Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 73
VALSLIKI? / að snúa aftur til Islands taka við Keiko? m þessar mundir eru rúmlega 20 ár frá því að háhyrningur nokkur var veiddur í síldarnót austur í Reyðarfirði og seldur úr landi. A þessum árum var það ágætis búhnykkur að selja erlendum sædýrasöfnum háhyrninga en tiltölulega auðvelt er að veiða þá um síldar- vertíðina þegar þeir sjá ekki að sér og ramba inn í síldarnætur. Það var Jón Gunnarsson, m.a. forstöðu- maður Sædýrasafnsins í Hafnarfirði, sem stóð fyrir þessum veiðum. Háhyrningur- inn var seldur til sædýrasafns í Evrópu og eftir nokkur eigendaskipti endaði hann í Mexíkó þar sem hann dvaldist í sextán ár samfleytt, oft á tíðum við þröngan kost í litlu búri og í heitari sjó en honum þótti þægilegt. KEIKO FÆR HLUTVERK Keiko braust til metorða þegar hann lék í kvikmyndinni Free Willy sem Warner Brothers framleiddu árið 1993 og Ijallar um ungan dreng sem binst föngnum há- hyrningi tilfinningaböndum og endar með því að losa hann úr prísund sinni. Myndin snart viðkvæma strengi í hjörtum barna og fullorðinna og hlaut gífurlega aðsókn víða um heim. Samúð manna var almennt vakin þegar það varð heyrinkunnugt að stjarna myndarinn- ar hírðist í aumu búri í Mexíkó og fljótlega varð komið á fót sérstökum sam- tökum sem höfðu það markmið eitt að frelsa Keiko og flytja hann til nýrra og betri heimkynna. Keiko Foundation fékk pláss fyrir hvalinn í Newport í Oregonfylki og þar var honum komið fyrir í sérstöku búri í sædýrasafni á staðnum. _____ Það kostaði rúmlega 500 milljónir að koma upp viðun- andi aðstöðu fyrir Keiko. Síðan Keiko kom til nýrra heimkynna hefur hann þyngst um rúmlega tonn og vegur nú um 8 tonn en hann hefur einnig lengst og læknast af út- brotum sem hqaðu hann. Einnig var Keiko orðinn hálftannlaus af því að naga stöðugt kantinn á steyptri þró sem hann dvaldi í í Mexíkó svo það beið þjálfara og dýralækna ærinn starfi við að koma honum í skikkan- legt horf á ný. KEIKO ER EINS KONAR „STÓRIÐJA” Þótt aðeins 13 þúsund fleiri erlendir ferðamenn kæmu á ári vegna Keikos gæfi það engu að síður af sér um 1,3 milljarða króna í viðbótartekjur fyrir ferðaþjónustuna. Auk þess gætu ferðalög íslendinga sjálfra aukist - sem einnig er mikilvæg búbót fyrir þá sem starfa í ferðaþjónustu. Vinsældir Keikos eru slíkar að árið 1996 komu 1,3 milljónir gesta til Newport til þess að líta á gripinn. í ljósi þess að íbúa- talan í Newport rétt losar 8 þúsund manns er ljóst að Keiko hefur verið griðarlegur hvalreki fyrir þetta litia bæjarfélag. Þess má til gamans geta að Warner Brothers gerðu tvær framhaldsmyndir, Free Willy 2 og Free Willy 3, sem báðar hlutu afbragðs aðsókn. í hvorugri þeirra leikur téður Keiko heldur er notast við raf- knúnar eftirlíkingar háhyrninga. VILJA SENDA HANN HEIM Það hefur lengi verið yfirlýst stefna Keiko stofounarinnar að flytja Keiko til norðurslóða á ný og sleppa honum sem næst sínum náttúrulegu heimkynnum. Sú skoðun hefur jafnvel heyrst að með þessu megi sameina hann sinni náttúrulegu fjöl- skyldu á ný. Háhyrningar halda sig nær alla ævi í litium hópum eða fjölskyldum og er talið að hver slík fjölskylda sé einstök og tali saman á sinu eigin tungumáli. Vísinda- menn, sérstaklega hér á íslandi, hafa látið í ljós miklar efa- semdir um að það sé hægt. Árið 1995 var sótt um leyfi til íslenskra stjórn- valda til að sleppa Keiko hér við land en þeirri umsókn var vísað á bug og sérstaklega borið við sýkingarhættu en þá var heilsufar Keikos fremur bág- borið miðað við það sem er i dag. Nú hefur þessi umsókn verið endurnýj- uð og lögð fram mörg vottorð frá ýmsum til þess bærum yfirvöldum um að heilsufar Keikos sé nær óaðfmnanlegt. Íslensk stjórnvöld hafa látið í veðri vaka að hugsan- —lega verði orðið við þess- ari bón og hafa lofað Keiko stofnuninni svari í byijun maí. Um miðjan apríl fór Halldór Runólfs- son yfirdýralæknir sérstaka ferð til Banda- ríkjanna til þess að kynna sér málið og má ætla að svar íslenskra stjórnvalda velti að miklu leyti á afstöðu hans. Það hefur flogið fyrir að verði leyfið veitt muni framtíðarheimkynni Keikos verða í sjókvíum í Eskifirði eða Reyðar- firði, nálægt þeim slóðum þar sem hann veiddist á sínum tíma. TEXTh Páll Ásgeir Ásgeirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.