verðlækkunar á markaðnum og þá aðallega á árskortum. En það er ólíklegt að þetta haldi áfram. Þetta hefur bitnað á þjón- ustunni hjá flestum. Við höfúm lítið svigrúm til að auka hana fyrr en verðið hækkar.” ER BJARTSÝN Á FRAMTÍÐINA Ágústa segist ekki hafa tekið þátt í þessum leik að því leyti að bjóða stórum hópum afslátt heldur hafi hún einbeitt sér að því gera vel við sína föstu gestí og hyggist halda sínu striki að því leyti. „Það er mikið talað um þessa nýju stöð í Kópavoginum en ég hef ekki fundið fyrir því sérstaklega. Ég lít ekki á Kópavog og út- hverfi Reykjavíkur sem mitt markaðssvæði sem ég þurfi að keppa við og tel ekki að þetta hafi tekið neitt frá okkur.“ Ágústa segir að þegar horft sé til framtíðar sé eðlilegast að við- skiptavinirnir séu sem flestír í föstum viðskiptum tíl lengri tíma. „Almennt er ég bjartsýn á ffamtíðina. Það verða alltaf nýjungar í gangi á þessum markaði og við reynum að svara því en okkar við- skiptamannahópur er þannig samsettur að við leggjum aðalá- herslu á tjölbreytta þjálfún með kennara. Það er okkar sérstaða og við munum gæta hennar.” 33 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.