Frjáls verslun - 01.04.1998, Blaðsíða 91
Olafur Darri Ólafsson
strœtóinn.
formi guðspjallsins er haldið óbreyttu
í flutningi Aðalsteins Bergdal á
Markúsarguðspjallinu, verður því
ekki um að ræða leiksýningu í eigin-
legum skilningi. Aðalsteinn er í raun
og veru aðeins að endursegja sögu
þess og kenningu, hann endurskap-
ar hana ekki með leikrænum hætti.
Hann talar fyrir munn guðspjalla-
mannsins, hins ókunna Markúsar,
án þess að fá að gera úr honum
sjálfum áþreifanlega sviðspersónu.
I kynningu á þessu verkefni
hefúr komið fram, að fyrirmynd þess sé flutningur norsks leik-
ara á texta guðspjallsins fyrir skömmu. Fróðlegt hefði verið að
lesa meira um það, t.d. í leikskránni, ég tala nú ekki um ef mynd-
ir hefðu verið birtar úr „sýningunni" sem mun hafa hlotið góðar
undirtektir og m.a.s. náð inn á norrænu leiklistardagana í Kaup-
mannahöfn. Því miður fór þessi leikhúsviðburður fram hjá mér -
einhvern veginn verða hefðbundin hugtök óviðeigandi í þessu
sambandi - en mér er tjáð, að þar hafi verið farin allt önnur leið í
„sviðsetningu" en gert er á Akureyri: einfaldleikinn ráðið ríkjum
og megináherslan verið lögð á hinn talaða texta, orðið sjálft, og
allt staðið og fallið með innlifuðum flutningi túlkandans.
Trausti Ólafsson, sem stýrir Aðalsteini Bergdal og býr verk-
inu umgerð á Renniverkstæðinu, hinu nýja og ágæta leiksviði
Akureyrar, nýtir hins vegar alla dýpt sviðsins undir „leik“ og leik-
mynd, þar sem ber mest á bugðóttum vegi sem hlykkjast upp á
lága bogabrú fyrir miðju sviði og endar í stórri tungu næst áhorf-
endum. Þarna er leikarinn á sífelldri ferð fram og aftur, upp og
niður, og nemur varla staðar nema fáein andartök í einu. En það
er með öllu óskiljanlegt hvað kallar á allt flöktið og sá grunur
vaknar snemma, að leikstjórinn hafi einfaldlega ekki treyst hon-
um til að ná og viðhalda athygli áhorfenda með öðru móti. Ljós
eru sífellt að breytast og skipta um lit, gulan eða bláan, en um
litaspilið gegnir sama máli, það dregur um of til sín athyglina á
kostnað efnisins.
Aðalsteinn Bergdal hélt upp á þrjátíu ára leikafmæli sitt með
þessari sýningu. L.A. hefði átt að geta fundið honum hentugra
verkefni af þvi tilefni. Aðalsteinn hefur marga góða leikarakosti,
sterka og hljómmikla rödd, nærna kímnigáfu, liprar og kröftug-
ar hreyfingar - eins og minnt er á í leikskránni var hann á sínum
tíma ágætis dansari. Vissulega slær hann stundum sterka tóna,
skapar máttug hughrif, einkum í lok „leiksins", þegar hann
kveikir á stóru kerti, tákni upprisunnar. En á heildina litið hitti
hann ekki á þann rétta tón sem til þarf, fann ekki þá leið einlægr-
ar innlifunar sem alll veltur á. Þá er naumast í anda guðspjallsins
að lita faríseana og aðra Ijandmenn Frelsarans, sem við sögu
koma, eins og gamalkunna leikhús-skúrka; það hefði leik-
stjórinn átt að koma í veg fýrir. Aðalsteinn er sannarlega
ekki öfundsverður af því að leysa slíkt þrekvirki sem þetta af
höndum og frammistaða hans miðað við allar aðstæður í
raun og veru ótrúlega góð.
Aður en Akureyri er kvödd, langar mig rétt til að
bera fram eða árétta eina ffóma ósk; að Renniverkstæð-
ið verði áfram nýtt sem leikhús, þó að gamla sam-
komuhúsið sé góðu heilli aftur tekið í notkun.
