Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 74
MARKAÐSMAL ÞARF100 KILO AF FISKIA DAG OG SJÓNVARP Ef svarið verður jákvætt verður hinn roskni Keiko fluttur hingað til lands um mánaðamótin ágúst-september. Hann yrði væntanlega hýstur, ef svo má að orði kom- ast, í risavaxinni sjókví sem verið er að smíða í Bandaríkjunum. Við núverandi að- stæður er umtalsvert starfslið sem annast hinar ýmsu þarfir hans en t.d. étur Keiko um 100 kíló af fiski á degi hverjum og unn- ið er með hann í þjálfúnarskyni 15 til 18 stundir á hverjum degi. Hann er þjálfaður í samskiptum við fólk, æfður í að skilja ein- faldar skipanir og látinn sinna líkamsþjálf- un. Hann horfir á kvikmyndir og á heima- síðu um málefni hans á Netinu kemur fram að Star Wars og Independ- ence Day hafi fallið hon- um sérlega vel í geð síðast- liðið sumar. Keiko hefur verið þjálf- aður í að veiða lifandi bráð og er eldislöxum sleppt í kerið til hans í þeim tilgangi en sjórinn í því hefur undan- farna mánuði verið kældur sérstaklega niður til þess að venja hann við aðstæður í Norður-Atlantshafi. Það hef- ur komið fram í beiðni Keiko samtakanna að þau muni standa allan straum af kostn- aði við umhirðu hans hér við land meðan hann lifir. Mikið hefur verið rætt og rit- að um réttmæti þess að flytja dýrið hingað og líkurnar á því að það takist. Skoðana- kannanir meðal almennings sýna að um 70% þeirra sem taka afstöðu eru hlynntir því að Keiko fái að snúa heim. Hér verður ekki kafað djúpt ofan í rökin með og á móti þessum ráðagerðum en fremur horft á hina viðskiptalegu hlið málsins. GÆTUM GRÆTT MILLJARÐA Árið 1996 komu rétt rúmlega 200 þús- und ferðamenn til Islands og tekjur af komu þeirra voru rúmlega 20 milljarðar. Það þýðir að hagnaður af hveijum ferða- manni hefur verið um 100 þúsund krónur. Engin leið er að gera sér grein fyrir því hve margir af þeim 1,3 milljónum ferðamanna, sem heimsóttu Keiko til Newport árið 1996, myndu leggja leið sína hingað til þess að sjá hann á heimavelli. Hitt er jafn- ljóst að ef hingað kæmi aðeins 1% af þeim fjölda þýddi það 13 þúsund gesti sem aftur gæfi af sér um 1,3 milljarða. Telja má víst að flutningur Keikos hingað til lands myndi vekja mjög mikla athygli fjölmiðla viða um heim, ekki síst í Bandaríkjunum svo ávinningur í formi landkynningar yrði eflaust umtalsverður. Ekki má heldur gleyma því að ferða- mannastraumurinn til Newport hefur getið af sér um 3.300 ný störf á svæðinu. Telja verður því líklegt að mikil aukning starfa verði í ferða- Vinsæll - á siðnstn ári til að skoða Keitio- þjónustu á íslandi ef af heimkomu Keikos verður. Hvalaskoðunarferðir hafa undanfarin tvö ár verið sá þáttur þjónustu og afþrey- ingar íyrir ferðamenn sem hvað mestra vinsælda hefur notið og gefur það nokkra vísbendingu um áhuga ferðamanna á hvöl- um í náttúrulegu umhverfi sínu. Húsavík er t.d. staður þar sem menn líkja ásókn í slíkar ferðir við gullæði og á skömmum tíma hafa sprottið upp tvö fyrirtæki sem keppa um hylli gesta. HVAÐ EF HANN DEYR? Gestirnir, sem sótt hafa Keiko heim í Newport í Oregon, hafa verið frá öllum lieimshornum þótt Ameríkumenn hafi ver- ið fjölmennastir í þeirra hópi. Amerikanar hafa verið um 15% þeirra ferðamanna sem koma til Islands. Forsvarsmenn hvalaskoð- enda hafa af því nokkrar áhyggjur ef hval- veiðar eða hrefnuveiðar yrðu leyfðar við Is- land á ný eins og reyndar margir þing- menn hafa sýnt áhuga á. I ljósi þess að samtökin bak við Keiko hafa boðist til þess að greiða allt uppihald og kostnað af uppihaldi hans hér verður varla annað séð en hér sé allt í besta lagi. Urtölumenn eru hinsvegar á annarri skoð- un og telja að Keiko sé gamall og farlama háhyrningur sem muni aldrei þola flutn- inginn og steindrepast fljótlega eftir heim- komuna. Við það yrðu Is- lendingar að skúrkum í vit- und bandarísks almennings og ímynd landsins biði hnekki sem ekki yrði bætt- ur og á heildina litið yrði verr farið en heima setið með því að heimila Keiko að snúa aftur. Það er erfitt að spá og sérstaklega um framtíðina var eitt sinn sagt en það þarf ekkert sérstakt hug- myndailug til að ímynda sér að fari svo að Keiko beri beinin við Islands- strendur, sem verður í rauninni að teljast nær öruggt þar sem háhyrn- ingar hafa ekki eilíft líf, muni aðdáendur hans um ókomin ár leggja leið sína að gröf dýrsins og vilja skoða heimkynni hans þó að hann sé ekki sjálfur holdtekinn á staðnum. Það væri einnig auðvelt að ímynda sér að íslenskir sjómenn ynnu sér létt það verk að handsama staðgengil eða arftaka Keikos eftir hans dag. FERTIL ÍRLANDS EF VIÐ SEGJUM NEI Hallur Hallsson, fýrrverandi fréttamað- ur, sem hefúr tekið að sér að sinna kynn- ingarstörfum fyrir Keiko stofnunina á Is- landi sagði í samtali við blaðið að samtökin myndu sætta sig við þann úrskurð sem ís- lensk stjórnvöld felldu. Hann sagði jafn- framt að það lægi í loftinu að ef Keiko fengi ekki hæli á Islandi yrði hann lluttur til Ir- lands en þar í landi vildu menn ólmir taka viðgripnum. [0 gestakomutilNewport SKAPAR FLEIRI NÝ ST0RF Ekki má heldur gleyma því að feröamannastraumurinn til Newport hefur getiö af sér um 3.300 ný störf á svæðinu. Telja verður því líklegt að mikil aukning starfa verði í ferðaþjónustu á íslandi ef af heimkomu Keikos verður. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.