Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 39
áll Gíslason er forstjóri
Istraktors. „Eg held að mark-
aðurinn sé góður fyrir þá sem
flytja inn bíla. Bæði er meðalaldur
bílaflotans orðinn bár og ástandið í
þjóðfélaginu gott. Bjartsýni ríkir og
horfur eru á að stöðugleikinn haldist.
Við erum að selja fólksbíla á móti
lúxusjeppum oft á tíðum, því æðistór
hluti jeppasölunnar er án þess að
raunveruleg þörf sé fyrir jeppa.
Imynd forstjórabílsins er orðin úr sér
gengin.
Við finnum fyrir breytingu. Menn
eru til dæmis að velja á milli jeppa og
Alfa Romeo 156 sem valinn var bíll
ársins í Evrópu fyrir þetta ár. Við
erum að fá einn bíl sem sérstaklega
verður kynntur sem forstjórabíll á 2,7
milljónir og er með leðurinnréttingu
og 190 hestafla V6 vél. Forstjórinn
þarf að sýna með bílnum og fram-
komu sinni að hann hafi góðan
smekk og áræðni - en að samt sé ekki
um bruðl að ræða.” Œi
allgrímur Gunnarsson er for-
stjóri Ræsis. „Efnahagsástand-
ið er gott og á uppleið og það
kemur fram í bílasölu. Það sem er áber-
andi er að með rýmri stöðu kaupenda
eru menn að færa sig örlítið ofar í bíl-
um. Hins vegar er mjög lítil söluaukn-
ing í efsta tollflokki bíla. Neyslustýring-
in er mjög virk hvað stærstu vélarnar
snertir. Sennilega myndi ríkið auka
tekjur sínar með því að fella efsta flokk-
inn niður því þá færu fleiri yfir í dýrari
bíla. I stað þess að kaupa jeppa með vél-
arstærð í fjörutíu prósenta flokknum
tækju menn ívið stærri vél og dýrari bíl
sem endist betur.
Staðan hjá Ræsi er jákvæð. Það er
söluaukning frá sama tíma í fyrra. Við
erum að auka hlutdeild okkar á mark-
aðnum og maður kvartar ekki yfir því.
Eg á von á því að í árslok hafi salan enn
auldst meðal annars vegna meira fram-
boðs frá okkar framleiðendum.” SD
enedikt Eyjólfsson er fram-
kvæmdastjóri Bílabúðar
Benna. „Tölur sýna að bíla-
sala jókst verulega síðasta árið og fólk
virðist vera að kaupa vandaðri bíla en
oft áður. Hugsað er meira til framtíðar
í bílavali. Jeppasala virðist vera að
aukast, enda henta jeppar vel á Is-
landi, bæði vegna færðar, veðráttu og
vegakerfis. Jepparnir henta einnig vel
útivistar- og fjallafólki.
Við erum mjög ánægðir með við-
tökur og gengi það sem af er ári.
Musso jeppinn og litli bróðir hans,
Korando, sem við höfum verið að
selja í rúmt eitt og hálft ár, hafa sann-
að sig. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs
höfum við selt 94 jeppa alls sem eru
fleiri jeppar en önnur umboð hafa selt
á sama tíma.S!]
39