Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 6
RITSTJORNARGREIN KÓNGAR TÓKUST Á Kóngar tókust á um formennsku í Vinnuveitendasambandi Islands, VSI, á aðalfundi þess í síðustu viku. Þetta voru þeir Ólafur B. Ólafsson, formaður sambandsins, og Víglundur Þor- steinsson, forstjóri BM-Vallá og fyrrum varaformaður VSI. Ólafur hafði betur. En naumt var það; hann var endurkjörinn til formennsku með eins naum- um meirihluta og hugsast getur - eða með 50,1% atkvæða. I kosningabaráttunni endur- speglaðist ekld aðeins það smákóngaveldi sem rikir hjá samtökum fyrirtækja, en sama kónga- veldið er einnig hjá launþegasamtökum, held- ur drógust greidd félagsgjöld til VSI inn í um- ræðuna. Samtök iðnaðarins eru óhress með að formaðurinn sé ekki úr þeirra röðum vegna þess að þau greiða mest allra félaga til VSI - eða um 40% af félagsgjöldunum - og halda þvi sambandinu uppi sem því nemur. Samtök iðn- aðarins skiptast svo aftur upp í ótal fylkingar smákónga; þ.e. forsvarsmanna einstakra iðngreina. Þannig er þessu eins hátt- að hjá öðrum samtökum fyrirtækja. Allar liggja þessar kónga- leiðir þó til einnar áttar; til fyrirtækjanna, þeirra sem halda öll- um þessum samtökum uppi. En þar fer fram hið raunverulega brauðstrit sem ræður kjörum fólks. Fyrirtækin í landinu, sem sjálfviljug eru í hinum ýmsu sam- tökum atvinnulifsins - og dæla í þau fé - hljóta auðvitað að spyrja sig annað veifið hvaða gagn sé að öllu þessu félaga- vafstri. ÖIl halda félögin úti dýrum skrifstofúm og ráða til sín framkvæmdastjóra, hagfræðinga, lögfiræðinga, sérfræðinga og skrifstofúfólk. Þetta eru mikil batterí. Sama gegnir um þann aragrúa samtaka launþega. Þar hefur hver smákóngurinn mik- ið umleikis. Haldið er úti skrifstofú, ráðinn er framkvæmda- stjóri, hagfræðingur, lögfræðingur og svo framvegis. Vissulega er þetta atvinnuskapandi kerfi hjá fyrirtækjum og launþegum. En hverju skilar það hinu almenna fyrirtæki, og hinum al- menna Iaunþega, í bættum kjörum? Borgar sig að dæla fé í öll þessi samtök? Geta ekki fyrirtæki og starfsmenn samið sín á milli um kaup og kjör - og náð jafn góðum árangri, ef ekki betri? Örugglega. Hvernig gagnast það fyrirtæki, sem greiðir starfsmönnum sínum hærri laun en ASI-VSI samningar kveða á um, að vera í VSI? Geta fyrirtæki ekld einmitt forðast verkföll best með því að semja beint við sína starfsmenn í stað þess að gangast undir og greiða miðstýrð laun? Hvernig gagnast það til dæmis stórfyrirtækjum að vera í VSI ef þau þurfa að koma málum í gegn hjá alþingismönn- um og ráðherrum; stunda svonefndan „lobby- isma”? Eflaust hefur VSI þar ágæt sambönd en hitt er líldegra að forstjórar stórfyrirtælqa vaði beint í þingmenn og útskýri sín mál; berjist sjálfir fyrir hagsmunum sinna fyrirtækja með kjafti og klóm - í stað þess að láta aðra um það. Hver er sjálfúm sér næstur þegar á reynir!! Fyrir utan hinn mikla kostnað við að halda úti hinum mörgu samtökum launþega og fyrirtækja - en öll eru þau meira og minna að gera sömu hlutina - hefúr sú mikla miðstýring sem felst í þessum samtökum verið gagniýnd á undanförnum árum. Því er forvitnilegt að rýna í ávarp Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra sem hann flutti á títtnefúdum aðalfúndi VSI. Hann vék þar að miðstýringu hjá Evrópusambandinu - en önn- ur sambönd komu óhjákvæmilega upp í hugann Iíka. Davíð sagði: „Engir hagsmunir Islands kalla á aðild að Evrópusam- bandinu. Um þessar mundir virðist því miður allt stefúa þar í aukin völd miðstýrðrar Evrópu, minni áhrif einstakra ríkja á eigin mál og sífellt smásmugulegri reglusetningar.” Svo mörg voru þau orð. Þegar allt kemur til alls ættu stjórnendur fyrirtækja og al- mennir Iaunþegar að íhuga vel hvaða gagn sé að hinum mörgu samtökum á vinnumarkaði. I hverra þágu er öll þessi miðstýr- ing? Jón G. Hauksson ISSN 1017-3544 Stofhuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efiiahags- og atvinnumál - 59. árgangur RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttír - BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - UÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttír - UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttír. - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 -ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.5. tbl. - 10% lægra áskrif- tarverð ef greitt er með kreditkorti. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- - DREIFING: Talnakönnun, hf„ sími 561 7575 - FILMIJVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LJTGREININGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi eftri og myndir. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.