Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 19
ANKANN! pólitísku tengsl vió bankakerfid ódýrara bankakerfi og mestu siðbótina. SKOÐUN % af fjármálamarkaðnum er enn í höndum ríkisins. Markmið rík- isstjórnarinnar í upphafi kjörtímabilsins var þó að einkavæða og losa um tök ríkisins í bankaheiminum. En það gerist ekkert!! Þrátt fyrir það sýna kannanir að mikill meirihluti þjóðarinnar vill að ríkisbankarnir verði seldir. Fólkið er komið fram úr stjórnmála- mönnunum. Það hefur svo sem lengi verið vitað um verulega andstöðu gegn hugmyndum um einkavæðingu bankanna innan allra stjórn- málaflokkanna - þó sérstaklega innan Framsóknarflokks og Al- þýðubandalags. Þannig er núverandi bankaráðsformaður Lands- bankans, og sérstakur sendiherra Finns Ingólfssonar í bankan- um, andvígur hugmyndum um að selja bankann. Umræðurnar þar um í febrúar og mars sl. fóru mjög íýrir brjóstið á honum. Eftir fárið í kringum Landsbankann ætti almenningur núna að staldra við og spyija margra spurninga. Fyrsta spurningin er auð- vitað þessi: Hvers vegna er stjórnmálamönnum svo umhugað um að hafa ítök í ríkisbönkunum? Svarið er einfalt. Flokkarnir vilja hafa ítök til að geta veitt fýrirgreiðslu. Stjórnmál snúast um völd og áhrif; það að komast í aðstöðu til að beita valdi. Þetta endur- speglast meðal annars í því að Landsbankinn var látinn taka á sig um 80 til 100 milljóna króna gjaldþrot Þjóðviljans og ábyrgðir Al- þýðubandalagsins í því máli. Sömuleiðis endurspeglast þetta í einni hinna fjölmörgu varnarræða Sverris Hermannssonar í Morgunblaðinu þar sem hann segir frá því að bankinn hafi selt góðum og gegnheilum framsóknarmanni lóð á um 40 milljónum undir kostnaðarverði - en að hann (Sverrir) hafi rift þeirri sölu í óþökk framsóknarmanna innan bankans. Takið eftir að þetta er sama upphæð og margumræddur laxveiðikostnaður bankans. Að sögn Sverris átti Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra að hafa lof- að greiðanum - ef hann kæmist í aðstöðu tíl þess. Að vísu getur verið varasamt hjá Sverrí að velta svona steinum því einhveijir slíkir tílheyra væntanlega sjálfstæðismönnum líka - og gætu því hitt hann fyrir. MÖRG ÞJÓÐVILJA- 0G LÓÐARMÁL En ætli svarið við því, hvers vegna svo margir stjórnmálamenn vilja í reynd ekki selja ríkisbankana heldur halda dauðahaldi í þá, sé ekki einmitt mál af þeim toga sem hér hafa verið nefnd, þ.e. gjaldþrot Þjóðviljans og lóðarmál framsóknarmannsins. Ætli svona mál séu ekki „daglegra brauð” í bankanum en margan gæti grunað. Gleymum ekki orðum forsætísráðherra lyrir nokkrum árum, þegar aískriftarvandi Landsbankans var mjög til umræðu, um að bankinn hefði of lengi verið notaður sem eins konar „fé- lagsmálastofnun” í atvinnulífinu. Raunar er það einmitt á þessum grunni sem varnarræður Sverris Hermannssonar byggjast þegar hann ræðir um tvískinnung og gijótkast úr glerhúsum hjá þeim stjórnmálamönnum sem hæst hafa galað um hann á Alþingi vegna Landsbankamálsins og bruðl bankans. Hann segir þá hræsnara sem ættu að líta í eigin barm; fyrirgreiðsla þeirra kosti fé og sé tekið úr buddu almennings. Að vísu bætír það ekkert bruðl Landsbankans og rúmar reglur hans í risnu. Við fall Landsbankastjóranna þriggja rifjast upp gamla máltæk- ið að oft veltír lítil þúfa þungu hlassi. Laxveiðkostnaður bankans upp á um 42 milljónir á undanförnum fimm árum, sem varð þre- menningunum að falli, ásamt um 68 milljóna risnukostnaður bankans á árunum ‘94 til ‘97, telst lítil þúfa þegar haft er í huga að bankinn hefur orðið að afskrifa tæpa 15 milljarða á undanförnum tíu árum vegna tapaðra útlána. Hluta af þeim útlánatöpum má tengja pólitískum lánveitíngum. Bankinn varð að taka á sig mikl- 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.