Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1998, Page 58

Frjáls verslun - 01.01.1998, Page 58
FJARMAL TRYGGINGAMIÐSTÓÐIN unnar Felixsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvar- innar, getur unað glaður við sitt. Avöxtun hlutabréfa í Tryggingamiðstöðinni var um 120% á síðasta ári og var það met á markaðnum - en fyrirtækið er á Opna tilboðsmarkaðnum. Gengi hlutabréfa í Tryggingamiðstöð- inni var um 10,1 í byrjun síðasta árs en var komið í 22,5 í árslok. Mikil viðskipti urðu með hluta- bréf í Tryggingamiðstöðinni á síðasta ári. Hagnaður Tryggingamið- stöðvarinnar var um 237 milljónir króna eftir skatta á árinu 1996. Fyrirtækið gefur ekki upp milli- uppgjör eins og fyrirtækjum á Verðbréfaþingi er skylt að gera og því liggja ekki fyrir neinar töl- ur um milliuppgjör á síðasta ári. Ljóst er að eftirspurn eftir hluta- bréfum í ijármálafyrirtækjum var mikil á síðasta ári. Sárafá fjár- málafyrirtæki eru hins vegar á hlutabréfamarkaðnum; einn banki og tvö tryggingafélög, enda hækkaði verð hlutabréfa í þeim öllum mikið. Markaðsverð- mæti Tryggingamiðstöðvarinnar eru um 3,8 milljarðar króna. Meðalijöldi starfsmanna er um 52 talsins. Tryggingamiðstöðin er 45. stærsta fyrirtæki landsins, sam- kvæmt lista Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyrirtæki landsins. Velta félagsins á árinu 1996 var um 3,1 milljarður. Hluthafar eru urn 130 talsins. Fyrirtækið er á Opna tilboðsmarkaðnum og ekki er í sjónmáli að það fari inn á að- allista Verðbréfaþings Islands. 53 Gunnar Felixsson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar. Ávöxtun hluta- bréfa í fyrirtækinu á Opna tilboðsmarkaðnum nam um 120% á síðasta ári - og var það met á hlutabréfamarkaðnum. SJÓVÁ-ALMENNAR Uinar Sveinsson er forstjóri Sjó- vá-Almennra, ásamt Ólafi B. Thors. Undir stjórn þeirra skilaði félagið góðri ávöxtun til hlut- hafa á síðasta ári. Avöxtun hlutabréfa í félaginu var um 75% á síðasta ári en fyrirtækið er á Opna tilboðsmarkaðn- um. I upphafi síðasta árs var gengi bréfa í félaginu 9,67 en í árslok var það 17,00. Hagnaður Sjóvá-Almennra eftir skatta á árinu 1996 nam 320 milljón- um króna. Fyrstu sex mánuði síðasta árs nam hagnaðurinn 181 milljón bor- ið saman við 169 milijónir sömu mán- uði árið á undan. Sjóvá-Almennar eru verðmætasta félagið á Opna tilboðs- markaðnum. Ekki stendur til að láta skrá félagið á Verðbréfaþingi Islands. Markaðsverðmæti félagsins eru um 7,5 milljarðar króna. Meðalijöldi starfsmanna er um 115 talsins. Sjóvá-Almennar eru 27. stærsta fyr- irtæki landsins, samkvæmt lista Frjálsrar verslunar yfir stærstu fyrir- tækin. Velta félagsins á árinu 1996 var um 4,7 milljarðar króna. Fyrirtækið er annað stærsta tryggingafélagið. Mikil og langvarandi eftirspurn hefur verið eftir bréfum í félag- inu. m Einar Sveinsson, annar tveggja forstjóra Sjóvá-Al- mennra. Ávöxtun hluta- bréfa í fyrirtækinu á Opna tilboðsmark- aðnum nam um 75% á síðasta 58

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.