Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 22
STJÓRNMÁL
HEIMABÖKUÐ VANDRÆÐI
Bg er orðin hundleið á mínum mönnum, þeir gera allt vit-
laust,” sagði valinkunn sjálfstæðiskona við mig á dögun-
um — og ætlar að kjósa Reykjavíkurlistann í vor.
Sjálfstæðisflokkurinn er í vondum málum; hann er hættur að
auglýsa sterkan leiðtoga, hann auglýsir „öflugan lista”. Það vant-
ar ekki að Sjálfstæðisflokkurinn eyði ógnarmiklu fé í umbúðir og
auglýsingakostnað utan um framboðslistann sinn í Reykjavík.
Fátt bendir til þess þegar þetta er skrifað að sú fjárfesting skili sér.
I pólitík skipta heppni og óheppni líka máli. Og gamla íhaldið
er rúið allri lukku í Reykjavíkurborg. Framboð Sjálfstæðisflokks-
ins í höfuðborginni hefur verið samfellt klúður og ekkert virðist
ganga upp. Og menn spyija hvað hafi orðið um gamla, góða
Reykjavíkuríhaldið sem öllu réð í borginni. Aldrei þessu vant eru
það ekki utanaðkomandi aðstæður sem valda því hversu illa gamla
flokknum hefur tekist að lyfta sér á kreik meðal kjósenda. Nei,
Sjálfstæðisflokkurinn hefur bakað sín vandræði sjálfur.
Vandamál Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík eru af ýmsum toga,
þó að þau hafi innan flokksins kristallast í
kringum pólítíska persónu Arna Sigfússonar.
Nú er það svo að Árni nýtur velvildar og vin-
sælda víða um borgina, ekki síst hjá vinstri
mönnum. En honum virðistfyrirmunað að ná
trausti eigin flokksmanna og stuðnings-
manna Sjálfstæðisflokksins. Hann geldur
þess að hafa mistekist að halda borginni í síð-
ustu borgarstjórnarkosningum og hann heyr
sinn slag í skugga tveggja sterkra kvenna;
annarsvegar Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt-
ur borgarstjóra, sem ber ægishjálm yfir aðra
frambjóðendur beggja lista, og hinsvegar
flokkssystur sinnar Ingu Jónu Þórðardóttur
sem lagði til atlögu við hann í vetur og reyndi
að steypa honum úr leiðtogasæti.
Ur þessari skuggaveröld hefur Arni Sig-
fússon ekki sloppið síðan kosningabaráttan
hófst og það verður heldur ekki séð að flokk-
urinn hafi gert neitt til að hjálpa honum í birt-
una og ylinn, heldur þvert á móti. Þannig fór
flokkurinn með blessun formannsins að
krukka i listann og leiðtogaefnið var valdað
pólitískt með margvíslegum hætti. Og flokk-
urinn bætti um betur með þvi að hunsa niður-
stöður prófkjörsins þannig að sumir fram-
bjóðenda njóta ekki trausts flokksvélarinnar.
Kjörnefnd flokksins gerði tillögur um að færa
frambjóðendur niður um sæti; þeim Guðlaugi
Þór Þórðarsyni, Kjartani Magnússyni, Helgu
Jóhannsdóttur og Snorra Hjartarsyni átti öllum að ýta niður í
sætaröðinni og sum þeirra urðu að þola þá meðferð. Hvernig get-
ur flokkur auglýst „öflugan lista” þegar hann sjálfur hefur ekki
einu sinni trú á þeim sem skipa hann? Afleiðingar þessa eru m.a.
þær að sumir þeirra, sem troðið var á, hafa lýst því yfir að vafamál
sé hvort listinn njóti stuðnings þeirra eigin fólks.
Þetta vantraust á frambjóðendum til borgarstjórnar af hálfu
Sjálfstæðisflokksins hefur verið svo yfirþyrmandi að nú eru borg-
arfulltrúaefnin ekki lengur markaðssett, leiðtoginn er nánast
horfinn úr auglýsingunum og valinkunnir borgarfulltrúar eins og
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og félagar eru komnir upp á hillu í
sveitarstjórnarsafni gleymskunnar. I staðinn reynir flokkurinn í ör-
væntingu að markaðssetja frambjóðendur sem annaðhvort hafa
ekki notið stuðnings í prófkjöri flokksins eða eiga ekki einu sinni
fræðilegan möguleika á að ná kjöri, eins og á við um þau Guðrúnu
Pétursdóttur umhríðverandi forsetaframbjóðanda og Eyþór Arn-
alds tónlistarmann - einsog það dygði til að gleyma hinum fram-
bjóðendunum sem standa borgarbúum til
boða.
Sjálfstæðismenn hafa sjálfir lýst vantrú á
leiðtoga sínum. Eg held að þeir hafi vanmetið
Arna Sigfússon og það gera reyndar Reykjavík-
urlistamenn líka. Hins vegar hefur lögmálið
gamla tekið gildi; alveg eins og hvaðeina virðist
verða Sjálfstæðisflokknum að óláni, hefur allt
snúist á besta veg fyrir Reykjavíkurlistann.
Hann hefur frá byrjun haft betur; Ingibjörg Sól-
rún er traustur og vinsæll borgarstjóri, mun
fleiri tóku þátt í prófkjöri Reykjavíkurlistans en
Sjálfstæðisflokksins, Reykjavíkurlistinn hefur
rekið jákvæðari og bjartari kosningabaráttu
meðan örvæntingin virðist hafa tekið sér varan-
lega bólfestu í ranni Sjálfstæðisflokksins, menn
þykjast kenna sprungur í stoðum Valhallar.
En vandræði Sjálfstæðisflokksins í Reykja-
vík eru heimabökuð og mér er til efs að nokk-
ur auglýsingastofa, jafnvel þótt hún hafi hund-
ruð milljóna úr að spila, nái því að snúa Reyk-
víkingum til fylgis við flokk sem hefur ekki einu
sinni trú á sjálfum sér. Enginn umbúða- eða
auglýsingakostnaður nægir til að fela þau vand-
ræði sem bændurnir í Valhöll hafa bakað fram-
bjóðendum sínum. Ihaldsvalkyrjan, sem vitnað
var til í byrjun þessarar greinar, komst líka að
þessari niðurstöðu: „Reykjavíkurlistinn og Ingi-
björg Sólrún eiga sólina og vorið - og stuðning
minn - að þessu sinni.” S3
a,-
vmstri
síðu
VANDRÆÐISJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
„Vandræöi Sjálfstæöisflokksins í Reykjavík eru heimabökuö og mér er til efs aö nokkur auglýsingastofa, jafnvel þótt hún hafi
hundruö milljóna úr að spila, nái því aö snúa Reykvíkingum til fylgis við flokk sem hefur ekki einu sinni trú á sjálfum sér.“
22