Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 24
Bílasala er blómleg miðað við undanfarin mögur ár - hún ger- ir þó vart meira en að sinna endurnýjunarþörf flotans sem orðinn er gamall. Meðalaldur hans er 9,5 ár. □ ílasala blómstar um þessar mundir, enda eyða ís- lendingar dágóðu fé til kaupa á nýjum bílum. Sam- kvæmt útreikningum Frjálsrar verslunar má ætla að íslendingar hafi eytt um 17 til 18 milljörðum á síðasta ári til kaupa á nýjum fólksbílum; þar af eyddu þeir nærri 5 milljörðum til kaupa á jeppum. Opinber gjöld vega þungt í verði bíls. Á síðasta ári voru fluttir inn rúmlega 10 þúsund fólksbílar en búist er við að þeir verði yfir 12 þúsund á þessu ári. Meðalverð á nýjum bíl er um 1.700 þúsund. Bíla- menn fagna blómlegri tíð en engu að síður dugir þessi sala rétt til að mæta árlegri endurnýjunarþörf bílaflotans. Tólf bílaumboð starfa á íslandi. Velta þeirra nam um 23 millj- örðum árið 1996 og jókst nokkuð á síðasta ári. Sex umboð- anna eru með um 83% markaðarins og nam velta þeirra um 19,7 milljörðum árið 1996 og hagnaður fyrir skatta um 453 milljónum. Sem hlutfall af veltu var hann því aðeins um 2,2%. Það getur vart talist hátt hlutfall. Afar líklegt er að hagnaður þeirra hafi aukist umtalsvert á síðasta ári því sala nýrra fólksbíla jókst þá um 26% á milli ára. Bílgreinin er alvöru atvinnuvegur. Þrjú stærstu bílaumboðin eru á meðal þrjátíu stærstu fýrirtækja landsins. Fluttar eru inn um 30 tegundir fólksbíla til landsins. Toyota er mest selda einstaka tegundin. Og erfitt er að sjá hvernig nýr fjármála- ráðherra, Geir H. Haarde, færi að því að láta enda ná saman hjá ríkissjóði ef bíla nyti ekki við. Áætlað er að rík- íslendingar vöröu um 17 milljördum á síd- asta ári til kaupa á nýjum bílum, sam- kvœmt mati Frjálsrar verslunar. Þar af eyddu peir nærri 5 milljördum til kaupa á jeppum. Hagur umboöanna er að batna eft- ir mörg mögur ár. Hekla skilaði til dæmis metafkomu á síðasta ári. Tólfbílaumboð eru starfandi. Sex þeirra eru með um 83% markaðarins. Um 30 tegundir fólksbíla eru fluttar inn til landsins. Toyota er mest selda tegundin, eins og undanfarin tíu ár. Maðalaldur bíla á Íslandi er 9,5 ár en 7,5 ár í Evrópu. Og nýr fjármálaráðherra, GeirH. Haarde, getur brosað vegna bíl- greinarinnar. Ríkissjóður fœr yfir 25 millj- arða á ári vegna bíla. issjóður fái a.m.k. yfir 25 milljarða í skatta af bílasölu og bílanotkun á ári - en á móti leggur ríkissjóður til um 8 millj- arða á ári til vegamála. Bíleigendur á Islandi bera því byrð- ar - og hafa breið bök! Það er athyglisvert að ekkert bíla- umboðanna á íslandi er almenningshlutafélag; þau eru öll fjölskyldufyrirtæki. METÁR HJÁ HEKLU Stærstu bílaumboðin á íslandi eru Hekla, P. Samúels- son, Ingvar Helgason, Brimborg, B&L, Ræsir og Bílheim- ar. Sömu eigendur eru að Ingvari Helgasyni og Bílheimum og því má líta á þau fyrirtæki sem samsteypu. Aðeins eitt bílaumboð hefur kynnt ársreikninga sína fyrir síðasta ár; Hekla. Og þar á bæ brosa menn breitt. Síðasta ár var besta ár í 65 ára sögu Heklu. Veltan jókst um 29%, eða úr um 5,3 milljörðum í tæpa 6,9 milljarða. Hagnaður fyrir skatta nam um 349 milljónum króna og eftir skatta um 226 milljónum. Arðsemi eigin fjár var um 48%. Það er afbragðsgóður árang- ur! Árið 1996 nam hagnaður Heklu fyrir skatta um 196 milljónum. Helstu bíltegundir Heklu eru Mitsubishi, Volkswagen og Audi. En auk þess selur Hekla meðal ann- ars raftæki, rafmagnsvörur og Caterpillar þungavinnuvél- ar. Fyrirtækið er með umboð fyrir Scania vörubíla og hóp-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.