Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 45
breyttan matseðil yfir aðal ferðamanna-
tímann, aó sögn Óskars Húnfjöró hótel-
stjóra, og hægt er að fá hvers kyns smá-
rétti og heitan mat á hótelinu. „Við höfum
viljað vera með metnaðarfullan matseðil
og leggjum áherslu á steikurnar og höfum
meira að segja farið þá leið að láta „fram-
leiða" sérstaklega fyrir okkur naut til að fá
safaríkar, „amerískar" steikur. Til þess að
þetta mætti takast fengum við Jóhannes
bónda á Torfalæk til að ala fyrir okkur
nautin svo við gætum boðið það gæðakjöt
sem við vildum hafa og hefur ræktunin
tekist mjög vel."
Mat- og vínseðlar hótelsins eru úr end-
urunnum pappír, gerðir af listakonunni Þór-
dísi Sveinsdóttur í Borgarnesi. En það eru
ekki aðeins matseðlarnir sem er óvenju-
legir á Sveitasetrinu því lyklakippurnar
með herbergislyklunum eru úr hornum,
sem Óskar fékk í sláturhúsi. Hornin eru
lökkuð með íbrenndum herbergisnúmerun-
um.
í anddyri Sveitasetursins er vísir aó
fuglasafni og í veitingasalnum eru nokkrir
uppstoppaðir hausar af hreindýrum, nauti
og fallega hyrndum hrúti. „Við vonumst til
að geta myndað hér smátt og smátt vísi að
safni sem getur orðið gestum okkar til
ánægju um leið og þetta styrkir þá ímynd
sem við ætlum okkur að halda á lofti,
ímynd Sveitasetursins."
í nánasta umhverfi Sveitasetursins er
að finna margvíslega þjónustu, sundstað,
pósthús, banka, efnalaug og verslanir og
þar er einnig upplýsingaþjónusta fyrir
ferðamenn. Vilji menn bregða sér í veiði er
einfalt að nálgast veiðileyfi á Blönduósi og
Veislugestir í matsal Sveitasetursins - á árshátíð starfsmanna sýslumannsembætta
á Norðurlandi vestra.
þeir, sem vilja stunda hestamennsku, geta
fengið hesta á hestaleigu þar.
UPPLÝSINGAR Á HEIMASÍÐU
Sveitasetrið hefur tekið tæknina í þjón-
ustu sína og nú geta þeir, sem áhuga hafa,
skoðaó heimasíðu hótelsins. Þar geta þeir
lesið um þjónustuna á hótelinu, afþreyingu
í nágrenninu og skoðað myndir af her-
bergjum, veitingasal og bar, svo nokkuð sé
nefnt. Bóka má gistingu í gegnum heima-
síðuna en hana er að finna á vefnum:
http://www.hunfjord.is en netfang hótels-
ins er info@hunfjord.is
Setntá,
Aðalgötu 6
Blönduósi
Sími: 452 4126
Fax: 452 4989
f '
IH 5. 6. 1 í ' ''■m |W N ] mm
t. ■ ■
2. » i jBjl.
| s. ; CII'
' i ' : i
' r i i i JBB
Það er rómantískur blær yfir herbergjunum á Sveitasetrinu.
45