Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 73
VALSLIKI?
/
að snúa aftur til Islands
taka við Keiko?
m þessar mundir eru rúmlega 20
ár frá því að háhyrningur nokkur
var veiddur í síldarnót austur í
Reyðarfirði og seldur úr landi. A þessum
árum var það ágætis búhnykkur að selja
erlendum sædýrasöfnum háhyrninga en
tiltölulega auðvelt er að veiða þá um síldar-
vertíðina þegar þeir sjá ekki að sér og
ramba inn í síldarnætur.
Það var Jón Gunnarsson, m.a. forstöðu-
maður Sædýrasafnsins í Hafnarfirði, sem
stóð fyrir þessum veiðum. Háhyrningur-
inn var seldur til sædýrasafns í Evrópu og
eftir nokkur eigendaskipti endaði hann í
Mexíkó þar sem hann dvaldist í sextán ár
samfleytt, oft á tíðum við þröngan kost í
litlu búri og í heitari sjó en honum þótti
þægilegt.
KEIKO FÆR HLUTVERK
Keiko braust til metorða þegar hann
lék í kvikmyndinni Free Willy sem Warner
Brothers framleiddu árið 1993 og Ijallar
um ungan dreng sem binst föngnum há-
hyrningi tilfinningaböndum og endar með
því að losa hann úr prísund sinni. Myndin
snart viðkvæma
strengi í hjörtum
barna og fullorðinna
og hlaut gífurlega
aðsókn víða um
heim.
Samúð manna
var almennt vakin
þegar það varð
heyrinkunnugt að
stjarna myndarinn-
ar hírðist í aumu
búri í Mexíkó og
fljótlega varð komið á fót sérstökum sam-
tökum sem höfðu það markmið eitt að
frelsa Keiko og flytja hann til nýrra og betri
heimkynna. Keiko Foundation fékk pláss
fyrir hvalinn í Newport í Oregonfylki og
þar var honum komið fyrir í sérstöku búri
í sædýrasafni á staðnum. _____
Það kostaði rúmlega 500
milljónir að koma upp viðun-
andi aðstöðu fyrir Keiko.
Síðan Keiko kom til
nýrra heimkynna hefur hann þyngst um
rúmlega tonn og vegur nú um 8 tonn en
hann hefur einnig lengst og læknast af út-
brotum sem hqaðu hann. Einnig var Keiko
orðinn hálftannlaus af því að naga stöðugt
kantinn á steyptri þró sem hann dvaldi í í
Mexíkó svo það beið þjálfara og dýralækna
ærinn starfi við að koma honum í skikkan-
legt horf á ný.
KEIKO ER EINS KONAR „STÓRIÐJA”
Þótt aðeins 13 þúsund fleiri erlendir
ferðamenn kæmu á ári vegna Keikos
gæfi það engu að síður af sér um 1,3
milljarða króna í viðbótartekjur fyrir
ferðaþjónustuna. Auk þess gætu
ferðalög íslendinga sjálfra aukist - sem
einnig er mikilvæg búbót fyrir þá sem
starfa í ferðaþjónustu.
Vinsældir Keikos eru slíkar að árið
1996 komu 1,3 milljónir gesta til Newport
til þess að líta á gripinn. í ljósi þess að íbúa-
talan í Newport rétt losar 8 þúsund manns
er ljóst að Keiko hefur verið griðarlegur
hvalreki fyrir þetta litia bæjarfélag.
Þess má til gamans geta að Warner
Brothers gerðu tvær framhaldsmyndir,
Free Willy 2 og Free Willy 3, sem báðar
hlutu afbragðs aðsókn. í hvorugri þeirra
leikur téður Keiko heldur er notast við raf-
knúnar eftirlíkingar háhyrninga.
VILJA SENDA HANN HEIM
Það hefur lengi verið yfirlýst stefna
Keiko stofounarinnar að flytja Keiko til
norðurslóða á ný og sleppa honum sem
næst sínum náttúrulegu heimkynnum. Sú
skoðun hefur jafnvel heyrst að með þessu
megi sameina hann sinni náttúrulegu fjöl-
skyldu á ný. Háhyrningar halda sig nær
alla ævi í litium hópum eða fjölskyldum og
er talið að hver slík fjölskylda sé einstök og
tali saman á sinu eigin tungumáli. Vísinda-
menn, sérstaklega hér á íslandi, hafa látið
í ljós miklar efa-
semdir um að það
sé hægt. Árið 1995
var sótt um leyfi til
íslenskra stjórn-
valda til að sleppa
Keiko hér við land
en þeirri umsókn
var vísað á bug og
sérstaklega borið
við sýkingarhættu
en þá var heilsufar
Keikos fremur bág-
borið miðað við það sem er i dag.
Nú hefur þessi umsókn verið endurnýj-
uð og lögð fram mörg vottorð frá ýmsum
til þess bærum yfirvöldum um að heilsufar
Keikos sé nær óaðfmnanlegt. Íslensk
stjórnvöld hafa látið í veðri vaka að hugsan-
—lega verði orðið við þess-
ari bón og hafa lofað
Keiko stofnuninni svari í
byijun maí. Um miðjan
apríl fór Halldór Runólfs-
son yfirdýralæknir sérstaka ferð til Banda-
ríkjanna til þess að kynna sér málið og má
ætla að svar íslenskra stjórnvalda velti að
miklu leyti á afstöðu hans.
Það hefur flogið fyrir að verði leyfið
veitt muni framtíðarheimkynni Keikos
verða í sjókvíum í Eskifirði eða Reyðar-
firði, nálægt þeim slóðum þar sem hann
veiddist á sínum tíma.
TEXTh
Páll Ásgeir Ásgeirsson