Ætli Akureyrarbær að halda áfram að þróast sem alvöru
listabær, eins og ýmis merki hafa veríð um að undan-
förnu, má hann hreinlega ekki við því að missa jafn gott
leiksvið og þetta.
í strætó með Ólafi Darra
Nóttin skömmu fyrir skógana
eftir Bernard Marie-Koltés * *
Leikari: Ólafur Darri Ólafsson
og Þýðandi: Friðrik Rafnsson
Leikstjóri: Stephen Hutton
Sýningin er sviðsett á vegum Nætur og dags í sam-
vinnu við Allrahanda hópferðir og Loftkastalann
Hlafur Darri Ólafsson er ungur leikari sem hefur af einhverj-
um sökurn fengið mun meiri kynningu en tíðkast um leik-
araefhi á síðasta áfanga í skóla. Hann lék stórt hlutverk í
kvikmynd Óskars Jónassonar, Perlur og svín, og nú stend-
ur fyrirtækið Nótt og dagur að sviðsetningu á einleik með hon-
um. Umgerð leiksins er óvenjuleg: Áhorfendum er boðið í
strætó með Ólafi Darra sem leikur fyrir þá hátt í tvo klukkutíma.
Ekki er að efa, að mörgum mun þykja allnýstárleg leikhús-
reynsla að hringsóla urn í strætisvagni eða öllu heldur rútubíl á
fáförnum slóðum vestur á Granda. Verkið sjálft, sem er eftir einn
af þekktustu framúrstefnuhöfundum Frakka, byggist á sam-
hengislitlu rausi utangarðsmanns við sjálfan sig. Það er út af fyr-
ir sig alltaf hæpið að treysta ungviði í leikarastétt fyrir slíkum
textum og Ólafur Darri er vitanlega ekki þroskaður flytjandi;
hann hefur ekki frekar en aðrir nemendur Leiklistarskólans
fengið jafn góða skólun í meðferð skáldlegrar orðræðu og æski-
legt væri, kann ekki að gæða textaflutning sinn þeirri snerpu og
lyftingu sem gæti e.t.v. lyft honum upp úr flatneskjunni. Eftir
leikskránni að dæma var enginn íslendingur fenginn til að að-
stoða leikstjórann Stephen Hutton sem er sagður hafa stjórnað
verkum um gjörvalla Evrópu og vera bæði virtur og þekktur.
Ætti slíkt þó að vera sjálfsögð regla, þegar textaverk á borð við
þetta eiga í hlut.
Síðan mætti einnig spyrja, hvort Ólafur Darri hafi það útlit og
þá nærveru, sem manni finnst að hljóti að fylgja þeirri óræðu og
ógeðfelldu figúru sem hér á að tala. Þó að hann sé þéttur á velli,
með mikla rödd og hafi stökkt bleytu í hárið á sér, þarf eitthvað
meira til að maður trúi á hann sem slíkan; til þess er sá persónu-
leiki sem skín í gegn of viðfelldinn og hlýlegur. En þá verð ég
væntanlega minntur á það, sem Hafliði Arngrímsson skrifar í
leikskrá, að Koltés sé frábitinn öllu raunsæi og því fráleitt að ætl-
ast til slíks af honum - og mér dytti aldrei í hug að hætta mér út í
deilur við Hafliða um miðevrópska leikhús-framúrstefnu, því
að hér er enginn honum fremri að þekkingu um þau efni.
Annars er svo sem óþarfi að kvarta undan þessari sýn-
ingu. Eg veit að visu ekki hvaða tilgangi hún þjónar, nema að
leyfa ungum leikara að spreyta sig á því að halda athygli
áhorfenda, sem honum tókst furðanlega. Þó að verkið
sé hvorki skemmtilegt né skilji mikið eftir, eins og
sagt er, er ekkert á móti því að verja einni kvöldstund
í strætóferð með Ólafi Darra, hafi maður ekkert
sérstakt fyrir stafni.
Leikhúsgagnrýni Jóns Viðars Jónssonar
91