Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Qupperneq 57

Frjáls verslun - 01.01.1998, Qupperneq 57
PHARMACO Sindri Sindrason, forstjóri Pharmaco. Ávöxtun hlutabréfa í fyrirtaekinu nam 63% á síðasta ári. aindri Sindrason er forstjóri lyf]a- fyrirtækisins Pharmaco - og hefur verið um margra ára skeið. Líkt og aðrir, sem hér er um fjall- að, getur hann glaðst yfir stórfelldri hækkun hlutabréfa í fyrirtækinu á síð- asta ári. Bréfin hækkuðu um 63%. I árs- byrjun var gengi 8,01 en í árslok var það komið í 13,05. Stóraukin samkeppni hef- ur ríkt á lyfjamarkaðnum. Pharmaco er fyrst og fremst heildsölufyrirtæki með lyf. Það flytur inn lyf og annast dreifingu lyfja til allra lyfyabúða hér innanlands. Hagnaður Pharmaco eftir skatta var 99 milljónir króna árið 1996 en 82 millj- ónir árið áður. Hagnaðurinn fyrstu sex mánuðina 1997 var um 49 milljónir bor- ið saman við hagnað upp á 31 milljón sömu mánuði 1996. Það veit á gott fyrir árið í heild hjá Pharmaco. Markaðsverð- mæti Pharmaco eru rúmur 2,1 milljarð- ur króna. Meðalijöldi starfsmanna er 105 talsins. Pharmaco er 51. stærsta fyrirtæki landsins, samkvæmt lista Frjálsrar verslunar. Velta þess var um 2,7 milljarð- ar á árinu 1996. Verðbréfasalar hafa und- anfarnar vikur bent Ijárfestum á að halda hlutabréfum sínum í fyrirtækinu. Fyrirtækið hefur sýnt góða afkomu síð- ustu ár þrátt fyrir stóraukna samkeppni á fyfjamarkaði - og væntanlega verður svo áfram - svo sterk er markaðsstaða fyrirtækisins. Það er langstærsta fyrir- tækið á lyljamarkaðnum. 55 NYHERJI Urosti Sigurjónsson er forstjóri Nýherja. Hann tók við stöð- unni af Gunnari Hanssyni á vormánuðum 1996. Það ár reyndist Nýherja erfitt í afkomu - meðal annars var hlutur fyrirtækisins í Stöð 3 afskrifaður - en engu að síður var þá lagður grunnur að mikilli hagræðingu innan fyrirtækisins sem fjárfestar höfðu sýnilega mikla trú á allt síðasta ár. Því hækkaði gengi hluta- bréfa í fyrirtækinu um 62% á síðasta ári. I upphafi ársins var það 2,22 en var komið í 3,60 í árslok. Nýheiji er eitt ijögurra stærstu tölvufyr- irtækja landsins. Hagnaður Nýheija á árinu 1997 nam alls um 74 milljónum króna, samanborið við um 103 milljóna tap árið 1996. Þessi miklu umskipti skýrast bæði af mun betri afkomu af reglulegri starfsemi fyrirtæk- isins svo og hagstæðari útkomu óreglulegra liða. Markaðsverðmæti Nýheija eru um 864 milljónir króna. Meðalijöldi starfsmanna er um 150 talsins. Nýherji er 70. stærsta fyrirtæki landsins, samkvæmt lista Fijálsr- ar verslunar yfir stærstu fyrirtæki landsins. Velta hans var rúmir 2 milljarðar á árinu 1996 og hafði þá aukist um 20% frá árinu áður. Af tölvufyrirtækjum er aðeins Tæknival með meiri veltu. Verðbréfasal- ar hafa undanfarnar vikur bent fjárfestum á að kaupa bréf í Nýherja og jafnframt ráðlagt núverandi hluthöfum að selja ekki bréf sín þar sem afkoman eigi eftir að batna. 55 Frosti Sigurjónsson, forstjóri Nýherja. Fyrirtaekið skilaði hluthöfum sínum um 62% ávöxtun á síðasta ári.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.