Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 24
Bílasala er blómleg miðað við undanfarin mögur ár - hún ger-
ir þó vart meira en að sinna endurnýjunarþörf flotans sem
orðinn er gamall. Meðalaldur hans er 9,5 ár.
□ ílasala blómstar um þessar mundir, enda eyða ís-
lendingar dágóðu fé til kaupa á nýjum bílum. Sam-
kvæmt útreikningum Frjálsrar verslunar má ætla
að íslendingar hafi eytt um 17 til 18 milljörðum á síðasta
ári til kaupa á nýjum fólksbílum; þar af eyddu þeir nærri 5
milljörðum til kaupa á jeppum. Opinber gjöld vega þungt í
verði bíls. Á síðasta ári voru fluttir inn rúmlega 10 þúsund
fólksbílar en búist er við að þeir verði yfir 12 þúsund á
þessu ári. Meðalverð á nýjum bíl er um 1.700 þúsund. Bíla-
menn fagna blómlegri tíð en engu að síður dugir þessi sala
rétt til að mæta árlegri endurnýjunarþörf bílaflotans. Tólf
bílaumboð starfa á íslandi. Velta þeirra nam um 23 millj-
örðum árið 1996 og jókst nokkuð á síðasta ári. Sex umboð-
anna eru með um 83% markaðarins og nam velta þeirra
um 19,7 milljörðum árið 1996 og hagnaður fyrir skatta um
453 milljónum. Sem hlutfall af veltu var hann því aðeins
um 2,2%. Það getur vart talist hátt hlutfall. Afar líklegt er að
hagnaður þeirra hafi aukist umtalsvert á síðasta ári því
sala nýrra fólksbíla jókst þá um 26% á milli ára. Bílgreinin
er alvöru atvinnuvegur. Þrjú stærstu bílaumboðin eru á
meðal þrjátíu stærstu fýrirtækja landsins. Fluttar eru inn
um 30 tegundir fólksbíla til landsins. Toyota er mest selda
einstaka tegundin. Og erfitt er að sjá hvernig nýr fjármála-
ráðherra, Geir H. Haarde, færi að því að láta enda ná
saman hjá ríkissjóði ef bíla nyti ekki við. Áætlað er að rík-
íslendingar vöröu um 17 milljördum á síd-
asta ári til kaupa á nýjum bílum, sam-
kvœmt mati Frjálsrar verslunar. Þar af
eyddu peir nærri 5 milljördum til kaupa á
jeppum. Hagur umboöanna er að batna eft-
ir mörg mögur ár. Hekla skilaði til dæmis
metafkomu á síðasta ári. Tólfbílaumboð
eru starfandi. Sex þeirra eru með um 83%
markaðarins. Um 30 tegundir fólksbíla eru
fluttar inn til landsins. Toyota er mest
selda tegundin, eins og undanfarin tíu ár.
Maðalaldur bíla á Íslandi er 9,5 ár en 7,5
ár í Evrópu. Og nýr fjármálaráðherra,
GeirH. Haarde, getur brosað vegna bíl-
greinarinnar. Ríkissjóður fœr yfir 25 millj-
arða á ári vegna bíla.
issjóður fái a.m.k. yfir 25 milljarða í skatta af bílasölu og
bílanotkun á ári - en á móti leggur ríkissjóður til um 8 millj-
arða á ári til vegamála. Bíleigendur á Islandi bera því byrð-
ar - og hafa breið bök! Það er athyglisvert að ekkert bíla-
umboðanna á íslandi er almenningshlutafélag; þau eru öll
fjölskyldufyrirtæki.
METÁR HJÁ HEKLU
Stærstu bílaumboðin á íslandi eru Hekla, P. Samúels-
son, Ingvar Helgason, Brimborg, B&L, Ræsir og Bílheim-
ar. Sömu eigendur eru að Ingvari Helgasyni og Bílheimum
og því má líta á þau fyrirtæki sem samsteypu. Aðeins eitt
bílaumboð hefur kynnt ársreikninga sína fyrir síðasta ár;
Hekla. Og þar á bæ brosa menn breitt. Síðasta ár var besta
ár í 65 ára sögu Heklu. Veltan jókst um 29%, eða úr um 5,3
milljörðum í tæpa 6,9 milljarða. Hagnaður fyrir skatta nam
um 349 milljónum króna og eftir skatta um 226 milljónum.
Arðsemi eigin fjár var um 48%. Það er afbragðsgóður árang-
ur! Árið 1996 nam hagnaður Heklu fyrir skatta um 196
milljónum. Helstu bíltegundir Heklu eru Mitsubishi,
Volkswagen og Audi. En auk þess selur Hekla meðal ann-
ars raftæki, rafmagnsvörur og Caterpillar þungavinnuvél-
ar. Fyrirtækið er með umboð fyrir Scania vörubíla og hóp-